Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 18

Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 18
18 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Ekki er mikið um leigu- framboð á fellihýsum og tjaldvögnum þar sem verkalýðsfélög á borð við VR bjóða félögum leigu á tjaldvögnum á mun lægra verði heldur en gengur og gerist. Þórunn Jónsdóttir, starfsmaður VR, segir að það sé alltaf að fær- ast í aukana að fólk vilji leigja sér tjaldvagna og þeir 22 vagnar sem VR hefur til umráða á höfuð- borgarsvæðinu, séu nánast alltaf í útleigu. Einnig eru þrír vagnar til leigu á Egils- stöðum frá VR. Vikuleiga kost- ar 18.500 krón- ur. Fréttablaðið ræddi að auki við þrjá aðila sem sjá um verslun á felli- hýsum og tjald- vög nu m og kannaði viðhorf þeirra til þess breytta árferðis sem ríkt hefur á landinu á síðustu árum: Ell- ingsen, Víkurverk og Seglagerð- ina Ægi. Allir voru sammála um að fjölskyldufólk ferðist æ meira hér innanlands og sækist mun meira eftir notuðum vörum heldur en þeim nýju. Angantýr Agnarsson, sölu- stjóri hjá Ellingsen, segir að þrátt fyrir minnkandi sölu síðan í fyrra, sé enn nóg að gera: „Not- uðu vagnarnir stoppa ekkert við hjá okkur, þeir rjúka út strax,“ segir hann. Arnar Barðdal, framkvæmda- stjóri Víkurverks, tekur í sama streng og segir að nóg sé að gera í sölu á vögnum. „Það er mikið af fjölskyldufólki sem verslar við okkur og svo eldri hjón sem vilja njóta lífsins saman,“ segir Arnar. „Helsti munurinn sem maður finnur er sá að viðskipta- vinir vilja helst kaupa notað og staðgreiða nánast alltaf.“ Seglagerðin Ægir er eina fyrir- tækið sem hefur vagna til leigu, en VR og önnur verkalýðsfélög eru nánast allsráðandi á leigu- markaði og erfitt að undirbjóða þau. Vikuleiga á tjaldvagni hjá Seglagerðinni Ægi kostar 39.000 krónur. sunna@frettabladid.is „Það er mjög auðvelt að finna bestu kaupin: Skór, derhúfur og romm,“ segir tónlistar- og athafnamaður- inn Erpur Eyvindarson. „Hin heilaga þrenning. Ég þarf í rauninni ekkert meira.“ Erpur segir að konur séu þær einu sem skilji sig varð- andi skóáráttuna og að hann eigi óvenjulega mikið af skóm, miðað við það að vera karl- maður. Uppáhalds derhúfa Erps er Adidas-hafnaboltahúfa merkt kúbverska landsliðinu sem hann keypti sér árið 2003. „Einhverra hluta vegna er þetta uppáhaldshúfan mín. Hún er eitthvað bara svo rosalega flott.“ Besta fjárfesting Erps í romminu er göturomm sem hann keypti á götunni á Kúbu fyrir einn og hálfan dollara. Versta fjárfesting Erps upp á síðkastið er matarkyns. „Hálfmeltur pappaborgari á Metro. Það var satanískt og ég held að hann sé enn þá í mér,“ segir Erpur og tekur einnig fram að hann sé búinn að bæta Jónínu Ben í hraðvalið á símanum sínum eftir þessa lífsreynslu. NEYTANDINN Erpur Eyvindarson, tónlistar- og athafnamaður: Skór, derhúfur og romm „Það er gott húsráð að setja kaffikorginn alltaf í eldhúsvaskinn í stað þess að setja hann í ruslið því þá stíflast vaskurinn aldrei.“ „Svo mæli ég eindregið með því að sem flestir verði sér út um úkúlele. Það er hljóðfæri sem allir geta kennt sjálfum sér að spila á og það tekur aðeins klukku- tíma að læra helstu hljómana en þá getur maður spilað nánast öll lög. Svo framkallar það ljúfa Havaí stemningu sem lífgar upp á hvert heimili.“ GÓÐ HÚSRÁÐ KAFFIKORGINN Í ELDHÚSVASKINN ■ Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu. Verkalýðsfélög með lægsta leiguverðið ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR SEGLAGERÐIN ÆGIR Notuð fellihýsi: 500.000-600.000-2.000.000 Notaðir tjaldvagnar: 500.000-1.000.000 Vikuleiga á tjaldvagni: 39.000 VÍKURVERK Notuð fellihýsi: 1.000.000-1.800.000 Notaðir tjaldvagnar: 600.000-800.000 ELLINGSEN Notuð fellihýsi: 1.000.000-1.500.000 Notaðir tjaldvagnar: 500.000-700.000 VR Vikuleiga á tjaldvagni: 18.500 Verðdæmi á notuðum vögnum Útgjöldin > Verð á nýmjólkurlítra Bensínlítrinn hjá Orkunni er rúmum 10 krónum dýrari á Vest- fjörðum heldur en á Suðurlandi, þar sem hann er ódýrastur. Orkan, sem er í eigu olíufélags- ins Skeljungs, er með ódýrasta bensínið á landinu. Hins vegar er töluverður munur á verði eftir landshlutum. Á Vestfjörðum kost- ar lítrinn 196,70 krónur, en á Suð- urlandi 186,20 krónur. Það munar sem sagt rúmum 10 krónum á lítr- ann þar sem hann er dýrastur og ódýrastur. Á höfuðborgarsvæðinu er rúmur 10 króna munur á dýr- asta og ódýrasta dropanum; hjá Orkunni kostar hann 191,40 krón- ur og hjá Olís 201,90 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB), Runólfur Ólafsson, segir engar sjá- anlegar ástæður fyrir því að verð- ið skuli vera hærra á Vestfjörð- um en annarstaðar. Til að mynda sé bensínið einna ódýrast í Vest- mannaeyjum, þannig að ekki er hægt að kenna flutningskostnaði um. Runólfur segir mjög jákvæða samkeppni eiga sér stað þessa dag- ana. Tekur hann sem dæmi nýtt útspil Orkunnar um verðvernd sem hófst í gær. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs sem á og rekur Orkuna, segir einmitt það vera ástæðuna fyrir verðmuninum. „Ef samkeppnisaðili lækkar sig í einhverjum landshluta, verðum við að lækka okkur um leið,“ segir Einar. „Ég vona að þetta verði eitt verð fyrir allt landið en þeir hafa ekki farið í lækkanir á Vestfjörð- um enn þá, svo á meðan stöndum við einnig í stað.“ Vefsíðan www.bensinverd.is veitir upplýsingar um bensínverð og er hún uppfærð reglulega. - sv Bensínið dýrast á Vestfjörðum ORKAN Lítrinn af bensíni hjá Orkunni kostar 186,20 krónur á Suðurlandi en 196,70 krónur á Vestfjörðum. 1999 2001 2003 2005 2007 2009 kr ón ur 73 78 83 63 76 11 0 TR ANGO K ID K IDS NEWPORT H2 Ökklaháir léttir gönguskór fyrir börn með góðum sóla, styrkingu á tá og GORE-TEX® vatnsvörn. La Sportiva Verð: 19.800 kr. Verð: 7.800 kr. Verð: 8.500 kr. CORONADO Þægilegir strigaskór fyrir börn með gúmmívörn á tá. Keen Sterkir og endingargóðir barnasandalar með lokaðri tá. Fást í brúnu og rauðu. Keen Stærðir: 30-40 Stærðir: 21-37 Stærðir: 33-35 með reimum Verð: 7.900 kr. Stærðir: 21-30 með rifl ás Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.