Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 18
SJÚKRAKASSI er nokkuð sem gott er að taka með sér í ferðalagið hvort sem ferðast er innanlands eða farið út fyrir landsteinana. „Þetta er 30 manna hópur sem er „andsetinn af Karitas“, eins og það var orðað í fyrsta bréf- inu sem ég fékk frá honum um áramót. Hann ætlar að koma til landsins og fara til Sauðár- króks, Akureyrar, Siglufjarðar, Borgarfjarðar eystri, í Öræfin og á Eyrarbakka undir danskri fararstjórn. Svo ætla ég að hitta hann í Norræna húsinu og halda smá fyrirlestur um hvernig bókin varð til,“ segir Kristín Marja glaðlega þegar forvitnast er um fyrirhugaða hópferð Dana hing- að á söguslóðir Karitasar. Hún kveðst reyndar hafa verið vöruð við að kalla Karitas sögupersónu í sínum fyrirlestri. „Forsvarsmaður hópsins benti mér á að það væri ógáfulegt af mér að tala um hana sem tilbúna sögupersónu því hún væri lif- andi í hugum lesendanna og þeir rifust um hana sem slíka. Þeim finnst örugglega meira gaman að ferðast þegar þeir geta velt fyrir sér hvað gerðist hvar – þó ekkert af þessu hafi gerst því sagan er tómur skáldskapur,“ segir Kristín Marja hlæjandi. Henni vitanlega hafa Íslendingar ekki kveikt á þessum möguleika til menning- arferða. „Ég hef reyndar heyrt að konum sem ganga á Hvanna- dalshnúk hafi fjölgað mjög eftir að Karitas kom út en ég veit ekki hvort hægt sé að þakka henni það.“ Kristín Marja segir heilu bókaklúbbana erlendis forfallna „Karitasista“. „Ég fæ ótal boð um að koma og halda fyrirlestra um bækurnar og er að fara á þrjá staði í september. Svo er búið að biðja mig að koma í október og líka í nóvember. Það er heilmikið rafmagn í kringum þessa sögu,“ segir hún og kveðst hafa frétt um nokkra hópa sem hafi komið hing- að til lands á undanförum árum eftir lestur bókanna. „Ég hef fengið myndir sendar af sögu- slóðum og fólk hefur hringt í mig erlendis frá til að spyrja mig um eitt og annað eftir ferðir hing- að. Einkum eru það Danir sem hafa lagst í þessar miklu pæling- ar,“ segir höfundurinn og kveðst stoltur af því að styrkja ferða- þjónustuna á Íslandi. „Þetta er svipað og maður hefur sjálfur upplifað að ferðast langar leið- ir erlendis til að skoða hvar ein- hver rithöfundur bjó. Það er allt- af gaman að binda saman bækur og landsskoðun og ánægjulegt að íslenskar nútímabókmenntir skuli draga fólk að.“ Spurð hvort hún viti um ein- hverja sem ferðist líka á slóð- ir Karitasar erlendis eftir lest- ur seinni bókarinnar, Óreiðu á striga svarar Kristín Marja: „Nei, þetta snýst bara um Ísland enn sem komið er.“ gun@frettabladid.is Fetað í fótspor Karitasar Nokkrir danskir aðdáendur bókanna um Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfund eru vænt- anlegir til Íslands í þessum mánuði til að ferðast í fótspor Karitasar og hitta skapara hennar. Borgarfjörður eystri er hluti af sögusvið- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Það er alltaf gaman að binda saman bækur og landsskoðun og ánægjulegt að íslenskar nútímabókmenntir skuli draga fólk að,“ segir Kristín Marja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opið hús Flott tilboð og kynningar. Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALAN HAFIN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.