Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 112
76 5. júní 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í víta- keppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leik- urinn endaði með 1-1 jafntefli. Gunnleifur komst þar með í góðan hóp með þeim Þorsteini Bjarnasyni, Sandor Matus og Amir Mehica en þetta eru einu mark- verðirnir í sögu aðalkeppni bikar- keppninnar sem hafa varið þrjú víti í einni vítakeppni. Tveir aðrir markmenn, Bjarki Guðmundsson og Ólafur Pétursson, hafa náð því að verja eitt víti í leiknum og tvö víti til viðbótar í vítakeppni. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjú víti í röð frá Blikum og bjarg- aði sóknarmönnunum Torgeir Motland og Atla Viðari Björns- syni sem höfðu klikkað á tveimur fyrstu vítum liðsins í vítakeppn- inni. Alfreð Finnbogason skoraði af öryggi úr fyrsta víti Blika en Gunnleifur varði síðan frá þeim Guðmundi Péturssyni, Jökli Elísa- betarsyni og Kára Ársælssyni. „Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í viðtali á Vísi eftir leikinn. Gunn- leifi tókst greinilega að taka leik- menn Blika á taugum með því að koma á móti þeim um leið og þeir stilltu boltanum upp á punktinn. Þorsteinn Bjarnason varð fyrsti markvörðurinn til að verja þrjú víti í sömu vítakeppni þegar hann hjálpaði Keflavík við að slá Sel- foss út úr 16 liða úrslitum 1988. Selfyssingar skoruðu úr fyrstu spyrnu sinni, Þorsteinn varði næstu, sú þriðja fór framhjá og Þorsteinn varði síðan síðustu tvær spyrnurnar. Félagar Þorsteins í Keflavíkurliðið skoruðu aðeins úr tveimur vítum sjálfir og því réð- ust úrslitin ekki fyrr en í síðustu spyrnu þrátt fyrir hetjulega fram- göngu Þorsteins. Sextán ár liðu þar til markverði tókst að verja þrjú víti aftur. KA- maðurinn Sandor Matus varði þá allar þrjár vítaspyrnur Eyja- manna í 8 liða úrslitum 2004. KA- liðið vann vítakeppnina 3-0. Síðastur á undan Gunnleifi til að verja þrjú víti var Haukamað- urinn Amir Mehica sem gerði það þegar C-deildarliðið Hauka sló út úrvalsdeildarlið Fram í 16 liða úrslitum 2007. Fram komst í 2-0 í vítakeppninni en Mehica tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja þrjú síðustu víti Framara. Tveir markmenn til viðbótar hafa náð því að verja tvö víti í vítakeppni eftir að hafa varið víti í leiknum sjálfum. Þetta eru Keflvíkingurinn Ólafur Pétursson sem gerði það í sigri á ÍBV í 16 liða úrslitum 1990 og Keflvíkingurinn Bjarki Guðmunds- son sem afrekaði það í bikarúrslita- leiknum 1997 og tryggði sínum mönnum þar með bikarinn. Gunnleifur var hógvær í leikslok og talaði um heppni frekar en hetju- dáð. Félagar hans úr liðið spöruðu hinsvegar ekki hrósið og átti hann það skilið enda ekki á hverjum degi sem markvörður ver þrjú víti í sömu vítakeppni. - óój Fjórir hafa náð að verja þrjár vítaspyrnur í vítakeppni í sögu aðalkeppni bikarsins: Gunnleifur í fámennum hópi GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Var vel fagnað af FH-mafínunni eftir frábæra frammi- stöðu á móti Blikum á fimmtudagskböldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI England og Fílabeins- ströndin misstu bæði fyrirliða sína í meiðsli í gær aðeins viku áður en HM í Suður-Afríku hefst. Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, meiddist á hné á æfingu og verður örugglega ekki með á HM en Didier Drogba, fyr- irliði Fílabeinsstrandarinnar, meiddist á olnboga í æfingaleik á móti Japan. Drogba fór strax í aðgerð og lifir enn í voninni með að ná fyrsta leik. „Þetta eru augljóslega mjög slæmar fréttir. Það eru allir í lið- inu mjög vonsviknir og finna til með Rio,“ sagði Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, sem tilkynnti fyrst um meiðsli Rio Ferdinand á blaðamannfundi strax efir æfinguna. Ferdinand meiddist eftir að hans mati sak- lausa tæklingu Emile Heskey. Ferdinand fór strax upp á sjúkrahús í myndatöku og kom þaðan út á hækjum með slæm- ar fréttir. Hann hafði meiðst á liðbandi í vinstra hné og verður frá í fjórar til sex vikur. Capello kallaði strax á Michael Dawson, leikmann Tottenham, sem tekur sæti Ferdinands í hópnum. Steven Gerrard tekur við fyrirliðaband- inu og annaðhvort Ledley King eða Jamie Carragher taka stöðu hans í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum á móti Bandaríkjunum. Didier Drogba fór úr olnboga- lið eftir aðeins fimmtán mínútna leik í 2-0 sigri Fílabeinsstrand- arinnar á Japan. Hann lenti illa eftir skrautlega tæklingu en hafði þegar komið sínu liði í 1-0. „Við erum ekki vissir um fram- haldið en við teljum að það séu einhverjar líkur á því að hann geti spilað. Auðvitað hef ég mikla áhyggjur af þessu því hann er fyrirliði liðsins og einn af bestu leikmönnum heims,“ sagði Sven- Goran Eriksson, þjálfari Fíla- beinsstrandarinnar. Drogba sagði fyrst að HM væri úr sögunni en dró það síðan til baka og talsmaður Fílabeins- strandarinnar gaf það síðan út að hann myndi ná fyrsta leik eftir tíu daga. - óój Tveir lykilmenn á HM meiddust í gær viku fyrir mót: Rio úr leik en veik von hjá Drogba VONT Didier Drogba liggur hér meiddur í jörðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.