Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 42
26 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is 2 DAGAR Í HM 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 13.900 kr. Símalán – útborgun: HUAWEI U1251 Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 34.900 kr. Símalán – útborgun: NOKIA 5230 Frábær 3G sími með stóran snertiskjá og GPS sem gerir gott ferðalag enn betra. Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! 3G Báðir símarnir styðja 3GL * Ef g re it t er m eð k re di tk or ti e r hæ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt a ð 12 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 2 11 Hollendingar fögnuðu örugglega vel þegar þeir lentu með Íslandi í riðli í undankeppninni. Það hafði bara tvisvar gerst áður og það eru jafnframt einu tvö skiptin (HM 1974 og HM 1978) sem Hollendingar hafa komist alla leið í úrslita- leikinn á HM. Engin þjóð sem hefur verið með Íslandi í riðli hefur náð að vinna heimsmeist- aratitilinn en auk silfranna hjá Hollendingum þá enduðu Frakkar í 3. sæti á HM 1958. Undanfarnar fimm HM-keppnir hefur engu liði úr íslenska undanriðlinum tekist að komast í átta liða úrslit. FÓTBOLTI Topplið Vals gerði 1- 1 jafntefli við KR í Pepsi-deild kvenna í gær. Liðið er enn á toppi deildarinnar með fjórtán stig eftir sex umferðir þrátt fyrir tvö jafntefli í röð því Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Grindavík á útivelli og er enn þremur stigum á eftir Val. Þór/ KA kemur næst með tíu stig. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Valsstúlkum yfir í byrjun seinni hálfleiks með skoti utan af kanti en Íslandsmeistararnir voru í vandræðum á móti skipu- lögðu og baráttuglöðu KR-liði í gær. KR náði að jafna metin verðskuldað. Þar var að verki Katrín Ásbjörnsdóttir úr víta- spyrnu sem hún fékk sjálf. Stjarnan vann Fylki á heima- velli sínum með marki undir lok leiksins frá Katie McCoy. Stjörnustúlkur eru þar með komnar með tíu stig eins og Þór/ KA. Þá vann Afturelding góðan heimasigur á Haukum, 1-0. - hþh Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi: KR jafnaði gegn Val í Vesturbænum ÓVÆNT STIG KR-stelpur fagna jöfnunar- marki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ „Þetta var klassískur Ísland-Danmörk, jafntefli hefur verið niðurstaðan ansi oft,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir jafnteflið gegn Danmörku í gær. „Það vantaði herslumuninn að við kláruðum þetta.“ Hann segist þó vera sáttur við jafntefli þegar upp er staðið. „Markvarslan var léleg og varnarleikurinn þarf að vera betri. Við hlupum illa til baka og það þarf að fara yfir. Það voru töluverðar breytingar á liðinu og það sást alveg á leik okkar. Þetta er bara til að læra og við þurfum að yfirfara nokkra þætti til að koma sterkari í seinni leikinn,“ sagði Guðmundur en liðin mætast aftur í kvöld. Danska liðið er með þessum leikjum að undirbúa sig fyrir umspilsleiki fyrir HM í Svíþjóð en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér farseðil þangað. „Við viljum ná hagstæðum úrslitum en notum einnig tækifærið til að prófa eitt og annað. Við prófuðum 5+1 vörn og fengum ágætis kafla með henni. Við vorum þó að fá á okkur of mörg mörk lengst utan af velli. Danmörk er með svakalega öflugar skyttur. Við skoruðum samt 33 mörk og það á að duga í flestum tilfellum en við gerðum okkur seka um slæm mistök á mikilvægum augnablikum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Það er þó ekki hægt að segja annað en að leikurinn í gær lofi góðu fyrir seinni leikinn og áhorfendur eiga von á hörkuleik í kvöld. „Þetta er bara spennandi og gaman,“ sagði Guðmundur. Snorri Steinn Guðjónsson segir gæði leiksins hafa verið fín. „Þetta var fínn leikur miðað við að bæði liðin voru bara að hittast í gær. Það er margt sem við getum bætt og allt það . Sóknarleik- urinn var lengstum allt í lagi en þetta var bara æfingaleikur til að þróa okkur og bæta okkar leik. Jafntefli voru sanngjörn úrslit,“ sagði Snorri. „Við förum í seinni leikinn af fullum krafti en ég vil klárlega sjá miklu fleiri áhorfendur á hann og helst troðfulla höll. Mætingin á þennan leik var alls ekki nægilega góð að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: KLASSÍSKUR ÍSLAND-DANMÖRK LEIKUR Markvarslan léleg og vörnin þarf að vera betri HANDBOLTI „Við unnum þá á EM og þá fékk maður að kynnast því að það er helvíti gaman að vinna Dani,“ sagði Aron Pálmarsson sem var besti leikmaður Íslands í leiknum í gær. „Maður hefði viljað skora einu marki meira og ná að vinna þennan leik. Við fáum annað tækifæri á morgun [í kvöld].“ Aron segir að strákarnir þurfi að mæta aðeins betur stemmdir í leikinn í kvöld. „Við þurfum að setja 10-15% meiri alvöru í þetta og gera þetta af meiri krafti. Þá eigum við alveg að vinna þetta lið,“ sagði Aron. „Markvarslan og varnarleikurinn datt niður í seinni hálfleiknum. Hreiðar varði ekki bolta og við vorum mjög slakir í vörninni. Tempóið datt niður hjá okkur og við vorum kannski ekki að rótera liðinu eins mikið og þeir. Mér fannst þó að við ættum að vinna og við ættum meiri möguleika á því.“ Það leynir sér ekki að Aron er fullur sjálfstrausts eftir velgengnina með Kiel og fann hann sig vel. Hann steig upp á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleiknum. „Maður notfærir sér þessa velgengni og lætur hana ekki stíga sér til höfuðs. Það vantaði skyttur hjá okkur og maður er í aðeins öðru hlut- verki en úti. Maður fær að skjóta meira og það er bara gaman,“ sagði Aron. Hann var ekki sáttur við mætinguna á leikinn. „Við verðum að fá fulla höll í svona leiki. Það var leiðinlegt að syngja þjóðsönginn og það heyrðist lítið í Höllinni. Fólk á að mæta á leiki sama þótt það séu æfingaleikir. Eitt besta lið heims er í heimsókn.“ - egm Aron Pálmarsson var ekki ánægður með mætinguna í gær: Of lítið heyrðist í Höllinni Á FLUGI Róbert Gunnarsson flýgur inn í danska teiginn og skorar eitt af fimm mörkum sínum í leiknum, úr aðeins fimm skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.