Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 38
22 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Hann var ferlega flottur,“ segir Samúel Jón Samúelsson sem hitti eitt af átrún- aðargoðum sínum, nígeríska trommu- leikarann Tony Allen, á Nattjazz-tónlist- ar-hátíðinni í Noregi. Þar spilaði Samúel ásamt Stórsveit sinni deginum á undan Allen við góðar undirtektir. Trommarinn er þekktur fyrir að hafa spilað með landa sínum Fela Kuti í rúman áratug og er einn af mönnunum á bak við „afrobeat-“ tónlistarstefnuna. Undan- farin ár hefur hann spilað með ýmsum flytjendum, þar á meðal Damon Albarn, Sebastian Tellier og hljómsveitinni Air. „Við fórum baksviðs eftir tónleikana hans með nokkur plötuumslög til að láta hann krota á þau. Ég spjallaði við hann og var óbeint að reyna að fá hann til að koma hingað einhvern tímann að spila,“ segir Sammi. Allen tók vel í það og setti það sem skilyrði að hann fengi að kynnast hinu víðfræga íslenska næturlífi. „Hann var ferlega viðkunnanlegur og alveg á jörðinni. Honum fannst leiðinlegt að fara þegar skipuleggjandi tónleikaferðarinnar vildi draga hann á hótelið.“ Sammi segir að Allen hafi haft mikil áhrif á sína tónlistarsköpun. „Hann er alveg einstakur músíkant og einstakur trommuleikari. Hann kom með algjör- lega nýja nálgun á trommusettið. Ef ein- hverjir tónlistarmenn hafa ekki tékkað á honum eiga þeir að setja það efst á list- ann.“ - fb Hitti átrúnaðargoðið í Noregi GÓÐIR SAMAN Samúel J. Samúelsson ásamt átrúnaðargoðinu Tony Allen á tónlistarhátíðinni í Noregi. Breska söngkonan M.I.A hefur hafnað tilboðum frá gosdrykkja- risunum Coke og Pepsi um að gerast andlit auglýsingaher- ferða þeirra. M.I.A segist ekki vera reiðubúin að selja listrænt frelsi sitt, hún vilji bíða í tíu ár og þróa feril sinn enn frekar. „Einn daginn mun ég segja já og hvað með það? En ég vil þá að þeir peningar nýtist fólkinu í kringum mig og því sem það er að gera,“ sagði M.I.A en hún hefur verið dug- leg við að koma á framfæri ungu fólki í tónlistarbransanum Hafnaði Coke og Pepsi VILDI EKKI SELJA FRELSIÐ M.I.A vildi hvorki semja við Coke né Pepsi. Leikarinn Bruce Willis hefur að undanförnu birst í auglýsing- um á netinu fyrir pólska vod- kategund. „Ég er ekki bara fjallmyndarleg hasarmynda- hetja með sönghæfileika,“ grínast Willis í einni aug- lýsingunni. Willis, sem er 55 ára, á hlut í fyr- irtækinu Belvedere SA, sem framleið- ir vodkann. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Will- is hafa verið valinn vegna þess að hann væri alvöru náungi Willis auglýsir vodka BRUCE WILLIS Hasar- myndahetja auglýsir pólska vodkategund á netinu. Vilhjálmur Þór Davíðs- son, nýkrýndur Hr. Hins- egin, hyggst sækja um í Lögregluskólanum í haust. Hann var 130 kíló, inni í skápnum og óánægður með lífið fyrir fimm árum en er nýr og breyttur maður í dag sem nýtur lífsins. „Mér líður afskaplega vel skal ég segja þér. Kvöldið var æðislegt í alla staði og alveg einstök upplif- un. Eiginlega eitt af betri kvöld- um lífs míns, ef ekki það besta,“ segir Vilhjálmur Þór Davíðsson. Hann er nýkrýndur Herra Hins- egin en þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. Vil- hjálmi var fagnað sem þjóðhetju í heimabæ sínum Ólafsfirði en þar tróð hann óvænt upp á sjómanna- dagsskemmtuninni. „Ég á hrein- lega ekki orð yfir þeim viðtökum sem ég fékk,“ segir Vilhjálmur sem er einhleypur eins og staðan er í dag. Eins og fram kom í Fréttablað- inu fyrir helgi valdi Vilhjálm- ur að taka þátt í Herra Hinsegin til að vera fyrirmynd fyrir ungt fólk sem er að hugsa um að koma út úr skápnum. Vilhjálmur segir að þegar hann kom út úr skápn- um hafi hann verið eini opinberi homminn í sínum heimabæ og því vantað fyrirmynd af þessu tagi. Svo virðist sem þessu takmarki hans sé náð því að morguninn eftir keppnina hafði honum borist fyrsti pósturinn í gegnum samskiptavef- inn Facebook þar sem honum var þakkað fyrir að vera eins og hann er. „Önnur ástæða fyrir því að ég tók þátt er sú að fyrir um fimm árum var ég 130 kíló, inni í skápn- um og virkilega óánægður með sjálfan mig. En ég tók málin í mínar hendur og breytti til. Ég vildi því einnig taka þátt í keppn- inni til að sýna sjálfum mér og mínum nánustu hvaða takmarki ég hef náð. Ég held að fáum hefði dottið í hug fyrir fimm árum að ég myndi standa uppi á sviði og vinna keppni eins og þessa.“ Vil- hjálmur sagði Fréttablaðinu frá því fyrir helgi að draumastarfið hans væri innan lögreglunnar. Og hann hyggst sækja um inngöngu í lögregluskólann í haust. „Ég stefni á að ná að fara bæði í lögregluskól- ann og bera titilinn ef það er hægt. En ef ekki, vel ég titilinn því hér er um að ræða einstakt tækifæri.“ linda@frettabladid.is Ætlar að skrá sig í Lögregluskólann VAR EINI HOMMINN Í BÆNUM Vilhjálmi Þór Davíðssyni var fagnað sem þjóðhetju í heimabæ sínum Ólafsfirði en hann var eini opinberi homminn þegar hann kom út úr skápnum á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > FAGURT PAR Fjölmiðlar vestra halda því fram að leikararnir Ryan Gosling og Charlize Theron séu að stinga saman nefjum. Nýlega sást til parsins á skemmtistað í Los Ang- eles þar sem þau dönsuðu vangadans og döðruðu. Sé orðrómurinn sannur er víst að Gosling og Ther- on verða eitt myndar- legasta par Hollywood. folk@frettabladid.is FORNBÓKAMARKAÐUR 8 . - 1 1 . j ú n í . - . j í

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.