Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2010 27 Vodafonevellinum, áhorf.: 806 Haukar Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–15 (8–6) Varin skot Daði 3 – Ingvar 6 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 6–9 Rangstöður 0–2 BREIÐAB. 4–4–2 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kr. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (55. Andri Yeoman 7) *Guðm. Kristjáns. 7 (72. Olgeir Sigurg. -) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Péturss. 4 (55. Finnur Margeirs. 5) *Maður leiksins HAUKAR 4–5–1 Daði Lárusson 5 Þórhallur Jóhannsson 4 Guðmundur Mete 5 (55. Pétur Sæmunds. 5) Daníel Einarsson 5 Gunnar O. Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ó. Björnsson 5 Guðjón P. Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur G. -) Sam Mantom 6 Arnar Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Ingólfs. -) 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Mantom (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44., víti) 2-2 Kári Ársælsson (54.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan J. (82. - sjm.) 2-4 Erlendur Eiríksson (6) Það er algjör óþarfi að missa af einni einustu mínútu á HM. Með áskrift að Stöð 2 sport 2 tryggir þú þér alla leiki keppninnar, kvölds og morgna, á þremur rásum samtímis. Fjörleg og fróðleg umfjöllun bestu sparkspekinga þjóðarinnar tryggir þér hámarks ánægju af þessari einstöku keppni. leikir í beinni allir 64 leikirnir á hliðar- rásum allan sólarhringinn hm 442 með rögnu lóu og loga bergmann alla leikdaga reynslumestu mennirnir lýsa leikjunum FRÁBÆRT JÚNÍTILBOÐ! Stöð 2 sport 2 í þrjá mánuði og þú getur valið milli þriggja kaupauka: Fjórði mánuðurinn frítt, 18 holu golfhring hjá samsstarfsaðilum Teigs eða 3G Netlykil frá Vodafone alvöru u p p lif u n VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ÞAÐ MARGBORGAR SIG AÐ VERA Í STÖÐ 2 VILD 5-30% AFSLÁTTUR AF ÁSKRIFT TILBOÐ Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU FLEIRI STÖÐVAR allt að fjórum sinnum meiri myndgæðidýpri litir aukin skerpa ALLIR LEIKIR Í HD HANDBOLTI Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðal það danska, eru að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að fara í þessa leiki af fullum krafti,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Guðmundur Guð- mundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hitt- umst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta.“ Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfið- um leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð.“ Guðmundur segist vera byrjað- ur að leggja línurnar fyrir HM og að hann haldi nú áfram að sinna þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að við- halda varnarleiknum og við þurf- um að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni.“ Og spurður hvort Guðmundur sé búinn að setja markið á gull- ið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auð- vitað viljum við fylgja því eftir. En það má afar lítið út af bregða.“ - esá Íslenska handboltalandsliðið mætir Danmörku í Laugardalshöllinni í dag og á morgun: Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni GUÐMUNDUR Er byrjaður að leggja línurnar fyrir HM. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Ólafur Stefánsson mun ekki spila með íslenska lands- liðinu í æfingaleikjum þess nú í júnímánuði, gegn Danmörku og Brasilíu, eins og til stóð. Hann dró sig út úr landsliðshópnum af persónulegum ástæðum, sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í gær. „Það eru engin leiðindi í þessu máli og hann er ekki hættur að spila með landsliðinu,“ sagði Guð- mundur. „Hann er okkur afar mikilvægur og mun spila áfram með okkur. Hann dró sig út úr liðinu af persónulegum ástæðum og það er í raun ekkert meira að segja um það.“ - esá Ólafur Stefánsson: Er ekki hættur með landsliðinu ÓLAFUR Verður ekki með gegn Dönum eða Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER 16-liða úrslit: Karlar: Víkingur Ó. - Fjarðabyggð BÍ/Bolungarvík - Stjarnan Fylkir - Fram Fjölnir - KR ÍA - Þróttur Víkingur - Valur Keflavík - FH Grindavík - KA Konur: Tindastóll/Neisti - Grindavík Þór/KA - Fjarðabyggð/Leiknir Stjarnan - KR FH - Selfoss Haukar - Afturelding Breiðablik - Valur ÍBV - ÍA Völsungur - Fylkir FÓTBOLTI Í gær var dregið í 16 liða úrslit VISA-bikars karla og kvenna. Valur og Breiðablik eig- ast við í stórleik í kvennaboltan- um og FH fer til Keflavíkur í karlaflokki, þriðja árið í röð. - hþh Dregið í VISA-bikarnum í gær: FH til Keflavíkur þriðja árið í röð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.