Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 6
6 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingis- kosninga 2007. Sigurður Kári sagði á Alþingi á mánudag að hann hefði „upplýst um þá styrktaraðila sem mér bar skylda til að upplýsa um“. Spurður hvar og hvenær hann hafi gert þetta, segir Sigurður að hann hafi tilgreint styrktarað- ila vegna prófkjörs 2009 og sent uppgjör vegna prófkjörs 2006 til Ríkisendurskoðunar: „Ég hef fylgt öllum reglum sem mér ber skylda til að fylgja og þar við situr.“ Í síðarnefndu uppgjöri segir að Sigurður Kári hafi fengið alls 4.650.000 krónur í styrki. Þrír þeirra eru yfir 500.000 krónum, en Ríkisendurskoðun mæltist til þess að styrkveitendur svo hárra styrkja yrðu nafngreindir. Það gerði Sigurður ekki. Styrkveitend- ur hans eru ýmist kallaðir NN, eða sagt að þeir óski nafnleyndar. Spurður hvort hann ætli að greina frá þessum styrktaraðilum, segir Sigurður að honum beri ekki skylda til þess samkvæmt lögun- um. Hann tekur fram að kostnaður hans (6,7 milljónir) sé mun lægri en hjá ýmsum öðrum og styrkirnir dreifðari. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að einn þess- ara styrkja, 750.000 krónur, hafi komið frá Landsbankanum. Þá eru tveir háir styrkir eftir: einn upp á milljón frá lögaðila og annar upp á hálfa milljón frá einstaklingi. Væri ekki einfaldast að gefa þetta upp? „Ég tel að þær upplýsingar sem ég hef veitt Ríkisendurskoðun Sigurður Kári neitar að gefa upp styrki Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður fékk tæpar 4,7 milljónir í styrki vegna al- þingiskosninga 2007. Hann hefur ekki nafngreint styrktaraðila sína og vill ekki greina frá hæstu styrkjunum, sem Ríkisendurskoðun vildi að yrðu skýrðir. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Þingmaðurinn segist telja að hann hafi veitt fullnægjandi upplýsingar um styrktaraðila sína, enda hafi hann fengið lægri styrki en ýmsir aðrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Tilgreina skal sérstaklega þá aðila sem veitt hafa framlag að fjárhæð 500 þús.kr. eða meira. Hafi lögaðili krafist trúnaðar um framlög sín til viðkom- andi stjórnmálasamtaka skal engu að síður birta upplýsingar um fjárhæð framlagsins en upplýsingar um heiti viðkomandi aðila skulu ekki birtar. Sé um einstakling að ræða skal birting á nafni hans sem styrkveitanda ávallt byggjast á samþykki hans.“ Úr fréttatilkynningu Ríkisendurskoðunar 30.12.2009 Tilmæli Ríkisendurskoðunar séu fullnægjandi og lögum samkvæmt,“ segir hann. Spurður hvort kjósendur kunni að eiga rétt á að vita um slíka styrki, segir Sigurður að þegar prófkjörið fór fram hafi ákveðnar reglur gilt, sem hann fari eftir. Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi hefur viðurkennt að þeir aðilar sem voru sagðir „óska nafn- leyndar“ í hans uppgjöri hafi í raun ekki gert það. Um hvort styrktaraðilar Sigurð- ar hafi í raun óskað nafnleyndar, segir Sigurður: „Ég tel að það sé, sá sem annaðist uppgjörið, það er væntanlega þannig, fyrst þetta er tiltekið svona. Ég hef ekkert meira um þetta að segja.“ klemens@frettabladid.is Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA létt&laggott er komið í nýjan búning E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 3 1 Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is SUMARTILBOÐ! 20% afsláttur af vor- og sumarfatnaði af 0 - 11 ára DÓMSMÁL Tveir menn á fertugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að valda óspektum á almannafæri á Patreksfirði á síðasta ári. Þeir hafi verið „mjög æstir og ögrandi í framkomu við nærstadda“, svo til ryskinga hafi komið. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa barið með báðum höndum á lögreglubíl, opnað hurð á honum og reynt að toga mann út, þannig að til átaka hafi komið. Þá eru báðir mennirnir ákærð- ir fyrir brot gegn valdstjórninni. Annar er ákærður fyrir að hrinda lögreglukonu við skyldustörf svo hún lenti á húsvegg og marðist. Hinn er ákærður fyrir að hafa með ofbeldi og hótunum um ofbeldi leitast við að hindra þrjá lögreglu- menn sem voru við skyldustörf, með því að hafa verið ógnandi í framkomu, óhlýðnast fyrirmæl- um og leitast við að koma félaga sínum undan handtöku. Jafnframt hafi hann beitt líkamlegum afl- smunum gegn tveimur lögreglu- mannanna og losað sig frá þeim er þeir reyndu að yfirbuga hann. Hann er sakaður um að hafa einn- ig ýtt við þeim, rifið í hár lögreglu- konunnar og potað fingri í hægra auga hennar. - jss LÖGREGLAN Annar mannanna barði lögreglubíl að utan. Tveir menn ákærðir fyrir að ganga berserksgang gegn lögreglu á Patreksfirði: Rifu í hár og potuðu í auga VIÐSKIPTI Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. Kaupin eru gerð með yfir- töku skulda og kaupum á nýju hluta- fé og marka lokin á endurskipulagn- ingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu Íslandsbanka. Samningar eru gerðir með fyr- irvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækj- anna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda, en ALP hefur leigt út bíla undir þeim vöru- merkjum. Í fyrra var áætlað að markaðshlutdeild félagsins næmi 25 prósentum. „Opið söluferli hófst 26. mars síðastliðinn og hefur Fyrirtækja- ráðgjöf Íslandsbanka annast ferlið fyrir hönd ALP og kröfuhafa félags- ins. Fjögur tilboð bárust í félag- ið með fyrirvara um áreiðanleika- könnun og skiluðu allir þeir aðilar skuldbindandi tilboðum,“ segir í tilkynningu. Kaupendur eru Vilhjálmur Sig- urðsson, sölu- og markaðsstjóri ALP, Þorsteinn Þorgeirsson flota- stjóri, Hjálmar Pétursson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri ALP, Ingi Guðjónsson, fyrrverandi fjár- málastjóri fyrirtækisins, og Ársæll Hreiðarsson. - óká Nýir eigendur taka við rekstri bílaleigunnar ALP ehf. úr hendi Íslandsbanka: Samþykki þarf frá AVIS og Budget HEFÐU BETUR LEIGT BÍL Allur gangur er á því hvaða ferðamáta fólk sem sækir landið heim velur sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖRYGGISMÁL Björgunarsveitir Landsbjargar hafa fest kaup á sex björgunarbátum. Nýju bátarnir bætast við fjórtán björgunarskip og um 70 léttabáta sem þegar eru í eigu björgunarsveita. Björgunar- sveitirnar Gerpir á Neskaupsstað, Geisli á Fáskrúðsfirði, Ársæll í Reykjavík, Suðurnes í Reykjanes- bæ, Björg á Eyrarbakka og Brim- rún á Eskifirði keyptu bátana notaða frá Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu (RNLI) en Landsbjörg hefur keypt báta frá félaginu síðan árið 1929. - shá Landsbjörg styrkir sig: Sex nýir bátar verið keyptir KJÖRKASSINN Á að frysta laun ríkisstarfs- manna til ársins 2013? JÁ 39,6% NEI 60,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fylgjast með HM í knattspyrnu? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.