Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 8
8 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Á hverju verður beitarfiskur alinn í hlývatnseldi á Flúðum? 2. Hvað gerði Anthony Gaskell, 69 ára hlaupari, sem átt besta tímann í maraþoni eldri borg- ara í London á dögunum? 3. Hvað strikuðu margir kjósendur Sjálfstæðisflokks yfir nafn Gísla Marteins í nýaf- stöðnum kosningum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglulegan sparnað 13,9% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 10.000 kr. en 5.000 kr. í reglulegum sparnaði Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 30.04.2005-30.04.2010. FRÉTTASKÝRING Hvernig stendur Sjálfstæðisflokkurinn eftir kosn- ingar? Sjálfstæðisflokkurinn hlaut mun minna fylgi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum en fyrir fjórum árum. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því flokkurinn bætti sig töluvert frá kosning- um til Alþingis í fyrra, en þá galt hann mikið afhroð. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við eru nokkuð ánægðir með útkomu kosning- anna. Þeir eru á einu máli um að ósanngjarnt sé að miða við síðustu sveitarstjórnarkosning- ar; þá hafi flokkurinn verið í mikilli uppsveiflu í miðju góðæri. Skellurinn hafi komið eftir hrun- ið og úrslitin nú sýni að flokkurinn sé að endur- heimta traust hjá kjósendum. Einn viðmælenda blaðsins orðaði það svo að úrslitin sýndu að flokkurinn hefði lifað hrunið af. Úrslitin í Reykjavík og Akureyri eru þó von- brigði. Að einhverju leyti má skýra þau með utanaðkomandi áhrifum; Lista fólksins nyrðra og Besta flokknum syðra, en stjórnmálamenn bera engu að síður ábyrgð á niðurstöðunum. Ljóst var að Sigrún Björk Jakobsdóttir var óvin- sæl í aðdraganda kosninganna og hún hefur nú sagt af sér. Í Reykjavík var staðan allt önnur. Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur vinsælda í embætti sem borgarstjóri. Mun meiri vinsælda en flokk- urinn sjálfur í borginni. Hún er engu að síður oddviti listans og ber að því leytinu ábyrgð á úrslitunum. Styrkjamálin eru stóra málið hjá Sjálfstæðis- flokknum um þessar mundir og heimildarmenn blaðsins eru sammála um að hann sé ekki búinn að bíta úr nálinni með þau. Á Alþingi situr Guð- laugur Þór Þórðarson, sem þáði 25 milljónir í styrki, og í Reykjavík Gísli Marteinn Baldurs- son, sem þáði 10,5 milljónir. Þó aðrir hafi þegið minna er þó víða um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Guðlaugur Þór er sagður ætla að sitja svo lengi sem honum er sætt. Ljóst er að formaður- inn mun trauðla leggja að honum að hætta og því er málið í raun í höndum Guðlaugs sjálfs. Ljóst er að mörgum Sjálfstæðismönnum þykir málið erf- itt og nokkurrar reiði gætti í garð Guðlaugs hjá mörgum þeim sem Fréttablaðið ræddi við. Í lok júní verður haldinn aukalandsfundur hjá flokknum og viðmælendur blaðsins telja að styrkjamálin verði áberandi þar. Þá liggur fyrir að skipta verður um varaformann, þar sem Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir mun segja af sér. Hún hætti einnig tímabundið á þingi, en heim- ildir herma að hún muni snúa aftur í haust. Ill- ugi Gunnarsson hætti einnig tímabundið á þingi, en hans mál eru óljósari, þar sem beðið er rann- sóknar á peningamarkaðssjóðum bankanna. Ill- ugi sat í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni. Kjósa þarf arftaka Þorgerðar Katrínar á auka- landsfundinum. Ólöf Nordal hefur ein lýst yfir framboði, en líklegt er að fleiri geri slíkt hið sama. Þar er Hanna Birna oftast nefnd. Heim- ildarmönnum blaðsins ber saman um að kona verði kosin í starfið og nafn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur hefur einnig borið á góma. Bjarni Benediktsson tók við sem formaður í kjölfar hrunsins. Tvennum sögum fer af stöðu hans innan flokksins. Stuðningsmenn hans telja að honum hafi gengið ágætlega að endurheimta traust kjósenda. Hann hafi haldið opna fundi víða, þar sem hann fór yfir rannsóknarskýrsl- una og svaraði spurningum. Þá þykir sumum ótækt að meta forystu hans eftir svo skamman tíma í embætti. Gagnrýnendur hans telja hins vegar að honum hafi ekki gengið nógu vel að gera upp við fortíð- ina. Sjálfur hafi hann óheppileg tengsl við ýmsar viðskiptafléttur, sem heimildarmenn blaðsins telja þó að gert hafi verið of mikið úr, og þá hafi hann ekki sýnt skelegga forystu þegar kemur að styrkjamálum. Annað mál er hvort einhver mun bjóða fram gegn Bjarna. Rík hefð er fyrir því innan flokks- ins að styðja sitjandi formann, þó Davíð Oddsson hafi rofið hana árið 1991. Þá er arftaki Bjarna ekki í sjónmáli. Kristján Þór Júlíusson bauð sig fram gegn honum í fyrra og nokkuð var rætt um að hann endurtæki leikinn. Staða hans þykir hins vegar ekki eins sterk og þá og nefna menn að úrslitin í hans heimabæ, Akureyri, hafi veikt hann. Þá heyrist nafn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, einnig nefnt. Það þykir þó ekki líklegt, þar sem formaður flokksins verði að eiga sæti á Alþingi. Það gæti því farið svo að Bjarni sæti áfram, einfaldlega af því enginn annar fari í framboð. kolbeinn@frettabladid.is Flokkur í skugga styrkja Styrkjamál hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið og munu lita landsfund í sumar. Staða formannsins er óljós en ólíklegt er að hann fái mótframboð. Nýr varaformaður mun taka við á fundinum. ANNAÐ EÐA BÆÐI? Nýr varaformaður tekur við af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á aukalandsfundi flokksins í lok júní. Óvíst er hvort Bjarni Benediktsson fær mótframboð í formanninn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRETLAND, AP Ættingjar leigubíl- stjórans Derricks Bird, sem skaut tólf manns á norðvestanverðu Eng- landi í síðustu viku, segjast ekk- ert skilja í því hvað varð til þess að morðæðið rann á manninn. Meðal hinna látnu er David, bróð- ir Derricks, og lögmaður fjölskyld- unnar. „Við erum algerlega miður okkar vegna dauða föður okkar, Derricks Bird,“ segja synir hans, Graeme og Jamie Bird, í yfirlýsingu sem sókn- arprestur þeirra sendi fjölmiðlum. „Gagnvart okkur var hann við- kunnanlegasti maður sem hægt var að kynnast. Hann var ástkær faðir og nýorðinn afi,“ segir í yfir- lýsingunni. „Við viljum segja að við vitum ekki hvers vegna pabbi okkar framdi þessa hræðilegu glæpi. Við erum báðir fullir sektarkenndar.“ Brian Bird, bróðir Derricks og Davids, sendi einnig frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann segir fjölskyld- una vera í sorg. „Missir beggja bræðra minna er skelfilegur. Þeir voru báðir mjög umhyggjusamir fjölskyldumenn,“ segir hann. „Við getum ekki gefið neinar skýringar á því hvers vegna Derrick tók upp á því að fremja þessa glæpi. Við erum í áfalli og skelfingu lostin.“ - gb Bróðir og synir leigubílstjórans tjá sig um morðæðið í Bretlandi: Miður sín og furðu lostnir TIL MINNINGAR UM HINA LÁTNU Maður les á kort með blómum sem lögð hafa verið á vettvang nokkurra morðanna. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum var kölluð út aðfara- nótt mánudags þegar tilkynnt var um fjóra nakta karlmenn á hlaup- um við ráðhús bæjarins, að því er segir á vef Eyjafrétta. Lögreglan hafði hendur í hári viðkomandi manna og gáfu þeir þá skýringu á athæfi sínu að þeir hefðu manað hver annan upp í að hlaupa naktir í drykkju- leik. Var þeim gerð grein fyrir því að svona hegðun væri utan velsæmismarka. - mþl Hlupu um naktir: Strípalingar teknir í Eyjum HJÁLPARSTARF Í fárviðri sem gekk yfir Pakistan um helgina hrundu útveggir nýjasta skóla ABC barnahjálpar í landinu. Skólinn er heimavistarskóli fyrir 700 börn. „Flytja þurfti öll 700 börnin í burtu í skyndingu og koma þeim fyrir á öruggum stöðum,“ segir í tilkynningu ABC barnahjálpar. „Börnin voru í miðjum prófum þegar óveðrið reið yfir. Í því slitn- uðu tré upp með rótum, bílar fuku og rafmagnslaust varð.“ Nemend- urnir meiddust ekki en matráðs- kona lítillega þegar hún fauk út í skurð. „ABC barnahjálp lýsir yfir neyðarástandi og biðlar til lands- manna að hjálpa til við að endur- reisa vegginn og byggja varanlegt skólahúsnæði fyrir börnin.“ - óká Neyðarkall frá Pakistan: Sjö hundruð börn án skóla HÚNAÞING Skúli Þórðarson hefur verið endurráðinn í starf sveitar- stjóra Húnaþings vestra. Sveitar- stjórn Húnaþings vestra kemur saman til fyrsta fundar eftir kosn- ingar 15. þessa mánaðar. Framboð sjálfstæðismanna og óháðra fékk hreinan meirihluta í kosningun- um, fjóra fulltrúa af sjö. Leó Örn Þorleifsson gegnir embætti oddvita sveitarfélags- ins og Sigurbjörg Jóhannesdóttir verður formaður byggðaráðs, að því er fram kemur í tilkynningu sveitarfélagsins. - óká Fyrsti fundur eftir kosningar: Sveitarstjórinn heldur starfinu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.