Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 2
2 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Þetta er mjög óheppi- legt í ljósi þeirra aðhaldsaðgerða sem þessi stjórn hefur staðið fyrir,“ segir Guðlaugur G. Sverris- son, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um fréttir af bílakaupum fyrirtækisins. DV greindi frá því í gær að OR hefði nýlega keypt sjö milljóna króna Benzjeppa fyrir fjármálastjóra fyrirtækisins, Önnu Skúladóttur. Stjórn OR hefur ekki tekið málið fyrir en að sögn Guðlaugs eru málefni einstakra starfsmanna og ráðningarsamningar þeirra á ábyrgð forstjóra fyrirtækisins. Aðspurður sagðist Guðlaugur telja að eðlilegt væri að stjórn OR skoðaði mál eins og þetta. Samkvæmt ráðningarsamningi sem gerður var við Önnu þegar hún tók við starfi fjármálastjóra OR í mars árið 2006 nýtur hún bif- reiðafríðinda. Auk hennar njóta þrír aðrir af æðstu stjórnendum fyrirtækisins sambærilegra fríð- inda. Þar er um að ræða, Hjörleif B. Kvaran forstjóra, Pál Erland framkvæmdastjóra veiturekst- urs og Jakob Sigurð Friðriksson, framkvæmdastjóra framleiðslu og sölu. Komið hefur fram að fjár- hagsstaða OR er erfið og gripið hefur verið til ýmissa aðhalds- aðgerða á undanförnum miss- erum til að bregðast við því. Til að mynda voru laun flestra starfsmanna lækkuð í mars árið 2009 auk þess sem fram kom í máli Guðlaugs G. Sverris- sonar, stjórnarformanns, nýlega að eigi markmið fimm ára áætlun- ar um fjárþörf OR, sem miða við fimm prósenta arðsemi, að nást, þurfi mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Samkvæmt árshlutareikningi OR sem gefinn var út 12. maí síð- astliðinn fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2010 eru heildarskuldir OR rúmir 244 milljarðar króna. Jón Gnarr, verðandi borgar- stjóri, sagðist í samtali við Frétta- blaðið ekki hafa kynnt sér málefni OR nægilega vel. „En mér finnst þetta svolítið 2007 og þetta virk- ar svolítið taktlaust á mig.“ Hann telur að eðlilegt væri að Orku- veitan skeri n iður lúxus áður en farið sé í uppsagnir eða gjaldskrár- hækkanir „Mér finnst þetta furðu- legt mál og hef óskað eftir upp- lýsingum það,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar í Reykjavík. „Ég hélt satt best að segja að það stæðu yfir mjög strangar sparnaðaraðgerðir alls staðar í rekstri borgarinnar og þær aðgerðir eiga sannarlega að ná til Orkuveitunnar líka.“ Dagur segist vilja fá frekari upplýsingar um málið áður en hann tjáir sig um það hvort hann telji það gefa tilefni til breytinga á æðstu stjórn Orkuveitunnar. Hjörleifur B. Kvaran og Anna Skúladóttir gáfu ekki kost á viðtali í gær. magnusl@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Tvær nauðganir hafa á síðustu dögum verið kærð- ar til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Annars vegar er um að ræða konu á þrítugsaldri sem lagt hefur fram kæru. Hins vegar hefur fjórtán ára stúlka kært nauðgun. Eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst var konan stödd í gleðskap þegar meint brot var framið gegn henni. Unga stúlkan mun hins vegar hafa farið heim með manni sem hún kannaðist við, þar sem hann braut gegn henni. Samkvæmt heimildum blaðsins var áfengi ekki haft um hönd. Kynferðisbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málanna. - jss Tvær nauðgunarkærur: Fjórtán ára kærir nauðgun Geirmundur, fáið þið þá ekki endurskoðendur? „Ég held að það sé alveg víst að við fáum til okkar einhverja endur- skoðendur til að hafa umsjón með þessum öndum.“ Geirmundur Vilhjálmsson er forstöðu- maður fangelsisins á Kvíabryggju. Þar eru menn farnir að rækta blóm, tré og matjurtir og ætla að líka að fá sér hænur og endur. SUÐURLAND Skóflustunga að nýrri byggingu fyrir gufubaðsaðstöðu við Laugarvatn var tekin í gær og framkvæmdir hefjast á næstunni, að því er segir í tilkynningu frá Gufu ehf. „Um er að ræða heilsulind, sem verður byggð á sama stað og gamla góða gufubaðið. Heilsulind- in byggir á sömu hugmyndafræði og upprunaleg aðstaða, þar sem gestum er gert kleift að njóta náttúrulegrar gufu úr iðrum jarðar,“ segir um áætlanir fyrir nýja gufubaðhúsið sem leysir af hólmi gamalt hús sem þjónaði í áratugi þar til það var rifið fyrir nokkrum árum. „Gamla gufan var hús sem reist var yfir gufu- hver, en í húsinu var rimlagólf svo gestir gætu notið gufunnar beint. Nýja gufubaðsaðstaðan verð- ur eins og áður byggð ofan á gufuhver og mun efn- isval í nýrri aðstöðu undirstrika tengsl þess við íslenska náttúru. Auk gufubaða verða jafnframt byggðar laugar og heitir pottar ásamt glæsilegri útiaðstöðu fyrir gesti,“ segir áfram í tilkynningu Gufu ehf. Helstu eigendur Gufu eru Byggingarfélag náms- manna, Flugleiðahótel ehf. og Bláa Lónið hf. auk hóps hollvina gufubaðsins, eins og segir í tilkynn- ingunni. Þar kemur fram að heildarkostnaður við verkið sé áætlaður 400 milljónir króna og að því ljúki í lok maí á næsta ári. - gar Loks hillir undir arftaka gamla baðhússins sem byggt var yfir gufuhver: Nýtt gufubaðhús reist á Laugarvatni NÝJA GUFUBAÐIÐ Byggt ofan á hver eins og gamla baðhúsið og efnisvalið á að undirstrika tengslin við náttúru Íslands. MYND/GUFA EHF. ALÞINGI Ráðist verður í bólusetn- ingu allra barna við pneumokka- sýkingu, sem veldur eyrnabólgu, ef Alþingi fer að tillögu heilbrigð- isnefndar og afgreiðir þingsálykt- unartillögu frá Siv Friðleifsdóttur og fleiri þingmönnum. „Það er álit nefndarinnar að hér sé um þarft mál að ræða enda eru eyrnabólgur eitt algengasta heilsu- vandamál barna hér á landi og skýrir yfir 50 prósent allrar sýkla- lyfjanotkunar hjá börnum,“ segir í þverpólitísku áliti heilbrigðisnefnd- ar. „Bólusetning gegn pneumó- kokkasýkingum er þjóðhagslega hagkvæm aðgerð sem skilar sér strax í auknum lífsgæðum, minni notkun sýklalyfja, minna álagi á heilbrigðisstofnunum, minna vinnutapi hjá foreldrum sem og jákvæðum hjarðáhrifum.“ Fram kemur að í heilbrigðisráðuneytinu sé til áætlun um að öll börn fædd 2011 fái slíka bólusetningu. Heilbrigðisnefnd hefur jafn- framt afgreitt tillögu frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og fleirum um að allar 12 ára stúlkur verði bólusettar gegn HPV-smiti og leg- hálskrabbameini og telur að einnig eigi að ráðast í þá aðgerð þótt hún eigi þó að vera aftar í forgangsröð en bólusetning gegn eyrnabólgu. Báðar þessar tillögur voru á dagskrá þingsins í gær. - pg Bólusetning vegna eyrnabólgu og leghálskrabbameins bíður samþykkis Alþingis: Þjóðhagslega hagkvæm aðgerð BÓLUSETNING Heilbrigðisnefnd Alþingis vill taka upp bólusetningu allra stúlkna gegn leghálskrabbameini. Kaup á lúxusbíl þykja furðuleg og taktlaus Stjórnarformaður Orkuveitunnar og oddvitar verðandi meirihluta í borginni segja einkennilegt að bílar séu keyptir fyrir margmilljónir undir stjórnendur á aðhaldstímum. Dagur B. Eggertsson hefur kallað eftir upplýsingum um málið. JÓN GNARR DAGUR B. EGGERTSSON SAMFÉLAGSMÁL Útgerð og áhöfn hrefnuveiðibátsins Drafnar RE gaf Mæðrastyrksnefnd fyrstu veiddu hrefnu skipsins á yfir- standandi vertíð í gær. Hrefnu- veiðimenn ehf. sáu um að koma kjötinu í neytendaumbúðir. Hrefnan gaf af sér um 800 kíló af kjöti. Gunnar Jóhannsson segir ástæðu gjafarinnar fyrst og fremst vera að styðja við bakið á því góða starfi sem nefndin hefur unnið fyrir þá sem þurfi eru. „En við viljum jafnframt vekja athygli fólks á þeirri matarkistu sem við eigum hér, og að enginn þurfi að svelta ef hann ber sig eftir björginni.“ - shá Mæðrastyrksnefnd styrkt: Fyrsta hrefnan gefin fátækum UTANRÍKISMÁL Skrifað var undir samning seðlabanka Íslands og Kína við upphaf opinberrar heimsóknar He Guoqiang, flokksritara í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommún- istaflokksins, og sendinefndar hans. He Guoquang er með hærra settum mönnum kínverska stjórnkerfisins sem hingað hafa komið og var nokkur viðbúnaður vegna upphafs fundanna í utan- ríkisráðuneytinu við Rauðarár- stíg í gær. Götunni var lokað á meðan sendinefndin staldraði við. Flokksritarinn fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands í hádeginu, eftir að hafa fundað með Össuri Skarp- héðinssyni utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt- isráðherra. Þá ætlaði He Guoqu- ang að kynna sér orkunýtingu í Svartsengi og á Hellisheiði. - óká Háttsettur maður í heimsókn: Lögregla lokaði Rauðarárstíg GUÐLAUGUR G. SVERRISSON HREFNAN KOMIN Í HÚS Aðalheiður Franzdóttir og Ragnhildur Guðmunds- dóttir frá Mæðrastyrksnefnd tóku á móti Gunnari Jóhannssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tók lögreglumann hálstaki Ríkissaksóknari hefur ákært ungan mann fyrir að veitast að lögreglu- manni við skyldustörf með ofbeldi og taka hann hálstaki. DÓMSTÓLAR HOLLAND, AP Þingkosningarnar í Hollandi virtust ætla að verða hnífjafnar samkvæmt fréttum í gærkvöldi. Frjálslynda þjóðar- flokknum og Verkamannaflokkn- um, stærstu flokkunum til hægri og vinstri, var spáð jafnmörgum þingsætum, eða 31 af 150 á hol- lenska þinginu. Kristilegi demókrataflokkurinn, sem Jan Peter Balkenende forsætis- ráðherra leiðir, beið afhroð og ætlar hann að hætta stjórnmálaþátttöku. Allar líkur virðast vera á sam- steypustjórn þriggja flokka. - shá Þingkosningar í Hollandi: Stjórn þriggja flokka líkleg GLÆSIKERRA Bíllinn, af gerðinni Mercedes Benz ML 350, kostaði notaður um átta milljónir króna. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.