Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 8
8 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskipta- samning Seðlabanka Kína og Seðla- banka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann. Fjárhæð samningsins er 66 millj- arðar króna eða 3,5 milljarðar kín- verskra júana. „Gróft á litið 500 milljónir Bandaríkjadala,“ segir Már. Samningurinn gildir í þrjú ár og hægt verður að framlengja hann að gefnu samþykki beggja aðila. Fyrst og fremst segir Már samn- inginn hugsaðan til að greiða fyrir utanríkisviðskiptum Íslands og Kína. „Hægt verður að fjármagna utanríkisviðskipti á milli landanna, án þess að nota endilega skiptan- legar myntir sem við erum með í okkar gjaldeyrisforða, svo sem Bandaríkjadal eða evrur.“ Már segir mjög erfitt að setja mælistiku á hvað gjaldmiðla- skiptasamningurinn við Seðla- banka Kína léttir miklum þrýst- ingi af gjaldeyrisforða Íslands. Létt hafi á þrýstingi við það að gengið var nýverið frá samningi um aflandseignir í krónum við Seðlabankann í Lúxemborg og þá sé hægt að draga á lán í framhaldi af því að lokið var annarri endur- skoðun efnahagsáætlunar stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. „Við erum svo sem ekkert að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri í augnablikinu,“ segir hann. Már segir samninginn mjög mikilvægt skref í auknu samstarfi við kínverska seðlabankann. Hann segir málið hafa verið lengi í und- irbúningi, en allt frá vormánuð- um 2009 hafi seðlabankarnir verið í samskiptum um margvís- legt mögulegt samstarf. „Svein Harald Øygaard átti fund með kínverska seðlabankastjóran- um í maí 2009. Ég átti svo fund GENGIÐ FRÁ GJALDMIÐLASKIPTUM Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Seðla- banka Kína, og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands, ganga frá samningi um gjaldmiðlaskipti milli bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri Seðlabankar Íslands og Kína skrifuðu í gærmorgun undir þriggja ára samning um gjaldmiðlaskipti. Fjárhæð samningsins nemur 66 milljörðum króna og 3,5 milljörðum júana, eða sem samsvarar um 500 milljónum Bandaríkjadala. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um samstarf milli Landsvirkjunar annars vegar og China International Water & Electric Corporation (CWE) og Export-Import Bank of China (Exim Bank) hins vegar við upphaf opinberrar heimsóknar frá Kína í gærmorgun. Yfirlýsingin er sögð liður í að stuðla að jákvæðum samskiptum og viðskiptum á milli Íslands og Kína. „Yfirlýsingin felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu þessara þriggja aðila en í henni kemur fram áhugi CWE á að bjóða í framkvæmdir við Búðarhálsvirkj- un sem og áhugi Landsvirkjunar á að fá tilboð frá fyrirtækinu. Þá lýsir Exim Bank yfir áhuga á að fjármagna hluta verksamninga sem CWE kann að vinna fyrir Landsvirkjun að undangengnu útboði,“ segir í tilkynningu Landsvirkj- unar. CWE er sagt eitt stærsta verktakafyrirtæki Kína. Export-Import Bank of China er kínverskt ríkisfyrirtæki sem meðal annars styður kínversk fyrirtæki í útflutningi. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka í gær er samstarfið sagt geta orðið til þess að skriður komist á að hægt verði að stækka álverið í Straumsvík. Kínverskur verktaki horfir til Íslands með honum úti í Basel í nóvember 2009,“ segir Már, en að auki fund- aði hann með varaseðlabankastjóra Kína í Washington í apríl. „Núna þegar þessi heimsókn brast á opn- aðist svo möguleikinn á að koma þessum samningi á.“ Már vildi ekki segja til um hvort farið hafi verið fram á annars konar lánafyrirgreiðslu við Seðla- banka Kína, svo sem lánalínu í Bandaríkjadölum. „Ég get ekki upplýst um hvaða mál við höfum rætt eða munum ræða við Seðla- banka Kína. Það verður bara að koma í ljós. Nú verður ekki sagt frá neinum afla fyrr en hann er kominn á land.“ olikr@frettabladid.is Komdu á Grand Hótel Reykjavík og upplifðu það besta sem Nova Scotia hefur upp á að bjóða. Pantanir í s íma 5148000 Dagana 11. - 13 . júní . HUMARVEISL A ÁRSINS SPRIKLANDI FERSKUR RISA HUMAR Á NOVA SCOTIA DÖGUM Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Reykjavík Sími : 514 8000 www.grand. is veit ingar@grand.is T ilb o ð in g ild a til 3 1. a p ril e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a s t, a u g lýs t ve rð e r tilb o ð s ve rð . ðu 975 kr/kg Kostur Lambalæri frosið Kostur ð ð 284 kr/kg Vínber Blá steinlaus vínber ð ð 1.782kr/kg Kostur Kjúklingabringur ferskar Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 35 afsláttur % ðu 99kr/askjan Kiwi Kiwi, 800g í öskju 25 afsláttur % 20 afsláttur % 50 afsláttur % ðu 1.596 kr/kg Kjöthornið Grillkjöt 3 tegundir OPIÐ ALLA DAGA 10-20 Tilboð Frábært Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.