Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2010 11 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 42 49 6 Kr. 109.900 Queen Apartments *** Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 10 eða 11 nætur. Sértilboð 29. júní og 10. júlí. Aukalega fyrir hálft fæði kr. 2.000 kr. á dag fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn (að 12 ára aldri). Sértilboð. Kr. 149.900 Hotel Bitez Garden Life **** með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi með „öllu inniföldu” í 11 nætur. Sértilboð 29. júní. Aukalega m.v. 10 nátta ferð 10. júlí kr. 8.000 á mann. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” í 11 nætur kr. 164.900. Sértilboð 29. júní. Aukalega m.v. 10 nátta ferð 10. júlí kr. 8.000 á mann. Frá kr. 109.900 Án fæðis eða með „öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 29. júní í 11 nætur og 10. júlí í 10 nætur. Í boði eru frábær sértilboð á gistingu á Queen Apartments og Hotel Bitez Garden Life ****, í hinum skemmtilega Bitez bæ. Queen Apartments er gott og notalegt fjölskyldurekið íbúðahótel sem býður góðan aðbúnað og mjög góða staðsetningu. Í boði er að kaupa sérstaklega fæði (bæði morgunverð og kvöldverð). Hotel Bitez Garden Life er fallegt og gott hótel sem býður einstaklega góðan aðbúnað og fjölbreytta þjónustu. Hótelið var endunýjað á smekklegan hátt fyrir um tveimur árum. Örstutt að ganga á ströndina og í miðbæinn. Á hótelinu er „allt innifalið” sem felur m.a. í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð auk innlendra óáfengra og áfengra drykkja. Fyrir ýmsa aðra þjónustu á hótelinu getur þurft að greiða sérstaklega. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfisstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasta áfangastaður Tyrklands. Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum. 29. júní eða 10. júlí Bodrumí Tyrklandi Ótrúleg sértilbo ð! Queen A partmen ts (með eð a án fæð is) Hotel Bi tez Gard en Life • Frábæ r staðset ning • Góðu r aðbúna ður • „Allt i nnifalið” Úrval ríkisskuldabréfasjóða Reiðubréf ríkistryggð Sparibréf stutt Sparibréf meðallöng Sparibréf löng Sparibréf verðtryggð1 Sparibréf óverðtryggð 1 7,09%* 9,56%* 13,24%* 15,05%* – – Ríkisskuldabréfasjóðir Enginn munur á kaup- og sölugengifram til 1. júlí Sjóðir sem bera ávöxt Landsbankinn býður upp á sex ríkisskuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir eru með sömu fjárfestingarstefnu en mismikla vaxtaáhættu. Munurinn felst aðallega í lengd þeirra skuldabréfa sem fjárfest er í og hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa. Sjóðirnir hafa skilað betri ávöxtun en almennir innlánsreikningar síðasta árið og henta vel fyrir reglubundinn sparnað. N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 4 9 2 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4040 Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. og vörslufélag þeirra er NBI hf. (Landsbankinn). Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Nánari upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr þeim á landsbankinn.is og á landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim. * Nafnávöxtun sl. 12 mánuði m.v. 28. maí 2010. 1. Sjóðurinn tók til starfa þann 7. maí 2010 og þar af leiðandi liggja upplýsingar um nafnávöxtun ekki fyrir. ALÞINGI Það gekk maður undir manns hönd í forsætisráðuneyti, bankaráði Seðlabanka og efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis til að tryggja Má Guðmundssyni 400 þúsund krónum hærri laun en kjararáð hafði ákveðið að seðla- bankastjóri skyldi þiggja, sagði Sigurð- ur Kári Kristj- ánsson, Sjálf- stæðisflokki, á Alþingi í gær. Sigurður Kári og Birkir J. Jónsson, Fram- sóknarflokki, gerðu að umtals- efni kjaramál Seðlabankastjóra. Birkir spurði hvort Jóhönnu fynd- ist eðlileg stjórnsýsla að menn vél- uðu um launamál seðlabankastjóra bak við tjöldin. Jóhanna Sigurðardóttir ítrekaði að hún hefði engin afskipti haft af launamálum seðlabankastjóra og engin fyrirheit gefið um þau mál. Seðlabankastjóri, ráðuneytisstjóri og formaður bankaráðs hafi stað- fest það á fundum efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Hins vegar kæmi það spánskt fyrir sjónir ef það væri rétt sem Sigurður Kári staðhæfði í umræð- unni, að bankaráð ætli að greiða Má 400.000 krónum hærri laun á mánuði en Kjararáð ákvað. Fyrir því væri engin heimild. Jóhanna brást hart við gagn- rýni Sigurðar Kára og beindi spjótum að Morgunblaðinu, sem sagði fyrst frá tölvupóstum frá Má til Jóhönnu, sem lagðir voru fram á fundi þingnefndar máli Jóhönnu til stuðnings. Hún sagði að 400 þúsund krónur væri ein- mitt sú launahækkun á mán- uði sem Davíð Oddsson hefði skammtað sjálfum sér eftir að hann varð seðlabankastjóri. Nú hefði hann hrökklast frá Seðla- bankanum en stýrði Morgun- blaðinu og skemmti sér þar við að leggja forsætisráðherrann hvar- vetna í einelti. Jóhanna taldi líka rétt að minna á að Sigurður Kári hefði ekki upp- lýst hverjir styrktu hann um 4,6 milljónir króna í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Hann væri því ekki trúverðugur talsmaður gagn- sæis og opinnar stjórnsýslu. Sigurður Kári sagði þessi orð Jóhönnu „einhverja aumustu smjörklípu“ sem hann hefði orðið vitni að í þingsal. Jóhanna bæri ábyrgð á pólitískri spillingu varð- andi laun seðlabankastjóra. Jóhanna sagði að Sigurði Kára færi illa að ræða um smjörklípur meðan hann væri sjálfur að sóa mörgum klukkustundum af tíma önnum kafins Alþingis í þetta mál þótt þeir sem að því komu hafi allir skýrt frá því að Jóhanna hefði engin fyrirheit gefið. peturg@frettabladid.is Segir banka- ráð halda sínu striki Ásakanir um smjörklípur og einelti gengu á víxl í þingsal í umræðum um laun Seðlabankastjóra. Sig- urður Kári heldur því fram að Seðlabankastjóri eigi að fá 400 þúsund krónur umfram álit Kjararáðs. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON STJÓRNMÁL Sóley Tómasdóttir, odd- viti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ætla að kanna réttarstöðu sína vegna ummæla sem látin voru um hana falla í kosninga- baráttunni fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. „Það eru ákveðin ummæli sem ég er með í huga en ég held að það sé ekki ráðlegt að gefa þau upp að svo stöddu,“ sagði Sóley í samtali við Fréttablaðið. Spurð um hvaða einstaklingar það væru sem hefðu vegið ómaklega að henni sagði Sóley aðallega hafa verið um að ræða pólitíska andstæð- inga sína. Hún taldi þá umræðu sem orðið hefði um hana hafa átt sinn þátt í þeim útstrik- unum sem hún varð fyrir en 8,4 prósent kjósenda Vinstri grænna strikuðu hana út. „Mér finnst líklegt að það sé vegna feminískra áherslna minna. Mér finnst það umhugsunarefni að fólk sé strikað út vegna pólitískra skoðana. Ég minnist þess ekki að það hafi verið gert áður. Venjulega er það vegna styrkja, spilling- armála eða jafnvel lögbrota,“ sagði Sóley enn fremur og bætti því við að þau ummæli sem hún hefði í huga hefðu bæði birtst í fjölmiðlum og í netheimum. Sóley er ekki kominn með formlegan lögmann en hefur talað við lög- fræðinga. Henni hefur verið ráðlagt að láta á þetta reyna og telur grundvöll vera fyrir málssókn. - mþl Oddviti VG í Reykjavík telur að ómaklega hafi verið vegið að sér í kosningunum: Sóley kannar réttarstöðu sína SÓLEY TÓMASDÓTTIR JÓHANNA Brást hart við gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar og minnti á að þing- maðurinn hefði ekki upplýst hverjir styrktu hann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.