Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 12
12 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvernig stendur Framsóknarflokkur- inn að loknum sveitarstjórnarkosn- ingum? Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýna, svo ekki verður um villst, að tvískipting Framsóknarflokksins lifir enn góðu lífi. Tilraun Hall- dórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns, til að gera úr flokknum höfuðborgarflokk hefur mistek- ist og nú á hann engan fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ýmsar skýringar hafa verið tíndar til á úrslitunum í Reykja- vík og ljóst er að Besti flokkurinn setti óvænt strik í reikning allra flokka. Því verður hins vegar ekki litið fram hjá að flokkurinn hlaut ekki nema 2,7 prósenta fylgi í höfuðborginni. Aðeins rúmlega 1.600 manns kusu flokkinn, en þess má geta að um 3.000 félagar eru í hinum ýmsu félögum flokks- ins í Reykjavík. Tekist var á um oddvitasætið í borginni og hafði Einar Skúla- son þar betur en Óskar Bergs- son. Engan veginn hefur gróið um heilt á milli þeirra, eða stuðn- ingsmanna þeirra, og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum ef sameina á flokksmenn í Reykja- vík. Trúnaðarmenn hafa þó hist að kosningum afstöðnum. Staðreyndin er sú að fulltrúum flokksins í sveitarstjórn fjölgaði um fjórðung og víða unnust mikl- ir sigrar. Það undirstrikar enn og aftur hve flokkurinn er lands- byggðarmiðaður. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að það verði verkefni nýrrar forystu að finna flokknum stað í pólitísku litrófi nútímans. Rótunum á landsbyggðinni verði að flétta saman við höfuðborgar- svæðið, þar sem meirihluti lands- manna býr. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður í janúar 2009 og þótti kjör hans merki um endurnýjun í forystunni. Í kosningunum 2009 tóku margir nýir þingmenn sæti og flokksmenn hafa haldið því á lofti að þeir hafi brugðist við kalli þjóðarinnar um uppgjör og endur- nýjun. Enn á ný virðist átakalínan liggja eftir landslaginu. Heimild- armenn flokksins í Reykjavík tala um að þeir hafi fengið að heyra það að sú endurnýjun væri ekki trú- verðug. Ekki hafi tekist að koma því að hjá kjósendum að Fram- sóknarflokkurinn stæði fyrir eitt- hvað nýtt. Einstrengingslegur mál- flutningur forystunnar hafi oftar en ekki orðið þeim fjötur um fót. Á móti kemur að á landsbyggð- inni, víða að minnsta kosti, hafa menn verið ánægðir með stað- festu forystunnar í málum eins og Icesave og þykir formaðurinn hafa verið skeleggur. Framsóknarmenn þekkja það að forystumenn þeirra séu ekki ein- huga og nægir að nefna Halldór Ásgrímsson og Guðna Ágústsson í þeim efnum. Mörgum heimildar- mönnum blaðsins ber saman um að flokksmenn séu leiðir á slíku karpi og vilji að forystan leysi sín mál í kyrrþey. Aðrir óttast hins vegar að því fylgi þöggun og að á nýjum tímum verði menn að geta rætt málin og gagnrýnt eins og þarf. Guð- mundur Steingrímsson, þingmað- ur flokksins, bað forystuna að líta í eigin barm að kosningum lokn- um. Formaðurinn tók því með tali um gjörningalist og að Guðmundur væri ósvífinn. Þetta þykir mörg- um benda til að opin umræða eigi ekki upp á pallborðið hjá núverandi forystu. Þótt þeir Sigmundur og Birkir Jón Jónsson varaformaður séu ekki alltaf sammála, þykja þeir samstiga og halda sínum ágrein- ingi ekki hátt á lofti. Það þýðir þó ekki að hann sé ekki til staðar. Höskuldur Þór Þórhallsson bauð sig fram gegn Sigmundi í fyrra, en ólíklegt þykir að hann endur- taki leikinn á næsta flokksþingi, sem verður að ári. Þá er ólíklegt að varaformaðurinn hyggi á meiri metorð í þessari lotu. Helst er það Guðmundur Stein- grímsson sem nefndur er til sög- unnar sem arftaki Sigmundar og orða sumir það þannig að það sé bara spurning um hvenær en ekki hvort hann verði formaður Fram- sóknarflokksins. Hvort hann legg- ur í slaginn á fyrsta kjörtímabil- inu gegn formanni sem nokkuð góð sátt ríkir um skal ósagt látið. Það er því útlit fyrir að Sig- mundar Davíðs bíði það verkefni að endurreisa Framsóknarflokk- inn á höfuðborgarsvæðinu, en halda samhliða í fylgið á lands- byggðinni. kolbeinn@frettabladid.is Tvískiptingin lifir góðu lífi Sveitarstjórnarkosningarnar sýndu að Framsóknarflokknum gengur illa að fóta sig á suðvesturhorninu. Flokknum gekk hins vegar víða vel á landsbyggðinni. Lygnt er á yfirborði flokksins en undir niðri ólgar. FORYSTAN Framsóknarflokkurinn hefur farið í gegnum allmikla endurnýjun, en ekki þykir öllum nóg um. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er vinsæll formaður í ákveðn- um kreðsum, en aðrir vilja opnari stjórnunarstíl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is Smáfólkið fær frítt í hoppukastala Frítt í minigolf fyrir fjölskylduna Frí andlitsmálning Fríar blöðrur fyrir öll börn Frímiði í Veröldina okkar fyrir öll börn Allir sem kaupa gjafakort fá óvæntan glaðning Nöfn þeirra sem kaupa gjafakort fara í RISApott Allir sem mæta með regnhlíf fá ís í brauði frá Kjörís í Ísbúð Smáralindar Njóttu dagsins í Smáralind - gleði og gaman fyrir alla fjölskylduna. Opið til kl. 21 - sjáumst! GLEÐILEGAN FIMMTUDAG JÓGAÆFINGAR LÖGREGLUÞJÓNA Í borginni Jallallabad á Indlandi rakst ljósmyndari á þessa lögreglumenn við jógaæfingar snemma morguns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÆKUR Harðasta áhugafólk um íslenska sögu og menningu gæti átt erfitt með sig við lestur bókar Sigurðar Gylfa Magn- ússonar sagn- fræðings um þjóðina í félags- sögulegu sam- hengi frá fyrri öldum og fram yfir bankahrun. Þetta er mat gagnrýnanda breska vikuritsins Economist um bókina Wasterland with Words, sem kom út um miðjan maí. Hann telur að einhverjum lesendum kunni að bjóða við, bæði af lýs- ingum á hrottafengnum misþyrm- ingum á fyrri öldum og einkenni- legum matarvenjum Íslendinga. - jab Economist um sagnfræðirit: Áhugaverð bók um Íslandssögu SIGURÐUR GYLFI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.