Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 26
 8. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR Útilegufiðringurinn gýs upp þegar sumarið heilsar með sól og yl. Almenningur fer þá að huga að viðlegubúnaðinum, meðal annars tjöldum og yfir- breiðslum yfir vagna. Vorið er annatími á saumaverk- stæði Seglagerðarinnar Ægis. Það staðfestir Björgvin Barðdal, segla- saumari og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Á verkstæðinu starfa tólf til fjórtán manns við saumaskap, bæði fínan og grófan. „Þetta verk- stæði er starfrækt allt árið enda höfum við undanfarin 30-40 ár gert við tjöld og alls konar hluti sem þarf að sauma,“ lýsir Björgvin og nefnir sem dæmi yfirbreiðsl- ur yfir heita potta, dýnur í leik- fimi-sali og segl fyrir togara, sem komið sé með í viðgerð, umfram útilegubúnaðinn. Seglagerðin framleiðir sjálf tjöld en Björgvin segir gert við allar gerðir og stærðir tjalda, og bætir við að miklar breyting- ar hafi orðið á síðustu áratugum í útilegubúnaðinum og þess gæti á verkstæðinu. „Fyrir tuttugu árum voru bara tjöld í umferð en nú hafa fortjöldin, tjaldvagnarn- ir og fellihýsin bæst við. Við erum með verkstæði líka fyrir hjólaleg- ur, bremsubúnað og allan pakkann þannig að fólk getur komið hing- að með tjaldvagninn eða fellihýs- ið og við gerum við dúkinn meðan undirvagninn er tekinn í gegn,” lýsir hann. En hvað er það helst sem gefur sig? „Það eru einna helst rennilás- arnir og gluggarnir. Á fellihýsum eru pokaskyggni og á þeim er al- gengt að rennilásar gefi sig, þeir eru ekki alveg gerðir fyrir íslensk- ar aðstæður og við höfum þurft að skipta þeim út í mörgum tilvikum því við erum með öfluga renni- lása.“ Slysagöt vegna bruna koma stöku sinnum inn á borð Segla- gerðarinnar. „Þá hefur grillinu eða hitaranum verið stillt upp einum of nálægt tjaldinu,“ segir Björg- vin en tekur fram að bómull sé í mörgum tjöldum og hún þoli vel hita. „Það er frekar að tjöldum úr næloni hætti til að bráðna,“ bend- ir hann á. Algengt er að vikubið sé eftir viðgerð á saumastofu Seglagerð- arinnar að sögn Björgvins. „Þetta er ákveðið ferli,“ segir hann. „Og við aukum við mannskapinn ef með þarf.“ - gun Á Siglufirði er að finna stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins, Síldarminjasafnið. Þar má upplifa hafnarstemninguna frá síldarár- um Íslendinga á sjötta áratugnum og liggja síldarbátar við festar við safnið. Eins býður ferðaþjónusta Siglu- fjarðar upp á bátsferðir og er meðal annars hægt að fara í hvala- skoðunarferðir, á línuveiðar og bregða sér í sjóstangveiði. Mið- nætursiglingar og siglingar yfir heimskautsbaug eru einnig vin- sælar yfir sumartímann. Á heimasíðunni www.siglufjord- ur.is er þeim sem ekki vilja skipu- lagðar ferðamannaferðir bent á að á Ólafsfirði séu trillukarlarnir greiðviknir og ferðamenn skuli því ekki vera feimnir að spyrja eftir fari með þeim. - rat „Viðgerðir á útilegubúnaði byrja í lok apríl því margir taka vagnana úr geymslum um það leyti,“ segir Björgvin Barðdal. Bæði grófur og fínn saumaskapur fer fram á saumaverkstæði Seglagerðarinnar Ægis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar viðgerða er þörf Siglufjörð er gaman að heimsækja. MYND/ÚR EINKASAFNI Síld og sjóminjar á Sigló HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.