Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 10
10 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR 11 eða 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfi sferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Í boði eru ferðir 22. júní í 14 nætur og 6. júlí í 11 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. ALÞINGI Það er ekkert að vanbún- aði að leggja niður skilanefnd- ir föllnu bankanna, sagði Helgi Hjörvar, Samfylkingu, á Alþingi í gær. Vinnan við uppgjör föllnu bankanna hefur færst til slita- stjórna. Ekki ætti að taka nema 2-3 mánuði að hnýta lausa enda þannig að hægt verði að leggja skilanefndirnar niður. Óli Björn Kárason, Sjálfstæð- isflokki, sagði skilanefndirnar hina nýju valdastétt á Íslandi, þær væru óháðar öllum og þurfi ekki að standa neinum skil gjörða sinna. Fram kom að kostnaður við starf skilanefnda bankanna næmi um 20 milljörðum króna en verð- mæti eignanna sem þær sýsla með er talið um 3.500 milljarðar. Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, sagði að þótt þessar tölur þættu háar hér á landi þætti erlendum kröfuhöfum hann svo lítill að þeir drægju í efa að nóg væri að gert til að hámarka verðmæti eigna bankanna. Gylfi sagði að það skipti ekki höfuð- máli hvort stjórnirnar yrðu sam- einaðar eða ekki. Vinnan við að leysa upp gömlu bankana yrði sú sama og kostnaður breyttist lítið þótt honum yrði skipt með öðrum hætti. Árni Þór Sigurðsson, VG, tók undir með Helga Hjörvar að leggja mætti skilanefndirnar niður og fela slitastjórnum allt uppgjör þrotabúa bankanna. Hann minnti á að heimilt væri sam- kvæmt lögum og dómafordæmi að endurákvarða skiptakostnað. Skiptastjórar, þ.e. skilanefndirn- ar, bæru sönnunarbyrði fyrir því að reikningar sem þeir gefa út fyrir vinnu sína væru réttmætir. „Hverjir hagnast á því að bank- arnir fóru á hausinn?“ spurði Vig- dís Hauksdóttir, Framsóknar- flokki, og sagði að það væru fyrst og fremst fagaðilar sem starfa við uppgjör þrotabúanna. Vigdís sagðist vera að undirbúa tillögu um að fram fari rannsókn á starf- semi skilanefndanna, sambærileg rannsókninni á bankahruninu. Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálf- stæðisflokki, nálgaðist málið úr annarri átt, sagði að Íslendingar ættu að fagna því að sem flest- ir störfuðu hjá skilanefndum og hefðu sem hæst laun. Íslendingar ættu litlar eignir í gömlu bönk- unum, erlendir kröfuhafar borgi laun skilanefnda og skiptakostnað að langmestu leyti; skatttekjur séu mun hærri en hlutur Íslendinga í kostnaði við skilanefndirnar. peturg@frettabladid.is Skilanefndir lagðar niður Þingmenn úr báðum stjórnarflokkum telja rétt að leggja niður skilanefndir föllnu bankanna. Nefnd- irnar voru harðlega gagnrýndar á Alþingi. „Hin nýja yfirstétt,“ segir Óli Björn Kárason þingmaður. SKILANEFNDIR Kostnaður við að skipta upp föllnu bönkunum nemur samtals 20 milljörðum króna, sem er um 0,6% af um 3.500 milljarða heildareignum. Gylfi Magnússon segir að hlutfallið sé misjafnt eftir bönkum og á bilinu 0,3-1%. 1. Hvaða hvalategund er talin mynda vinatengsl samkvæmt rannsóknum? 2. Hvað heitir verslunarkeðjan í Bretlandi sem er að stórum hluta í eigu skilanefnda gömlu bankanna? 3. Hvaða breska dagblað hefur beðið Eið Smára Guðjohnsen afsökunar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON, VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR, GYLFI MAGNÚSSON, ÓLI BJÖRN KÁRASON OG ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON MANNRÉTTINDI Mannréttindasam- tökin Amnesty International birtu í gær nýja skýrslu sem ber heit- ið „From Promises to Delivery“. Í skýrslunni eru Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna skoðuð út frá mannréttindaskyldum sjálfstæðra ríkja. Skýrslan felur meðal annars í sér skýringar og viðhorf samtak- anna á jafnrétti, mæðraheilsu og fátækt og varpar hún ljósi á það bil sem er á milli Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra mannréttindaviðmiða. Þúsaldarmarkmiðin eru frum- kvæði SÞ til að vinna gegn fátækt í heiminum og byggja á Þúsaldaryfir- lýsingunni sem samþykkt var fyrir tíu árum. Meginmarkmið þeirra er að eyða fátækt og hungri í heim- inum öllum og tryggja jafnrétti á öllum grundvelli. Í skýrslu Amnesty er lýst hver þau skref eru sem ríkisstjórnir verða að stíga til að ná fram raun- verulegum árangri í framfylgni við Þúsaldarmarkmiðin og útrýmingu fátæktar. Að mati samtakanna kall- ar hún á að stjórnvöld tryggi að öll átaksverkefni sem tengjast Þúsald- armarkmiðunum samræmist alþjóð- legum mannréttindum. - sv Amnesty International birtir nýja skýrslu sem krefur stjórnvöld um aðgerðir: Þúsaldarmarkmið SÞ skoðuð VINNA SKIPULEGA GEGN FÁTÆKT Skýrsla Amnesty International skýrir frá Þúsaldarmarkmiðum SÞ um baráttuna við fátækt. VIÐSKIPTI Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi aðal- eigandi Kaupþings, seg- ist enga aðild hafa átt að hlutabréfakaupum katarska sjeiksins Al- Thani í Kaupþingi og að aldrei hafi staðið til að hann hefði fjárhagsleg- an ávinning af viðskipt- unum. Þetta segir hann í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segist hafa hjálpað til við að koma kaupunum á og verið milliliður í lánveitingunni til sjeiksins. „Sheik Al-Thani er í hópi öflugustu og virtustu fjár- festa heims. Samsæriskenningar um að hann hafi ætlað að taka þátt í einhvers konar sjónarspili gegn þóknun í tengslum við kaup á 5% hlut í Kaupþingi eru vægast sagt fráleitar,“ segir Ólafur. Ólafur hyggst ekki tjá sig frekar um „innihald tölvu- pósta eða annarra sam- skipta sem Lilja Steinþórs- dóttir og Halldór Bjarkar Lúðvígsson kunna að hafa átt í janúar 2009 eða þá túlkun atburða sem þar er sett fram“. DV birti símtal milli Lilju og Halldórs á mánudag þar sem rætt var um að reynt hefði verið að fela aðild Ólafs að málinu. Ólafur segist þess enn fremur fullviss að rannsókn málsins muni leiða í ljós að hann hafi engin lög brotið í málinu. - sh Fráleitar samsæriskenningar um katarska sjeikinn: Ólafur Ólafsson segist saklaus í Al-Thani-máli ÓLAFUR ÓLAFSSON MOSKVA, AP Háttsettur embættis- maður hjá Sameinuðu þjóðunum fullyrðir að tala þeirra sem deyja árlega af notkun afgansks heró- íns í V-Evrópu sé hærri en heild- arfjöldi þeirra NATO-hermanna sem hafa látist í Afganistan síðan 2001, eða um 1.800 manns. Stærsti markaðurinn fyrir afgönsk fíkniefni er í Rússlandi, en á ári hverju seljast þar meira en 70 tonn af heróíni. - sv Heróín skaðlegra en stríð: Fjöldi dauðs- falla gífurlegur Stálu bensíni af vélsleða Ungur maður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela 22 lítrum af bensíni af vélsleða. Félagi hans var dæmdur fyrir hylmingu þar sem hann notaði hluta af bensíninu á bíl sinn. DÓMSTÓLAR MANNRÉTTINDI Íslandsdeild Amn- esty International efna til vináttu- leik í knattspyrnu næstkomandi sunnudag. Leikurinn er til stuðn- ings Stand Up United, alþjóðlegu keppnisliði sem berst fyrir mann- réttindum um allan heim. Meðal leikmanna Amnesty verða Ilmur Kristjánsdóttir, Sig- mar Guðmundsson og Ari Eld- járn. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði í hálfleik. Leikur- inn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardal og hefst klukkan 16. Aðgangur er ókeypis. - sv Amnesty heldur vináttuleik: Keppa fyrir málstaðinn VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.