Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 10. júní 2010 23 Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðar- búinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sót- svartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkind- in dregur ekki að, sagði ég alvar- legur í bragði, ekki útlendinga. Niður aldanna Feneyjar eru annað mál. Borgin er einstök að allri fegurð, niður aldanna fylgir manni við hvert fótmál, skiltin á húsunum minna vegfarendur á, að hér bjó Mozart um hríð, þarna bjó Goethe, og – vá! – þarna dó Wagner. Borgin er bíl- laus: menn fara gangandi milli húsa eða sigla. Fólk, sem byggir svo sögufræga og fagra borg, ætti að réttu lagi að hafa fullar hendur fjár. En svo er þó ekki í Feneyj- um. Borgarbúum hefur fækkað um helming síðan í flóðinu 1966. Þá bjuggu 120 þúsund manns í borg- inni, en nú búa þar ekki nema 60 þúsund manns. Síðustu ár hefur íbúunum fækkað um tvö þúsund á ári. Borgin er að tæmast, en hún iðar samt af lífi. Á hverjum degi streyma 50 þúsund ferðamenn inn í borgina. Þessi átroðningur íþyng- ir íbúunum og flæmir þá smám saman burt. Borgaryfirvöldum væri í lófa lagið að hefta lausagöngu ferða- fólks um borgina með því að inn- heimta aðgangseyri við borgar- hliðið, en það hafa þau ekki enn fengizt til að gera. Hver ferða- maður – einn stærsti hópurinn er unglingar í skólaferðalögum – leggur meiri kostnað á borgar- búa en hann skilar í kassann. Með hæfilegum aðgangseyri væri hægt að halda ferðamannaflauminum í skefjum, stöðva brottflutning íbú- anna eða snúa honum við. Með því móti væri hægt að halda borg- inni við og efla hana í stað þess að horfa á hana sökkva smám saman í sjóinn án nauðsynlegs viðnáms af hálfu sífellt færri borgarbúa með síminnkandi borgarsjóð til ráðstöfunar. Ekki einkamál Feneyinga Það er ekki einkamál Feneyinga, hvort Feneyjar lifa eða deyja. Borgin er djásn alls heimsins. Þeim mun bagalegra er, að yfir- völd á staðnum skuli ekki fást til að beita einfaldri og vel útfærðri gjaldheimtu til að bjarga borg- inni frá eyðileggingu. Gott dæmi er óperan, sem mafían brenndi til grunna fyrir nokkrum árum til að hefna sín fyrir, að réttur verk- taki fékk ekki viðgerðarverkefni í húsinu. Borgaryfirvöld höfðu engin ráð. Og hver bauðst þá til að bjarga málinu nema Woody Allen? Hann fór eins og stormsveipur um Evrópu ásamt hljómsveit sinni og reiddi fram afraksturinn af tón- leikahaldinu til endurbyggingar óperunnar, sem er nú aftur komin í fullan rekstur. Án gjalds mun íbúum Feneyja halda áfram að fækka. Eftir mun þá standa dauð borg, þar sem eina lífið er í æðum ferðamanna, sem koma og fara og flestir gera stutt- an stanz, fæstir gista. Borgarlíf, sem borið er uppi af gestagangi, er ekkert líf. Hver vill búa í slíkri borg? Lausaganga og gereyðing Vandinn liggur í hlutarins eðli. Lausaganga ferðamanna um Fen- eyjar fer með borgina líkt og óheft lausaganga búfjár hefur leikið Ísland. Uppblástur Íslands er eitt mesta umhverfishneyksli Evrópu, og samt fæst enginn til að stöðva lausagönguna, jafnvel ekki VG, flokkur umhverfissinna. Ókeypis aðgangur útvegsmanna að fiskimiðunum fer með þau líkt og lausaganga ferðamanna og sauðfjár hefur leikið Feneyjar og Ísland. Fiskstofnarnir hafa aldrei verið rýrari en nú vegna þess, að aðgangur útgerðarinnar að sam- eigninni er í reyndinni ókeypis samkvæmt ákvörðun Alþingis og kvótakerfið hvetur útvegsmenn og sjómenn til að fylla kvótana með sem verðmætustum fiski og fleygja lakari fiski fyrir borð. Um þetta hafa sjómenn vitnað í einka- samtölum um árabil, en stjórnvöld halda því statt og stöðugt fram, að brottkastið sé hégómi. Hægðar- leikur væri að komast til botns í málinu með því að veita sakarupp- gjöf þeim, sem játa á sig brottkast og segja til annarra lögbrjóta. Þessa leið hefur Alþingi ekki feng- izt til að fara. Sama gerðist í síma- hlerunarmálinu. Það var sett í rannsókn í hittiðfyrra, ef rannsókn skyldi kalla, þar eð Alþingi lét hjá líða að leysa vitni undan þagnar- skyldu. Niðurstaða rannsóknarinn- ar var, að engar hleranir hefðu átt sér stað án dómsúrskurðar. Come on. Feneyjar stefna í auðn Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG Án gjalds mun íbúum Feneyja halda áfram að fækka. Eftir mun þá standa dauð borg, þar sem eina lífið er í æðum ferðamanna, sem koma og fara og flestir gera stuttan stanz, fæstir gista. Borgarlíf, sem borið er uppi af gestagangi, er ekkert líf. Hver vill búa í slíkri borg? HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Hjólaðu út í sumarið Citizen 1 Verð: 61.990 kr. Explorer 1.0 Verð: 58.990 kr. Trail XR Verð: 45.990 kr. Veglegur aukahlutapakki fylgir öllum Jamis hjólum á meðan birgðir endast: Hjólastandur í hjólageymsluna eða bílskúrinn * Viðgerðasett * Pumpa * Brúsahaldari * Brúsi allt að 6 mánuðum! VAXTALAUSAR LÉTTGREIÐSLUR Hjóladeildin er í Holtagörðum Skoðaðu allt úrvalið á www.utilíf.is Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Tækniþróunarsjóður Kynningarfundur vegna úthlutunar Dagskrá ● Ávarp iðnaðarráðherra Katrínar Júlíusdóttur ● Hilmar Veigar Pétursson formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs kynnir úthlutun ● Kristinn Andersen rannsóknastjóri Marel flytur ávarp ● Kynning á verkefnum nokkurra sprotafyrirtækja Léttar veitingar Rannís og iðnaðarráðuneytið kynna úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna fimmtudaginn 10. júní kl. 15 -17 í húsakynnum Marel í Garðabæ Iðnaðarráðuneytið AF NETINU Íslendingar, Kínverjar „[Elías Mar] kvaðst reyndar vera svolítið hræddur um nýtt hernám. Ég hváði og spurði hvort hann vildi kannski fá bandaríska herinn aftur. Þá sagði Elías: Nei, það vil ég ekki en ég vil að við höfum afskaplega gott samband við Bandaríkja- menn um að hernema okkur aftur með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. Ég vil held- ur hafa Bandaríkjamenn en Kínverja. Ef Bandaríkjamenn myndu ekki vilja þetta, vildi ég að við töluðum við Breta eða einhverja norðurlandaþjóð. Ég er smeykur við Kínverja vegna þess að Kínverjar eru með útþenslustefnu.“ http://blog.eyjan.is/hjalmar- sveinsson/ Hjálmar Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.