Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. júní 2010 9 Það er800 7000 • siminn.is Facebook, YouTube, Google, tölvupóstur og fréttamiðlarnir fylgja þér á ferðalaginu á stærsta 3G dreifikerfi landsins. Stuð á 3G netinu í símanum á ferð um landið BRETLAND Maður drukknaði í ánni Machynlleth í Wales í gær þegar hann reyndi að bjarga dóttur sinni frá drukknun. Stúlkunni var bjargað á land en hún hafði farið út í ána á eftir hundi fjöl- skyldunnar. Lögregla og slökkvilið ásamt sjúkraflutningamönnum reyndi árangurslaust að koma manninum til hjálpar upp úr ánni eins og fram kemur á fréttavef Breska ríkisút- varpsins. Maðurinn var í tjaldúti- legu með dætrum sínum tveim en fjölskyldan er frá Englandi. Faðir drukknar í Wales: Drukknaði við björgun dóttur BANDARÍKIN Meintir hryðju- verkamenn voru handteknir á JFK-flugvelli í New York í gær. Yfirvöld hafa haft auga með mönnunum síðustu fjögur árin. Bandarísk yfirvöld telja að mennirnir tilheyri sómölsku hryðjuverkasamtökunum Al Sha- baab sem eru nátengd Al Kaída og telja þau að mennirnir hafi ætlað að ræna og myrða bandaríska þegna á erlendri grund. Þeir verða færðir fyrir dómara í dag. - ls Handteknir á JFK-flugvelli: Tveir grunaðir um hryðjuverk NEW YORK Fréttamenn söfnuðust saman við heimili annars hinna hand- teknu. NÝSKÖPUN „Við eigum í viðræðum við fjár- festa og erum langt komin. En þetta tekur tíma,“ segir Haukur Davíð Magnússon, fram- kvæmdastjóri og einn stofnenda tónlistarveit- unnar og netsamfélagsins Gogoyoko. „Það er ekkert þolinmótt fjármagn á Íslandi þótt margir gefi sig út fyrir að eiga það og ákvarð- anafælni ríkjandi,“ bætir hann við. Gogoyoko gekk snemma á síðasta ári frá samningum við Nýsköpunarsjóð atvinnulífs- ins og Vilhjálm Þorsteinsson, stjórnarfor- mann CCP, um fjármögnun upp á hundrað milljónir króna. Til stóð að ljúka fjármögn- un upp á rúmar tvö hundruð milljónir króna í maí og tryggja óbreyttan rekstur næstu tvö árin. Haukur er þrátt fyrir þetta bjartsýnn. Nokkrir þeirra sem rætt er við eru erlendir fjárfestar. Þeir munu lítið spenntir fyrir því að setja áhættufjármagn í verkefni hér, ekki síst þar sem ekki er lengur hægt að kaupa varnir gegn gengissveiflum. Haukur og segir ekki útilokað að fyrirtækið flytji starfsemina úr landi af þessum sökum. Þá bjóða mörg önnur lönd betri stuðning við sprotafyrirtæki en býðst hér. „Við höfum skoðað þetta og útilokum ekkert,“ segir hann. Tuttugu manns vinnur hjá Gogoyoko. - jab FRUMKVÖÐULLINN Haukur Davíð, sem stendur á hægri hönd starfsmanns Gogoyoko, segir ekki útilokað að fyrirtækið flytji starfsemina úr landi eigi það að geta fjármagnað sig. Erfitt að finna áhættufjármagn hér á landi, segir Haukur Davíðs Magnússon, stofnandi Gogoyoko: Tónlistarveita útilokar ekki landflótta FASTEIGNIR Michael Jenkins, banda- rískur fjárfestir, hefur í gegnum félag sitt Þórsgarð ehf. keypt 25 íbúðir á Íslandi og hyggst koma þeim í útleigu. Teitur Jónasson, talsmaður Þórsgarðs og Meira-leiguhúsnæð- is, segir að áhugi á Íslandi hafi kviknað hjá Jenkins sem stundi fjárfestingar sínar á ýmsum stöð- um. Hann vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. „Jenkins metur það svo að hér séu góðir fjárfestingarmöguleik- ar til lengri tíma. Hann hefur trú á því að landið muni ná sér og að það verði aftur eftirspurn á húsnæðis- markaðnum,“ segir Teitur. Íbúðirnar sem Jenkins keypti eru í nýbyggingum á Norðurbakk- anum í Hafnarfirði, við Löngulínu í Sjálandshverfinu í Garðabæ og við Vallarkór í Kópavogi. Flestar íbúðirnar eru þriggja eða fjögurra herbergja. Meira-leiguhúsnæði mun að sögn Teits bjóða þessar íbúðir fyrir svipaða leiguupphæð og sé á markaði. Með öðruvísi skilmálum en nú tíðkist, sem miði að því að fólk leigi til langs tíma, eigi hins vegar að tryggja réttindi leigutak- ans betur, meðal annars með aukn- um uppsagnarfresti fyrir leigjand- ann. Leigusalinn njóti samt aðeins þess uppsagnarfrests sem kveðið sé á um í lögum. Þá geti leigjendur skipt um innréttingar og gólfefni kjósi þeir að gera breytingar. - gar Michael Jenkins sagður hafa trú á endureisn á Íslandi eftir efnahagshrunið: Bandarískur fjárfestir keypti 25 nýjar íbúðir til að leigja út TEITUR JÓNASSON Talsmaður Michaels Jenkins á Íslandi segir hann hafa trú á að markaðurinn hér nái sér á strik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VATIKANIÐ Páfi vill frið við botn miðjarðahafs „Ég ítreka þá skoð- un mína að alþjóðasamfélagið beiti sér tafarlaust fyrir lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðar- hafs og komi þannig í veg fyrir frekari blóðsúthell- ingar,“ sagði Benedikt 16. páfi í messu sem hann hélt í lok þriggja daga heim- sóknar sinnar til Kýpur. Páfi vill að deiluað- ilar slíðri sverðin og bindi enda á vaxandi ofbeldi. Benedikt páfi hefur áður lýst yfir stuðningi sínum við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og hefur hann hvatt þá til að standast þá freistingu að grípa til ofbeldis og hryðjuverka. - ls Átök fyrir botni Miðjarðarhafs: Páfi vill binda enda á ofbeldið BENEDIKT PÁFI FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.