Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 46
26 7. júní 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Fræga fólkinu finnst þetta svakalega sniðugt og við gefum öllum eintak af sínu spili,“ segir Halldóra Jónsdóttir. Halldóra og systir hennar Þórhildur Bergljót Jón- asdóttir hafa útbúið rúmlega 80 stjörnuspil með myndum af frægum Íslendingum. Halldóra segir þær systur hafa lítinn áhuga á fótboltamyndunum sem eru í boði og hafi því ákveðið að fara í eigin útgerð. Ásamt myndum af fólkinu gefa systurnar því einkunn á spilunum eftir fegurð og hæfileik- um á leik- og söngsviðinu. „Við ætluðum bara að hafa 40 spil, en svo þurftum við alltaf að bæta fleirum við vegna þess að við föttuðum að fleiri væru frægir,“ segir Halldóra. „Við enduðum í 80 og ákváðum að gera ekki fleiri. En við erum ennþá að fatta hverjum við gleymd- um.“ Á meðal þeirra sem systurnar hafa tekið fyrir eru Unnur Ösp og Björn Thors, en þau fá bæði háar einkunnir fyrir fegurð og leiklistarhæfileika - þó að Unnur sé reyndar talin ögn sætari. Þau eru meðal þeirra sem hafa svarað kalli systranna um að árita myndirnar. „Það eru 48 búnir að segja já. Það eiga einhverjir eftir að svara eða nenna þessu ekki,“ segir Halldóra. „Við sendum spilin útprentuð í pósti og þau senda svo til baka þegar þau eru búin að skrifa á þau.“ - afb Systur framleiða stjörnuspil ATHAFNASYSTUR Systurnar Halldóra og Bergljót frá Bolungarvík með spilin góðu. ÁRITUÐU MYNDIR Unnur Ösp og Björn Thors hafa bæði áritað mynd af sér. LÁRÉTT 2. tún, 6. skammstöfun, 8. hár, 9. mánuður, 11. 999, 12. stöðvun, 14. reika, 16. sjó, 17. dýrahljóð, 18. ennþá, 20. borðaði, 21. merki. LÓÐRÉTT 1. án, 3. tvíhljóði, 4. planta, 5. angan, 7. gola af hafi, 10. strá, 13. tunnu, 15. arða, 16. er, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. hagi, 6. eh, 8. ull, 9. maí, 11. im, 12. aflát, 14. ramba, 16. sæ, 17. urr, 18. enn, 20. át, 21. mark. LÓÐRÉTT: 1. nema, 3. au, 4. glitbrá, 5. ilm, 7. hafræna, 10. íla, 13. ámu, 15. arta, 16. sem, 19. nr. BESTI BITINN Í BÆNUM „Mér finnst Icelandic Fish & Chips æðislegur.“ Margrét Kaaber, millistjórnandi Listahópa Hins hússins Blaðamaður eins stærsta homma- blaðs heims, Gay Times, fullyrð- ir á bloggi blaðsins að Hera Björk hafi verið rænd sigrinum í Euro- vision. Íslenska söngkona sé það besta sem hafi komið fyrir sam- kynhneigða menningu og tónlist í langan tíma. Íslenska lagið, Je ne sais Quoi, hafi verið besta lagið í keppninni og það sé næstum óskilj- anlegt af hverju hún hafi ekki verið ofar. Þá hrósar hann myndbandi lagsins í hástert. Hera Björk segir sjálf mikið líf eftir 19.sætið í Ósló, samkynhneigða menningarsenan hafi óskað eftir kröftum hennar og henni hafi nú þegar borist boð um að syngja í Gay Pride-göngum í Berlín, Munchen, Svíþjóð og New York. Fréttablaðið ræddi stuttlega við blaðamanninn Bob Thompson sem fór fyrir hönd blaðsins á Euro- vision. Hann segir eina ofurein- falda ástæðu fyrir því af hverju íslenska lagið fékk ekki fleiri stig. „Allir vita að atkvæðagreiðslan í Eurovision er byggð á kunnings- skap þjóða. Og það kemur Íslandi aldrei vel. Svo þegar jafn virtir Eurovision-lýsendur og Graham Norton gera gys að Íslandi þá geri ég ráð fyrir því að áhorfendur heima í stofu hafi fyrst og fremst hlustað á brandarana hans en ekki lagið,“ segir Bob sem spáir því að lagið eigi eftir að njóta mikillar hylli á skemmtistöðum fyrir sam- kynhneigða. Eins og Fréttablaðið greindi frá skömmu fyrir keppni þá virtist Hera Björk hafa unnið heitustu aðdáendur Eurovision- keppninnar á sitt band en þeir eru flestir samkynhneigðir karlmenn. Bob segir enga eina skýringu á því af hverju Hera sé elskuð af þessum hópi. „Án þess að vilja ýta undir einhverjar steríótýpur þá elska hommar dívur. Hera er slík díva að hún nær þessari nærveru, glæsi- leika og kraftmiklu rödd án þess að vera yfirlætisleg. Sem gerir hana að dívu. Svo er lagið líka algjör snilld.“ Hera Björk er fyllilega meðvit- uð um að þessi hópur hugsi hlýlega til hennar. Það sjáist bara á þeim tilboðum um tónleikahald sem hún hafi fengið að undanförnu. „En það eru ekki bara hommar heldur hef ég fengið tölvupósta í gegnum heima- síðuna mína frá húsmæðrum sem eru ákaflega þakklátar fyrir það sem mér tókst og sjá í því ákveð- ið tækifæri,“ segir Hera en eins og áður segir hefur hún verið beðin um að troða upp á gleðigöngum um alla Evrópu og í Bandaríkjun- um. Hera er á leiðinni til Hollands um næstu helgi að syngja á risa- stórri tónlistarhátíð og hún segist finna fyrir miklum meðbyr. „Sam- kynhneigðir hafa bara einfaldlega góðan smekk. Þetta er stór markað- ur og ekki má gleyma því að þetta er fólk sem á peninga og kaupir plötur.“ freyrgigja@frettabladid.is HERA BJÖRK: ÞAÐ ER LÍF EFTIR 19. SÆTIÐ Hommablað segir Heru hafa verið rænda sigrinum ELSKUÐ AF HOMMUM Hera Björk er elskuð af samkynheigðu senunni eftir frammi- stöðu sína í Eurovision. Blaðamaður hommablaðsins Gay Times fullyrðir að Hera hafi verið rænd sigrinum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 12 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið „Mér líst bara vel á þetta, ég bý náttúrulega í Hafnarfirði þannig að þetta kemur mér í sjálfu sér ekkert við,“ segir Pétur Jóhann Sig- fússon. Hann sá það fyrir að Besta flokknum myndi ganga jafnvel og raun bar vitni því það sé einfaldlega í eðli Jóns að gera hlutina af fullum krafti, alltaf. Jón Gnarr sest í borgarstjórastólinn þann 15. júní og það kemur Pétri Jóhanni ekkert ofsalega mikið á óvart. „Jón langaði einu sinni í myndavél þegar við vorum að gera vakta- seríurnar. Hann meðhöndlaði allar mynda- vélar sem hann komst í, hjá tökuliðinu, bún- ingafólkinu. Og spurði alla hver væri besta myndavélin. Þegar hann svo loksins fékk sér myndavél sjálfur þá var hún auðvitað lang- flottust,“ útskýrir Pétur og bætir við að hið sama hafi átt við þegar verðandi borgar- stjóri uppgötvaði að Bjarkarlundur, hótelið þar sem Dagvaktin var tekinn upp, væri net- laus. „Hann linnti ekki látum fyrr en það var komið netsamband.“ Pétur og Jón léku sennilega eitt eftirminni- legasta sjónvarpspar Íslandssögunnar, hnakk- ann Ólaf Ragnar og sérvitringinn Georg Bjarnfreðarson. Ein af eftirminnilegustu senum þáttaraðanna er án nokkurs vafa þegar Georg les yfir hausamótunum á Ólafi fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn gegn pizzum og bjór. Pétur Jóhann segist óska þess að Jón Gnarr fari með Besta flokkinn í útrás um allt land. „Hann væri allavega fínn bæjarstjóri í Hafnarfirði, kannski bara sem landsstjóri yfir öllu landinu.“ -fgg Pétur Jóhann vill Jón Gnarr í Fjörðinn EFTIRMINNILEGT SJÓNVARPSPAR Pétur Jóhann og Jón Gnarr léku eitt eftirminnilegasta sjónvarpspar seinni tíma, þá Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson. Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, gerði góða hluti á árlegu golfmóti bæjarstarfsmanna sem fram fór á Hval- eyrarholtsvelli. Valdi- mar þykir nokkuð liðtækur kylfingur en hann hafnaði í þriðja sæti og þakkaði pent fyrir sig við verðlaunaafhendingu. Valdimar er bróðir Ólafs Más Svav- arssonar sem á hlut í ferðaskrif- stofunni elvesandtrolls.is með Birni Inga Hrafnssyni. Og það ríkir mikil spenna um hverjir fá formennsku í nefndum Reykjavíkurborgar eftir að meirihluti Samfylk- ingar og Besta flokks- ins kynnti samstarf sitt. Dr. Gunni hefur verið áber- andi í meirihluta- viðræðum flokk- anna tveggja og var meðal þeirra sem kynnti nýja borgarstjórnarmeiri- hlutann uppá Æsufellsblokkinni. Dr. Gunni hlýtur að vera kjörinn í menningar-og ferðamálaráð eftir að hafa verið andlit Iceland Express um nokkurt skeið. Hinir menningasinnuðu fulltrúar Besta flokksins hljóta jafnframt að renna hýru auga til nefnda og ráða á borð við Listahátíðarnefnd og Íþrótta-og tómstundaráðs en hún fer einmitt með málefni fjölskyldu- og húsdýragarðsins sem hefur verið flokknum alveg sérstaklega hugleikinn og þá sérstaklega sú ósk hans að fá ferðaþreyttan ísbjörn í endurhæfingu. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Patreksfirði 2 Kiel 3 Steingrímur Eyfjörð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.