Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 SÓL OG SAFARÍ er 15 daga ferð sem farin verður til Keníu 13. október næstkomandi. Ferðin hefst í höfuðborginni Naíróbí þar sem meðal annars verður farið í gíraffagarð og munaðar- lausir fílskálfar verða heimsóttir. Nánari upplýsingar á afrika.is. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Útsala Af vor og sumar- vörum Friendtex 2010 Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Laugard. frá kl 11 – 16 Komið og gerið frábær kaup Auglýsingasími Allt sem þú þarft… „Við vorum allar búnar í námi og ákváðum að nota tækifærið áður en við yrðum ráðsettar húsmæð- ur að fara í þessa ferð,“ segir Margrét Stefánsdóttir. En hún fór ásamt vinkonum sínum, Sær- únu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hönnu Björnsdóttur, í þriggja mán- aða ferð um Ástralíu og Asíu vorið 2009. Viðkomustaðir voru ásamt Ástralíu, Taíland, Laos, Kambódía og Kína. Þær vinkonur völdu kannski ekki besta tímann til að leggja land undir fót og fara í heimsreisu. Þær voru rétt búnar að klára að borga flugið þegar efnahagshrunið skall á. „Það þýddi ekkert annað en vera bjart- sýnn og láta þetta ekki hafa áhrif. Þannig að við flúðum skammdegið og búsáhaldabyltinguna til að upp- lifa ævintýri,“ segir Margrét. Eitt af því sem Margrét hafði með sér heim aftur var lítið búdda- líkneski og er skemmtileg saga á bak við það. Á leið sinni í gegnum Chiang Mai í Taílandi keypti hún sér þennan minjagrip rétt áður en ferðinni var heitið yfir til Laos. Hún komst síðan að því að bannað er með lögum að flytja slíka gripi úr landi. Til að byrja með ætlaði hún að senda það heim með pósti en þegar henni datt í hug að kannski yrði pakkinn skannaður hætti hún snarlega við. Þá var tekin ákvörðun um að vefja það inn í klæði og setja neðst í bakpokann og taka áhættuna á því að enginn myndi sýna bakpok- anum áhuga. Þegar að landamær- unum kom tók á móti þeim lítil á sem var farið yfir á spíttbát og því allt þetta drama til einskis. „Meðal þess sem var sérstaklega eftirminnilegt var þegar við vorum að ferðast á milli borga í Laos. Þá urðum við að taka svokallaða „Slow boats“ til að komast ferða okkar því að vegirnir eru svo hræðilegir þarna. Það er svo sannarlega rétt- nefni því að við vorum sex klukku- tíma annan daginn og sjö klukku- tíma hinn daginn á einhverjum pramma og sátum á tréprikum. Við urðum að gista í þorpi yfir nótt- ina þar sem rafmagnið var tekið af klukkan 22.30 á kvöldin. Ekkert gerðist allan daginn í þessu þorpi nema bátar stoppuðu þarna með farþega og héldu svo áfram daginn eftir. Jú, og við vöknuðum við hana- gal og mús borðaði varasalvann minn yfir nóttina. Varasalva sem ég hafði í sakleysi mínu skilið eftir á gólfinu,“ segir Margrét. Einnig átti sér stað eftirminni- legt atvik þegar vinkonurnar voru staddar í Kína. Þar vöktu Margrét og Ingibjörg sérstaklega mikla athygli meðal Kínverja því þær voru svo hávaxnar. Þær eru tæpir 180 sentimetrar og telst það mjög hátt miðað við Kínverja. Var þeim hrósað í bak og fyrir yfir að vera svona stórar og með stór nef og vildu allir láta taka myndir af sér með þeim. linda@frettabladid.is Vinsælt myndefni í Kína Margrét Stefánsdóttir fór ásamt tveimur vinkonum sínum í heimsreisu vorið 2009. Þar upplifðu þær hvert ævintýrið á fætur öðru og endaði hún ferðina ásamt annarri vinkonunni sem myndefni Kínverja. Margrét með búddalíkneskið sem hún smyglaði út úr Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.