Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. júní 2010 3 Laugavegi 178 • Sími 562 1000 www.utivist.is Skráning í síma 562 1000 Jónsmessuhátíð í Básum 25.–27. júní Básar eru betri Leiðbeinandi ferðarinnar er Anna Dóra Hermannsdóttir, jógakennari og leiðsögumaður til margra ára, en hún er vel þekkt fyrir námskeið sín þar sem jóga, hugleiðslu og notkun jurta er fléttað saman. Dagskrá- in mun að hennar sögn mótast af náttúruöflunum og útiveran miðuð við veður, sem verður þá þeim mun meiri sem það er betra. „Þessi ferð er öllum opin en konur þurfa að vera tilbúnar að ganga svo- lítið. Við munum leggja land undir fót og á föstudagskvöldinu er geng- ið á Ásgarðsfjall og hugleitt þar í bjartri nóttinni,“ segir Anna Dóra. Ásgarðsfjall er áberandi þegar komið er að Kerlingarfjöllum af Kjalvegi og af fjallinu er frábært útsýni til hæstu tinda Kerlingar- fjalla í suðri sem og til Langjökuls, Kjalar og Hofsjökuls. „Ferðin er blanda af náttúruupp- lifun, samveru, gönguferðum, jóga, hugleiðslu, góðum mat og frábær- um félagsskap. Við prufukeyrðum ferðina í fyrra og hún tókst afar vel í alla staði. Við ákváðum því að endurtaka hana nú í sumar þar sem konur voru ánægðar og fundu þarna ákveðinn styrk. Konurnar í fyrra voru ekkert endilega í sér- stöku gönguformi, en aðalmálið er að vera vel útbúinn og á heima- síðu Kerlingarfjalla, www.kerling- arfjoll.is, má finna lista yfir æski- legan búnað,“ segir Anna Dóra en Hildur Harðardóttir er ásamt Önnu Dóru í forsvari fyrir ferðina. Gist er í tvær nætur í húsunum í Kerl- ingarfjöllum og matur, jóga, jurta- skoðun og allt er innifalið í verð- inu. Anna Dóra segir að skráning fari fram í gegnum tölvupóst sem hún og Hildur taki við en netföngin þeirra eru annadorah@gmail.com og hhardard@gmail.com. „Það er magnað að vera uppi á fjalli og hugleiða og mikill kraftur sem maður innbyrðir í náttúrunni. Okkur finnst gaman að dagskrána í Kerlingarfjöllum ber upp á alþjóð- lega kvennadaginn og því vel við hæfi að konur sæki kraft til fjalla. Maður sér umbreytingu sem verð- ur á fólki við að koma út í náttúr- una og gaman að upplifa slíkt í hópi með konum.“ Pláss er fyrir um það bil þrjátíu konur í ferðinni og í fyrra komu konur jafnt með vinkonum sínum sem einar og kynntust því um leið öðrum konum. juliam@frettabladid.is Hugleiðsla á fjallstoppi Konur sækja krafta til fjalla er yfirskrift kvennaferðar sem farin verður í Kerlingarfjöll 18.-20. júní. Í ferð- inni verður gengið um í magnaðri náttúru, hugleitt, þar á meðal á toppi fjalls, og góður matur borðaður. Anna Dóra segir magnað að vera uppi á fjalli að hugleiða og mikill kraftur komi frá náttúrunni. MYND/ÚR EINKASAFNI Konurnar sem prufukeyrðu dagskránna í Kerlingarfjöllum í fyrra voru um 28 talsins og var mikil ánægja með ferðina. MYND/ÚR EINKASAFNI ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.