Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þetta er sá meistari sem mun fylgja mér til Palestínu sem dýrlingur,“ segir Snorri með sitt alþekkta glimt í auga og bend- ir á mynd af fögrum manni sem hangir á veggnum hjá honum. Hann segir myndina hafa verið í fórum afa síns, Snorra Ólafssonar, yfirlæknis á Kristneshæli, en að eftir hans dag hafi enginn kunn- að að meta hana. Þegar hann hafi sýnt áhuga á að eiga hana hafi það verið auðsótt mál. „Ég hengdi myndina upp í stúdíóinu mínu á Akureyri og daginn eftir kom bókmenntafræðimenntuð vinkona mín í heimsókn. Hún kvaðst ein- mitt hafa séð þessa mynd daginn áður í bók frá því um aldamótin 1900 sem hún hefði fengið á bóka- safni frímúrara. Þar komumst við að því að hún er af meistara Hilar- ion sem var fæddur í Palestínu, var prestur í musteri sannleikans og hjálpar fólki að ná sambandi við alheimsvitundina.“ Frelsisstyttan er hluti af öðru verki sem Snorri gerði í tengslum við forsetaframboðið 2004. „Ég var ekki með alveg nógu góða ferilskrá til að verða forseti. Á sakaskránni var ölvunarakstur og alls konar leiðindi og ég þurfti að bæta ímynd mína. Þess vegna reyndi ég að fá heiðursborgara- nafnbót hér og þar, meðal annars á Akureyri og Seyðisfirði. Svo var mér boðið að sýna í New York og hafði samband við hana Dorrit því hún þekkir Bloomberg, borgar- stjóra þar. Hann kom samt ekki á sýninguna en ég fékk mann til að afhenda mér frelsisstyttu sem ég keypti í minjagripabúð og spreyj- aði gyllta og setti lykil að New York um hálsinn. Þetta var mjög falleg athöfn. Verk mín ganga jú dálítið út á það að stökkva upp á dekk og bjóða mig velkominn,“ segir Snorri sem einmitt er með sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Hún nefnist Moso Mongo Mem- ory Mix. gun@frettabladid.is Lét afhenda sér lykil að New York og frelsisstyttu Dýrgripirnir hans Snorra Ásmundssonar myndlistarmanns eru margvíslegir. Þar má nefna lykil að sjálfri New York-borg og mynd af meistara Hilarius sem kemur honum í samband við alheimsvitundina. „Það sem ég geri í verkum mínum er að bjóða mig velkominn á svæði sem ég er ekkert endilega velkominn á,“ segir Snorri grallaralegur með sögulega gripi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍKON geta verið mjög skemmtilegar vegg- skreytingar. Oft kemur líka virkilega vel út að vera með nokkrar ólíkar helgimyndir í mismunandi stærðum saman á vegg. SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Útsalan er hafi n á vor og sumarlista friendtex Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Laugard. frá kl 11 – 16 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.