Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 4
4 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR LONDON, AP Fimm frambjóðendur munu keppa um formannsemb- ætti breska Verkamannaflokks- ins á næstu mánuðum. Þetta skýrðist í gær þegar frestur til að skila tilskildum fjölda með- mæla frá þingmönnum flokksins rann út. David Miliband, sem lét nýlega af embætti utanríkisráðherra, þykir líklegastur til að hreppa hnossið en hann etur kappi við bróður sinn Ed Miliband, fyrr- um umhverfisráðherra, Ed Balls, fyrrum menntamálaráðherra, Andy Burnham, fyrrum heil- brigðisráðherra, og þingmanninn Diane Abbott sem var á sínum tíma fyrsta svarta konan til að ná kjöri sem þingmaður í Bretlandi. Formannskjörið hefst 16. ágúst og úrslit verða kynnt 25. sept- ember. - mþl Leitað að eftirmanni Browns: Fimm vilja for- mannssætið VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 28° 31° 17° 31° 32° 19° 19° 22° 18° 27° 24° 35° 18° 23° 19° 16°Á MORGUN Strekkingur með A- strönd, annars hægari. LAUGARDAGUR Heldur vaxandi vindur með S-ströndinni. 1813 16 131112 10 1011 14 11 10 9 9 9 9 11 9 11 12 76 5 6 5 8 6 10 3 57 3 8 SKIN OG SKÚRIR Það skiptast á skin og skúrir næstu daga. Í dag verð- ur væta víða um land en á morgun lítur út fyrir bjart- viðri mjög víða, sérstaklega þegar á daginn líður. Á laugardag þykknar svo upp vestan- og sunnanlands og fer að rigna en líklega ekki fyrr en undir kvöld. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður NEYTENDUR Tæplega 22 þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum. Verði ekkert að gert stefnir í að þeim fjölgi um átta þúsund manns næstu tólf mánuði, samkvæmt upplýsingum Creditinfo. Hópurinn sem þarf aðstoð er barnafólk á aldrinum 26 til 54 ára. Nú eiga ellefu þúsund börn foreldra á vanskilaskrá. Staðan er alvarleg að mati Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo. Samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Capacent gerði fyrir Creditinfo í apríl og maí, kemur fram að 56 prósent þeirra sem hafi fengið aðstoð telji sig þurfa á frekari úrræðum að halda. Rakel sagði athyglisvert hversu margir í tekjuhærri hópum hafi leitað sér aðstoðar en 43 prósent þeirra sem eru með 550 þúsund krónur og meira á mánuði og hafa fengið aðstoð telji sig þurfa á frekari hjálp. Rakel segir að bæta megi stöðuna þrátt fyrir inngrip bankanna. Til þess þurfi samhent átak fjármálafyrirtækja og stjórnvalda. Hún mælti með því að skilvísum viðskiptavinum bankanna yrði umbunað með betri kjörum eins og gert sé í öðrum löndum. - jab RAKEL Verði ekkert að gert fara átta þúsund einstaklingar á vanskilaskrá. Bankarnir ættu að umbuna skilvísum viðskiptavinum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ellefu þúsund börn eiga foreldra á vanskilaskrá, samkvæmt Creditinfo: Umbuna ætti skilvísu fólki SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær nýjar refsiaðgerðir gagnvart Írönum vegna meintra áforma þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Refsiaðgerðirnar beinast gegn sérsveitum íranska hersins, lang- drægum skotflaugum og kjarn- orkutengdum fjárfestingum. Þetta er í fjórða skiptið sem öryggisráðið samþykkir refsi- aðgerðir gegn Íran vegna þessa máls. Tólf aðildarríki ráðsins greiddu aðgerðunum atkvæði sitt, Tyrkland og Brasilía voru á móti en Líbanon sat hjá. - gb Öryggisráð fjallar um Íran. Refsiaðgerðir samþykktar ÖRYGGISRÁÐ SÞ Atkvæðagreiðsla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna halla á fyrsta ársfjórðungi ársins 2010 samanborið við 23,9 millj- arða króna halla á sama tíma árið 2009. Sem hlutfall af landsfram- leiðslu mældist hallinn 6,4 pró- sent en á sama tíma árið 2009 var þetta hlutfall 6,8 prósent. Heildartekjur hins opinbera hækkuðu um ríflega 9 prósent á milli ára en heildarútgjöld jukust um 5,4 prósent. Hagstofan birti þessar tölur í Hagtíðindum í gær. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Hallarekstur hjá ríkinu VIÐSKIPTI Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að ann- ast alla almenna fjarskipta- þjónustu fyrir félagið og dóttur félögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjög- ur árin. Samningurinn var gerð- ur að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskipta- þjónustu fyrir félagið. „Þjónusta Vodafone nær til fastlínusímtala, GSM-þjónustu og gagnanetstenginga. Lands- virkjun lækkar fjarskipta- kostnað sinn umtalsvert með útboðinu,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar, og Ómar Svavarsson, for- stjóri Vodafone, undirrituðu samninginn. - óká Buðu út fjarskipti í fyrsta sinn: Landsvirkjun er nú hjá Vodafone MENNING Ráðið hefur verið fólk til að halda utan um ráðstefnur, ljósabúnað og hljóðstjórn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnu- húsinu í Reykjavík. Karitas Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri ráð- stefnuhalds, Páll S. Ragnarsson tæknistjóri ljósabúnaðar og Ingv- ar Jónsson tæknistjóri hljóð- stjórnar. Þá hefur listráð hússins komið saman á fyrsta fundi. Formaður ráðsins er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. - óká Listráð fundar í fyrsta sinn: Þrír starfsmenn ráðnir til Hörpu FERÐAMENNSKA Ölgerðin hóf í síðustu viku að kynna erlendum ferðamönnum drykkjuhefðir og menningu Íslendinga. Þetta er nýlunda hér á landi en þekkt í annarri mynd í ýmsum löndum, líkt og margir kannast við sem farið hafa í heimsókn í erlend brugghús. Kynningin er í samstarfi við ferðaþjónustu fyrirtækið Iceland Excursions. Áfengismenning Íslendinga verður kynnt með þessum hætti í sumar. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir erlenda ferðamenn almennt ánægða með þessa hlið Íslandssögunnar enda áfengir drykkir í forgrunni. Gest- um gefst tækifæri til að smakka á ýmsum drykkjum sem sett hafa mark sitt á Íslandssöguna. Þar á meðal er mjöður sem bruggað- ur er hjá Ölgerðinni og líkur því sem talið er að skáldið og höfð- inginn Egill Skallagrímsson hafi drukkið fyrir aldamótin 1000. Þá er boðið upp á íslenskt brennivín, sem drukkið er úr staupi í horni. Farið er yfir hvern drykk í sögu- legu samhengi. Í einni slíkri ferð erlendra gesta í gegnum Íslandssöguna í gær vakti áfengisbannið 1915 og bjórbann eftir það sérstaka kátínu, ekki síst þegar þeim var gefið að súpa af bjórlíki, líku því sem í boði var á öldurhúsum borgarinnar áður en bjór var leyfður hér, eða allt fram í mars árið 1989. jonab@frettabladid.is MALT OG APPELSÍN Malt og appelsín var kynnt sem einn af klassískum drykkjum þjóðarinnar og nákvæm blöndunaraðferð kennd. BJÓRLÍKIÐ BLANDAÐ Nokkra gesti hryllti við þegar þeim var boðið upp á blöndu af pilsner, vodka og íslensku brennivíni. Blanda sem þessi kallast bjórlíki, en Gaukur á Stöng kynnti hana til sögunnar á níunda áratug síðustu aldar. Bragðið átti að líkjast bjór sem þá var bannaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÓR Á MISMUNANDI STIGUM Gestir kunnu að meta mörg afbrigði mjaðarins. Bjórbann og bjórlíki vekja mesta kátínu Ölgerðin kynnir erlendum ferðamönnum Íslandssöguna og drykkjumenningu í sumar. Ferðamenn eru almennt ánægðir enda áfengir drykkir í forgrunni. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 09.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,7891 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,61 131,23 189,39 190,31 156,41 157,29 21,024 21,148 19,615 19,731 16,236 16,332 1,4284 1,4368 189,98 191,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Nýr þrýstijafnari, þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is 25% afsl áttu r af inn ihal di
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.