Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 31
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2010 3 Hótel Búðir á Snæ- fellsnesi eftir Rakel Önnu Jónasdóttur. Breiðholtskirkja í Mjódd eftir Sigríði Guðmundsdóttur. Meðal verkefna sem nemendur á listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði unnu á síðasta vetri var líkanagerð af byggingum að eigin vali í stærð- inni 1:100. Eitt af skilyrðunum var að efnið væri það sama og í fyrir- myndunum. Hér sjáum við sýnishorn af því hvernig til tókst. Í smækkaðri mynd Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti eftir Þorstein Ásgeirsson. Ráðhús Vestmannaeyja eftir Helenu Ósk Magnúsdóttur. Nemendur Sæmundarskóla, kenn- arar og sjálfboðaliðar frá SEED‘s samtökunum sinntu í síðustu viku ýmiss konar uppbyggingu í hinu ævintýralega Sæmundarseli við Reynisvatn. Sæmundarsel er úti- svæði skólans sem nemendur, kenn- arar, foreldrar og fleiri hafa byggt upp síðastliðið ár. „Foreldrafélagið í skólanum fékk styrk frá forvarna- og framfara- sjóði Reykjavíkurborgar til að betr- umbæta útisvæði Sæmundarskóla,“ segir Guðmundur Hrafn Arngríms- son um upphaf Sæmundarsels. Hann er landslagsarkitekt sem kom að verkefninu fyrst sem foreldri í Sæmundarskóla en hefur undan- farið verið verkefnisstjóri útisvæða skólans. Byrjað var á uppbyggingu síðast- liðið vor og mikið hefur gerst á einu ári. „Búið að koma fyrir ýmsum leiktækjum og þrautum í trjánum og heljarmiklum trjákofa,“ segir Guðmundur. Einnig hefur aðstað- an til atburðahalds verið betrum- bætt en í Sæmundarseli eru haldn- ir tónleikar, jólaböll og skólaslit svo fátt eitt sé nefnt, og útikennsla fer einnig fram þar. Og hvert er næsta skref? „Það er að byggja upp kennsluaðstöðuna frekar og draumurinn er að fá raf- magn og rennandi vatn á staðinn og í framhaldinu litla inniaðstöðu.“ - sg Þrautabrautir í skóginum Sæmundarsel er sannkallaður ævintýraheimur. MYND/JÓN RAGNAR JÓNSSON Máluð voru skilti með skilaboðum til gesta. Kringlan á Mela- skóla eftir Freydísi Karlsdóttur. Norræna húsið í Vatnsmýrinni eftir Ástu Olsen.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.