Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 9. júní 2010 23 Bandaríski hjartaknúsarinn Tom Cruise upplýsir í viðtali við tíma- ritið OK! að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar fundum þeirra Katie Holmes bar saman. „Ég vissi að mig langaði til að giftast henni eftir fyrsta daginn með henni,“ sagði Cruise við tímaritið. Ástar- samband Cruise og Holmes hefur þótt nokkuð umdeilt, ekki ein- göngu vegna aldursmunarins held- ur einnig vegna þeirra uppátækja sem Cruise greip til skömmu eftir að þau opinberuðu samband sitt. Frægast er sennilega þegar hann stökk upp í sófa og stóla hjá Opruh Winfrey. Cruise segir jafnframt að Holmes hafi viðurkennt fyrir sér að þegar hún var táningur þá hafi hana dreymt um að giftast Tom Cruise. Holmes er reyndar ekki eina mann- eskjan sem hefur haft svona áhrif á leikarann. David Beckham kveikti svipaðar tilfinningar hjá Cruise og Katie gerði. „Við urðum vinir strax, hann er stórkostlegur persónuleiki, faðir, eiginmaður og íþróttamaður. Hann er algjörlega frábær,“ sagði Cruise. Það fylgir sögunni að leik- arinn og eiginkonan séu að reyna eignast annað barn. Ást við fyrstu sýn ELSKAR BECKHAM OG HOLMES Tom Cruise segist hafa fallið strax fyrir eiginkonu sinni, Katie Holmes. Hann og Beckham urðu líka bestu vinir frá fyrsta degi. Lögfræðingur dánarbús Michaels Jackson hefur lýst því yfir að minningartónleikar um Michael séu haldnir í óþökk þess. Lögfræð- ingurinn segir dánarbúið aldrei hafa gefið samþykki sitt en það á öll réttindi, myndir og annað sem tengist Jackson. The Forever Michael-tónleik- arnir eiga að fara fram á Bever- ly Hills-Hilton hótelinu 26. júní, nákvæmlega ári eftir að Jackson hvarf á vit feðra sinna en fjöl- skylda Jacksons skipuleggur þá. Deilt um tónleika UMDEILD MINNINGARATHÖFN Joe Jack- son ætlar að halda minningartónleika um son sinn en dánarbú sonarins hefur ekki gefið leyfi fyrir þeim. Við höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar með íbúðalán. Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvö þúsund viðskiptavina Arion banka nýtt sér lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu íbúð í miklum meirihluta. Við hvetjum fólk til að koma til okkar fyrir 1. júlí og kynna sér þær lausnir sem eru í boði. Við ætlum að gera betur TÖLUM SAMAN Bogi býr hjá mömmu og pabba. En inni í pabba býr ILLI KALL. Þegar hann brýst fram er voðinn vís. Sögunni um ILLA KALL er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilis- ofbeldis á börn. Þessi áhrifamikla verðlaunasaga á erindi við alla aldurs- hópa, enda sýnir hún að lausn er til við öllum vanda og lykillinn er að segja frá. Sigrún Árnadóttir þýddi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.