Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 18
 7. JÚNÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Á sumrin er indælt að njóta góðviðris á vel heppnuðum sólpalli, en slík smíð er ávallt háð samþykki nágrannans. „Þeir sem búa í fjölbýlishúsi og eru með sérnotaflöt framan við íbúð sína þurfa ekki byggingaleyfi til palla- og girðingasmíða ef girð- ing eða skjólveggur er lægri en 180 sentimetrar og fjær lóðarmörkum en því sem hæð hennar nemur. Að- gætið þó vandlega að í fjöleignar- húsum þarf skilyrðislaust sam- þykki meðlóðarhafa fyrir öllum tilfæringum á lóðinni og því fer enginn út í það að smíða pall, skjól- vegg eða girðingar án þess að hafa samþykki allra íbúa í öllum stiga- göngum fjölbýlishússins áður. Lóðin er sameign og sérnotaflöt breytir í engu hlutdeild eigenda í lóðinni heldur er aðeins afmarkað- ur hluti lóðar til einkanota,“ segir Magnús Sædal Svavarsson bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkur um leyf- isveitingar vegna palla- og girð- ingasmíða við fjölbýlishús. „Um slíkar framkvæmdir gilda ákvæði fjöleignarhúsalaga númer 26 frá 1994 um samþykki meðeig- enda og þar kemur fram í ítarlegu máli að allir sem einn þurfi að sam- þykkja framkvæmdirnar.“ Magnús segir æ meira áberandi að útlit sé ekki samræmt við fjöl- býlishús þegar kemur að palla- og girðingarsmíðum á sérnotaflötum. „Því miður kaupa margir staðl- aðar byggingaeiningar fyrir þessar smíðar og hver eftir sínum smekk, en vitanlega eiga pallar og skjól- veggir við sama fjöleignarhús að líta eins út svo heildarútlit sé sam- ræmt. Okkar embætti gegnir því hlutverki að meta form og hlut- föll og við krefjumst samræm- is svo heildarsvipur glatist ekki og útkoman verði eins og í Kardi- mommubænum. Aðrir íbúar húss- ins hafa svo líka um þetta að segja og geta gert kröfu um að girðing sé fjarlægð með því að beita ákvæðum fjöleignarhúsalaga,“ segir Magnús sem er einlægur stuðningsmaður gróðurs í stað girðinga og mælir gjarnan með þeirri góðu lausn í deilumálum sem lúta að byggingu girðinga. „Margir reisa girðingar og ímynda sér að þeim fylgi gott skjól en staðreyndin er sú að girðingar skekkjast í vindum því frá þeim er illa gengið og því mun heppilegra að koma sér upp góðum runnagróðri í kringum svona svæði og halda niðri með trjáklippingum. Sjálfur bý ég í Nágranninn ræður alltaf Hér er útlit skjólveggja við íbúðir sömu blokkar í hrópandi ósamræmi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við þetta fjölbýlishús hafa sólpallar og skjólveggir samrýmt heildarútlit, eins og lög og reglur kveða á um, og verður til fyrirmyndar um ókomna tíð, því ósamræmi skerðir mjög fagurfræðilegt heildarútlit sameignar utanhúss. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Magnús Sædal Svavarsson heima á sólpallinum sínum, sem að sjálfsögðu er smíð- aður með tilsettu byggingarleyfi. Hér stendur hann við alparifsið góða sem gegnir hlutverki girðingar og er jafn sterkt og þétt að vetri til, þótt laufskrúðið láti undan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN T rjáfelling er vandasamt verkefni. Mikilvægt er að hafa til þess menntun, reynslu og sérhæfð verk- færi. Víða eru aðstæður erfiðar, meðal annars getur plássleysi og hæð trjáa valdið því að nauðsynlegt er að beita sérhæfðum búnaði. Reglur um trjáfellingar geta verið breytilegar á milli sveitarfé- laga. Í flestum sveitarfélögum ber mönnum skylda til að sækja um leyfi til að fella tré sem eru hærri en 8 metrar eða eldri en 60 ára. Mikilvægt er að kynna sér reglur viðkom- andi sveitarfélags og sækja um tilskilin leyfi áður en tré er fellt. Tilgangur trjáfellinga getur verið margvíslegur. Öll tré hafa ákveð- inn líftíma sem er breytilegur á milli tegunda. Garðtré hafa almennt styttri líftíma en tré sem vaxa við „náttúrulegar aðstæður“, til dæmis í skógum. Einnig geta ýmsir sjúkdómar og vanþrif hrjáð trjágróður. Margar trjátegundir verða hávaxnar og skyggja þar af leiðandi á sól og útsýni. Best er að slíkum trjám sé ekki plantað í smærri garða eða á staði þar sem fyrirséð er að þau munu valda vandamálum og óánægju. Á móti kemur að slík tré gefa af sér mikið skjól gegn veðri og vindum og setja sterkan svip á útlit lóðar og götumynd. Trjáfelling skal því allt- af vera vel ígrunduð þar sem hún verður ekki tekin til baka. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fella tré og öll nauðsynleg leyfi liggja fyrir er rétt að meta aðstæður til fellingar. Oft er hæð og staðsetning trés þannig að illmögulegt er að fella það í einu lagi. Þá er nauðsynlegt að fjarlægja tréð í nokkrum áföngum. Sýna þarf aðgát þar sem þungar greinar geta valdið slysum og tjóni. KOLLUN Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að saga ofan af stofni trjáa t.d. öspum. Slík aðgerð kallast „Kollun“. Þessi vaxtarstýring þykir afar óheppileg og skilar ekki árangri til lengri tíma. Eftir að sagað er ofan af trénu myndast mikill greinavöxtur við sárið þar sem tréð reynir að mynda nýjan topp. Króna trésins verður ójöfn, fær á sig leiðinlegt útlit og kallar á mikið viðhald. Einnig myndar tréð gjarnan mikið af rótar- skotum. Alvarlegasti ókostur kollunar er að tréð getur ekki lokað sár- inu, sjúkdómar og rot eiga greiðan aðgang að stofninum og tréð deyr á nokkrum árum. Fáðu ávallt álit fagmanns, þ.e. garðyrkjumanns með sérhæfða mennt- un og réttindi, áður en þú tekur vandasama ákvörðun um óafturkræfar aðgerðir á trjágróðri. Sjá nánar um trjáfellingar og önnur verkefni garðeigandans á heimasíðunni www.meistari.is Mikilvægt er að kynna sér reglur um trjáfellingar og sækja um tilskilin leyfi áður en tré er fellt. MYND/MAGNÚS BJARKLIND ● HAFÐU ÞETTA Í HUGA ÁÐUR EN ÞÚ HEFST HANDA + Leyfi þarf frá öllum eigendum hússins áður en sólpallur og skjól- veggir eru byggðir við sérnotaflatir. + Byggingarleyfi verður að liggja fyrir ef skjólveggur nær 180 senti- metra hæð. + Meðeigendur þurfa allir sem einn að samþykkja framkvæmdir sem orsaka verulega breytingu á heildarútili húss. + Trjágróður getur verið mun hentugri lausn í skjólveggi og girðingar en timbur og annar efniviður til slíkra bygginga. + Árlega þarf að rífa fjölmarga sólpalla og skjólveggi vegna skorts á byggingarleyfi og samþykki meðeigenda. einbýlishúsi með stórri verönd þar sem ég setti niður alparifs og um miðjan maí var það orðið iðjagrænt og lokað, sem virkar eins og fínasta girðing sem þarf aldrei að bera á olíudropa til viðhalds. Þennan kost notar fólk ekki nægilega mikið, en trjágróður brýtur vind miklu betur niður en þunnar girðingar sem vegna sogs myndar trekk á svæð- inu. Skjólgirðingum og gróðri ætti því að blanda meira saman og nota kostina sitt á hvað.“ Magnús segir eftirlit lítið sem ekkert með palla- og girðingasmíð- um landsmanna en ágreiningsmál komi reglulega á borð byggingar- fulltrúa þegar nágrannar fara í hár saman. „Sem betur fer er þorri fólks það hygginn að tryggja sig fyrirfram og fá bæði byggingarleyfi og sam- þykki nágranna áður en ráðist er í verkið, en margir eru líka á gráu svæði og við fáum til okkar mörg mál þar sem samþykki og bygg- ingarleyfi eru í lausu lofti og enda með að rífa þarf niður girðingar og palla. Um þetta þurfa húseigendur að vera meðvitaðir og alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig því við eigandaskipti getur margt breyst og rimma skapast þegar fyrir ligg- ur hvorki skriflegt leyfi fyrri eig- anda né byggingarleyfi fyrir smíð- inni.“ - þlg GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ MAGNÚS BJARKLIND Um trjáfellingar HÓPFERÐ 11. - 20. SEPTEMBER með Norwegian Jade glæsilegu skemmtiferðaskipi. Í boði er mikið úrval skoðunarferða á meðan legið er í höfn. Sunnud. BROTTFÖR FRÁ BARCELONA kl.17:00 Mánud.. MONTE CARLO, MONACO. Þriðjud. LIVORNO(FLORENS,PISA) Miðvikud. CIVITAVECCHIA(RÓM) Fimmtud. NAPÓLI Föstud. SKEMMTISIGLING Laugard. PALMA MALLORKA Sunnud. BARCELONA www.ncl.eu STANGARHYL 1 · 110 REYKJAVIK · SÍMI: 570 8600 · FAX: 552 9450 NETFANG: INFO@SMYRIL-LINE.IS · HEIMASÍÐA: WWW.NORRÆNA.IS Ferðaskrifstofa 4 sæt i laus! SKEMMTISIGLING MEÐ NORWEGIAN CRUISE LINE www.norræna.is M kr. 299.000 (Verð frá kr. 299.000 pr. mann) Innifalið: Flug, 2 nætur í Barce- lona, viku sigling með fullu fæði, frí herbergisþjónusta og ferðir til og frá flugvelli. Fararstjóri: Skúli Unnar Sveinsson AÐEIN S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.