Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 42
26 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is STJARNAN 4-0 KEFLAVÍK 1-0 Halldór Orri Björnsson (16.) 2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (19.) 3-0 Dennis Danry (38.) 4-0 Halldór Orri Björnsson (72., víti) Stjörnuvöllur, áhorf.: 1120 Dómari: Magnús Þórisson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–10 (8–5) Varin skot Bjarni 3 – Árni 3 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 13–13 Rangstöður 3–6 3 DAGAR Í HM KR-völlur, áhorf.: 2252 KR Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–10 (4–5) Varin skot Moldskred 3 – Kjartan 3 Horn 2–3 Aukaspyrnur fengnar 15–16 Rangstöður 1–1 VALUR 4–3–3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sv. Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur P. Sigurðsson 5 (52. Rúnar Sigurj. 6) *Sigurb. Hreiðarss. 8 Ian Jeffs 7 Baldur Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónss. -) Arnar Sv. Geirsson 7 (87. Stefán Eggertss. -) Danni König 7 *Maður leiksins KR 4–4–2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar S. Sigurðarson 6 Guðmundur Gunnars. 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Finnbogason 4 (73. Gunnar Krist. -) 0-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) 1-2 Magnús Þórisson (4) Keflavík 6 4 1 1 6-6 13 Breiðablik 6 3 2 1 11-6 11 Valur 6 3 2 1 12-9 11 Stjarnan 6 2 3 1 15-9 9 Fram 5 3 2 0 10-5 8 ÍBV 6 3 2 1 10-7 8 Fylkir 6 2 2 2 13-13 8 FH 6 2 2 2 9-10 8 Selfoss 6 2 1 3 10-10 7 KR 5 0 3 2 6-8 3 Haukar 6 0 2 4 6-15 2 Grindavík 6 0 0 6 3-13 0 7. umferð Pepsi-deildarinnar: 13. júní: ÍBV-Fylkir (16.00) 14. júní: Fram-Stjarnan (19.15) 14. júní: Valur-Selfoss (19.15) 14. júní: Breiðablik-Grindavík (19.15) 14. júní: Keflavík-Haukar (19.15) 14. júní: FH-KR (20.00) Pepsi-deild karla: Staðan Stjarnan 4–5–1 Bjarni Þ. Halldórsson (6), Baldvin Sturluson (6), Tryggvi Bjarnason (6), Daníel Laxdal (6), Hilmar Hilmarsson (6), Dennis Danry (7) - (85. Björn Pálsson -), Atli Jóhannsson (6), Jóhann Laxdal (7), Halldór O. Björnsson (8), *Steinþór Þorsteinsson (8) - (64. Bjarki Eysteinss. 6), Þorvaldur Árnason (7) - (87. Ólafur Karl Finsen -). Keflavík 4–3–3 Árni Fr. Ásgeirsson (5), Guðjón Antoníusson (4), Haraldur F. Guðmundsson (4), Bjarni Aðalsteinsson (4), Alen Sutej (3), Magnús Þorsteinsson (3), Hólmar Örn Rúnarsson (4), Paul McShane (4) - (59. Einar Einarsson 5) Jóhann B. Guðmundsson (5), Guðmundur Steinars. (4), Hörður Sveinsson (3) - (59. Andri Birgisson 5). Fylkisvöllur, áhorf.: 1564 Fylkir FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–13 (4–5) Varin skot Fjalar 3 – Gunnleifur 2 Horn 7–3 Aukaspyrnur fengnar 4–3 Rangstöður 4–3 FH 4–5–1 Gunnleifur Gunnleifs. 6 Guðmundur Sævars. 6 (78. Ásgeir Ásgeirs. -) Hafþór Þrastarson 5 (51. Freyr Bjarnason 5) Pétur Viðarsson 4 Hjörtur Valgarðsson 6 *Atli V. Björnsson 7 Hákon Hallfreðsson 5 Björn D. Sverrisson 5 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Torger Motland 5 (46. Ólafur Páll Snor. 5) *Maður leiksins FYLKIR 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Jóhannesson 5 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 4 Þórir Hannesson 5 Tómas Þorsteinsson 5 (46. Kjartan Breiðdal 6) Ásgeir B. Ásgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Albert Br. Ingason 7 Ingimundur Óskarss. 5 (81. Ásgeir Arnþórs. -) Pape Faye 5 (60. Jóhann Þórhalls. 5) 1-0 Albert Brynjar Ingason (5.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (28., víti) 2-1 Atli Viðar Björnsson (29.) 2-2 Atli Viðar Björnsson (53.) 2-2 Þóroddur Hjaltalín Jr. (5) Fjórir leikmenn hafa náð því að skora í tveimur úrslita- leikjum á HM. Þetta eru Brasilíumennirnir Vava (1958 (2 mörk) og 1962) og Pele (1958 (2 mörk) og 1970), Vestur- Þjóðverjinn Paul Breitner (1974 og 1982) og Frakkinn Zinedine Zidane (1998 (2 mörk) og 2006). Vava er sá eini af þessum fjórum sem hefur skorað í tveimur úrslitaleikjum í röð en hann skoraði fyrstu tvö mörkin í 5-2 sigri Brassa á Svíum 1958 og síðasta markið í 3-1 sigri á Tékkóslóavkíu 1962. FÓTBOLTI Stjörnumenn gerðu það í gærkvöldi sem fáum hafði tek- ist í allt sumar sem var að opna Keflavíkurvörnina sem hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum sumarsins í deild og bikar. Þegar upp var staðið á teppinu í gærkvöldi þá gátu gestirnir úr Keflavík þakk- að fyrir að sækja boltann bara fjórum sinnum úr netinu hjá sér. Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur, voru miklu betri allan tímann og sýndu enn á ný að það er ekkert grín að mæta á gervigrasið þegar stemningin í Stjörnuliðinu er eins og hún var í gær. Það mátti sjá vísbendingu um í hvað stefndi í upphafi leiks því eftir aðeins 30 sekúndur var Steinþór Freyr Þorsteinsson búinn að fiska aukaspyrnu fyrir framan vítateig Keflavíkurliðs- ins. Stjörnumenn skoruðu síðan tvö mörk með þriggja marka millibli um miðjan hálfleikinn og eftir það var Keflavíkurliðið ekki með í leiknum. „Þegar allir í liðinuu eru að spila sinn besta leik þá eiga liðin varla möguleika í okkur,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson sem átti frábæran leik og fór illa með alla varnarlínu Keflvíkinga í leiknum. „Ég er í frjálsu hlut- verki og taktíkin var bara að gera eitthvað til að skapa vandræði fyrir þá. Ég væri allavega ekki til í að velja mann leiksins og ég þakka fyrir það að það var ekki mitt hlutverk því mér fannst liðið vera það gott,“ sagði Steinþór sem fær þó þann titil fyrir frammi- stöðu sína í gær. En hafa Stjörnu- menn spilað betur? „Þetta er allavega besti leikurinn okkur á þessu tímabili,“ sagði Steinþór en Bjarni Jóhannsson, þjálfari hans var tilbúinn að ganga enn lengra. „Þetta er klárlega með betri leikj- um sem við höfum spilað og þetta var magnaður sigur fyrir okkur,“ sagði Bjarni. „Við mættum í alveg frábærri stemningu inn í þennan leik og áttum alveg magnaðan fyrri hálf- leik. Við sýndum allar okkar flott- ustu hliðar í kvöld,“ sagði Bjarni stoltur í leikslok. Kollegi hans Willum Þór Þórs- son horfði hins vegar upp á sína menn sýna allar sínar verstu hlið- ar í gær. „Allir sem voru hér sáu það að við mættum ekki til leiks. Þeir keyrðu bara yfir okkur nán- ast frá byrjun. Tryggvi keyrði inn í markvörðinn okkar, svo taka þeir eina duglega tæklingu til viðbótar og við gugnuðum og gáfum eftir. Þeir áttu greiða leið í gegnum miðjuna okkar og komu á flata vörnina og sprengdu okkur bara í fyrri hálfleik,“ sagði Will- um Þór Þórsson, þjálfari Kefla- víkur að lokum. Það er hætt að segja að leikur- inn og úrslitin hafi komið mörg- um á óvart enda bjóst enginn við því að topplið Keflavíkur yrði tekið á teppið. Keflavík er samt enn á toppnum og leiðin getur ekki legið annað en upp á við eftir þetta stórslys. ooj@frettabladid.is Topplið Keflavíkur tekið á teppið Stjörnumenn með Steinþór Freyr Þorsteinsson í broddi fylkingar fóru illa með taplausa Keflvíkinga á gervigrasinu í gær og uppskáru þrjú stig og fjögur mörk á móti liðinu sem varla var búið að fá á sig mark. SKOTGLAÐIR Halldór Orri Björnsson fagnaði fyrra marki sínu með því að þykjast skjóta niður liðsfélaga sína. Leikgleðin í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI KR-ingar halda áfram að valda miklum vonbrigðum í Pepsi-deildinni og þeir þurftu að þola tap gegn erkifjendunum í Val á eigin heimavelli í gær 1-2. Vesturbæingar eru komnir með bakið upp við vegg, hafa enn ekki unnið leik og virðist sem þá skorti hugmyndir til að losna úr þessari stöðu. „Það erum við leikmenn sem spilum þessa leiki og við verð- um að fara að taka okkur á. Þetta er engan veginn nægilega gott,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. Spilamennska KR hefur verið virkilega sveiflu- kennd í leikjum sumarsins, liðið nær upp flottum köflum á milli en svo hrynur spilamennskan og leikmenn virka áhugalausir. Heimamenn byrjuðu leikinn í gær betur og náðu upp góðu spili en fengu mark í andlitið þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Þeir náðu að jafna þegar Óskar Örn Hauksson skoraði með skoti af löngu færi eftir aukaspyrnu. Valsmenn voru lítið að ógna í fyrri hálfleik og áttu sárafá færi. Þeir voru stálheppnir að lenda ekki manni færri þegar Ian Jeffs hefði átt að fá sitt annað gula spjald þegar hann var alltof seinn í tækl-ingu. Magnús Þóris- son dómari þorði þó ekki að lyfta upp spjaldinu. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en Valsmenn mættu mun ákveðn- ari til leiks í seinni hálfleiknum meðan KR-ingar voru að malla þetta í öðrum gír. Sigurbjörn Hreiðarsson átti frábæra send- ingu á Arnar Svein Geirsson sem slapp í gegn og kláraði listavel. Heimamönnum var refsað fyrir að koma til leiks með hálfum huga eftir hálfleikinn. Vesturbæingar vöknuðu aftur við þetta mark og nokkrum sinn- um skall hurð nærri hælum upp við mark Valsmanna. En það voru gestirnir sem fögnuðu sigri og gerðu það innilega. „Það er frábært að ná í þrjú stig. Við vorum ekki nægilega ánægðir með okkur í fyrri hálf- leik og vissum upp á okkur skömmina. Við gerðum mun betur í seinni hálfleik, spiluðum boltan- um niðri og nýttum hraðann fram á við,“ sagði Atli Sveinn Þórarins- son, fyrirliði Vals. Liðið virkar þéttara með hverjum leiknum og er komið á gott flug eftir frem- ur erfiða byrjun. „Liðsheildin var fín í dag en við erum að vinna í því að þétta vörnina enn betur.“ - egm Leikmenn KR virkuðu áhugalausir löngum stundum gegn Val: Leit KR að sigri þrautin þyngri BARÁTTA Arnar Sveinn Geirsson fellur í grasið í Vesturbænum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FH-ingnum Atla Viðari Björnssyni tókst ekki að fullkomna þrennuna í leik Fylkis og FH í gærkvöldi en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik. Atli Viðar fékk fjölmörg tækifæri til að tryggja gestunum úr Hafnar- firði öll þrjú stigin en lukkudísirnar voru ekki með Dalvíkingnum að þessu sinni. Hann stóð sig þó frá- bærlega í leiknum og jafnaði með tveimur mörkum eftir að Fylkir hafði komist í vænlega 2-0 stöðu. „Ég fékk svo sannarlega færin til að ná þrennunni og tryggja okkur sigurinn. Ég er virkilega súr með þetta og það er svolítið skrýtin tilfinning að hafa skorað tvö mörk en vera engan veginn sáttur við sjálfan sig,“ sagði Atli Viðar í leikslok. FH-ingar óðu í færum í seinni hálfleik og með hreinum ólíkindum að Íslandsmeistararnir skuli ekki hafa skorað fleiri mörk í leiknum. Bæði lið voru hins vegar að skapa sér færi sem hægt hefði verið að dæma víta- spyrnur á báðum vítateigum vallarins í seinni hálfleik. „Við vildum svo sannarlega öll þrjú stigin, sérstaklega þar sem við náðum að jafna leikinn og urðum einum leikmanni fleiri. Við byrjuðum leikinn mjög illa en sýnum karakter með að koma tilbaka og yfirspila Fylkismenn á löngum köflum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik en það vantaði meiri gæði í sókninni,“ segir Atli en Fjalar Þorgeirsson varði frábærlega hvað eftir annað í marki Fylkismanna. „Fjalar er auðvitað frábær markvörður og við þurftum að gera betur til að koma tuðrunni framhjá honum í þessum leik.“ Íslandsmeistararnir hafa farið hægt af stað í sumar en Atli Viðar telur að það séu batamerki á liðinu. „Við fórum loksins að spila flottan sóknarbolta og fengum í kjölfarið fullt af færum. Ég vona að þetta sé að koma hjá okkur og hjá mér sjálfum. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort ég er að skora mörk ef við erum að fá þrjú stig. Í þessum leik áttum við að hirða öll stigin.“ - jjk ATLI VIÐAR BJÖRNSSON: SKORAÐI TVÖ Í JAFNTEFLI GEGN FYLKI Í GÆR Skrýtið að vera ósáttur við tvö mörk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.