Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 8
8 7. júní 2010 MÁNUDAGUR 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 13.900 kr. Símalán – útborgun: HUAWEI U1251 Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 34.900 kr. Símalán – útborgun: NOKIA 5230 Frábær 3G sími með stóran snertiskjá og GPS sem gerir gott ferðalag enn betra. Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! 3G Báðir símarnir styðja 3GL * Ef g re it t er m eð k re di tk or ti e r hæ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt a ð 12 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 2 11 1. Hvar ók ölvaður ökumaður yfir tvo sofandi ferðamenn í tjaldi sínu fyrir skömmu? 2. Með hvaða handboltaliði varð Aron Pálmarsson Evrópu- meistari um síðustu helgi? 3. Í höfuðið á hvaða tónlistar- manni er nýr bjór Ölstofunnar nefndur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 SAMGÖNGUR Bifreið Kristjáns L. Möller samgönguráðherra geng- ur þessa dagana fyrir eldsneyti sem unnið er úr íslensku káljurt- inni repju. Bíll ráðherra var fyllt- ur hjá Siglingastofnun en um er að ræða framleiðslu úr sérsmíð- uðum búnaði stofnunarinnar. Repjuolían er afrakstur rann- sóknarverkefnis sem felur í sér að vinna umhverfisvæna dísilolíu úr tvíærum, íslenskum káljurtum sem nefnast repja og nepja. - mþl Ráðherrabíll umhverfisvænn: Keyrir um á repjuolíu FYLLA HANN TAKK Gísli Viggósson hjá Siglingastofnun setur olíu á bílinn. VIÐSKIPTI Rúmlega milljarður tap- aðist við gjaldþrot BT en fyrir- tækið var úrskurðað gjaldþrota 4. nóvember 2008 af Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt Lögbirtingablað- inu námu kröfur verslana í bú BT, tæpum 1,2 milljörðum króna. 133 milljónir voru greiddar upp í veð- kröfur, 13 milljónir í forgangskröf- ur og greiddist skiptakostnaður að fullu. BT var í eigu Árdags sem fór fram á gjaldþrotaskipti í nóvember 2008. Hagar keyptu vörumerki BT og lager af þrotabúinu. -rat Meira en milljarður tapast: Þrotabú BT gert upp VIÐSKIPTI Stjórnendur Haga eru mótfallnir stjórnarfrumvarpi um breytingar á Samkeppniseftirlit- inu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars og gæti veitt Sam- keppniseftirlitinu víðtækar heim- ildir til að grípa inn í rekstur og skipulag fyrirtækja sem stofnun- in telur að hamli samkeppni. Þar á meðal fær eftirlitið heimild til að stokka upp fyrirtæki þótt þau séu ekki talin hafa brotið gegn ákvæð- um samkeppnislaga. Það liggur nú hjá Viðskiptanefnd Alþingis. Í umsögn Haga, sem undirrituð er af Finni Árnasyni forstjóra og Þórði Bogasyni lögmanni, er tekið undir gagnrýni annarra umsagn- araðila, svo sem Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka viðskipta- og þjónustu og Samtaka fjármálafyrirtækja. Í umsögn Haga er bent á að hætta felist í því að ein stofnun fái jafnóheft vald og ætlað sé að veita Samkeppniseftirlitinu. Stjórnendur Haga segja Sam- keppniseftirlitið lengi hafa haft horn í síðu fyrirtækisins. Uppstokk- un geti skilað sér í hærra vöruverði en ella, aukinni verðbólgu og skili það sér í hækkun vísitölu neyslu- verðs. Þá kunni það að valda upp- sögnum á starfsfólki, sem myndi helst bitna á ófaglærðu fólki. - jab STÓRMARKAÐUR Stjórnendur Haga telja vöruverð geta hækkað fái Samkeppnis- eftiritið auknar heimildir. Hagar gagnrýna frumvarp um auknar valdheimildir Samkeppniseftirlitsins: Uppstokkun gæti orðið dýr ÍSRAEL Myndband þar sem gert er grín að þeim sem voru um borð í skipalestinni sem ísraelski sjóher- inn stöðvaði í síðustu viku, lak á netið eftir slysalegan tölvupóst frá fjölmiðlaskrifstofu ísraelska for- sætisráðuneytisins. Árás ísraelska hersins hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim en í henni létust níu óbreyttir borg- arar. Blaðamaður Jerusalem Post, Caroline Glick, hefur sagst bera ábyrgð á myndbandinu og með því hafi hún ásamt félögum sínum viljað sýna afstöðu margra Ísraela til málsins. Í myndbandinu syngja ísraelskir ríkisborgarar breyttan texta við lagið „We are the world“ og syngja „We Con the World“, eða „Við blekkjum heiminn“. Ísra- elska forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um að myndbandið endurspegli hvorki afstöðu ráðu- neytisins né Ísraelsríkis. Ísraelsk stjórnvöld handtóku einnig áhöfn flutningaskips- ins Rachel Corrie á leið til Gasa með hjálpargögn á laugardaginn. Áhöfnin veitti enga mótspyrnu þegar herinn kom um borð og hefur verið vísað úr landi. -rat Myndband á netinu þar sem ísraelskir ríkisborgarar syngja miður fallegan söng: Gert grín að fórnarlömbum MÓTMÆLT Í LÍBANON Fólk safnaðist saman í miðborg Beirút í gær til þess að mótmæla því að skipið Rachel Corrie var stöðvað af Ísraelsmönnum á leið til Gasa. Skipið heitir í höfuðið á bandarísku baráttukonunni, Rachel Corrie, en hún lét lífið á Gasaströndinni árið 2003. MYND AP/NORDIC PHOTOS Skógur brann í Heiðmörk Slökkviliðsmenn börðust í tvær stundir við eld sem kviknaði í Heið- mörk, skammt frá Maríuhellum, í gærmorgun. Betur fór en á horfðist en talið er að um 400 fermetrar hafi orðið eldinum að bráð. LÖGREGLUFRÉTTIR FYRIRTÆKI Hugsmiðjan auglýsir eftir umsóknum um Samfélags- vef Hugsmiðjunnar 2010. Árviss viðburður er þegar Hugsmiðjan gefur fullbúinn vef til félagasam- taka. Vefnum fylgir Eplica-vef- umsjónarkerfi, hönnun, forritun og uppsetning en síðustu ár hafa fengið slíkan vef Götusmiðjan, Íslandsdeild Amnesty og Mann- réttindaskrifstofa Íslands. Umsækjendur þurfi að vera félagasamtök sem vinna að góð- gerðarstörfum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. - óká Hugsmiðjan kallar á umsóknir: Gefa samtökum vef með öllu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.