Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 24
24 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR Tímaritið Saga er eitt hið merk-asta sem kemur út á Íslandi. Núorðið er stundum reynt að brjóta til mergjar flókin mál. Í síð- asta hefti er farið beint inn í það sem heitast hefur verið í umræðu á þessum vetri: 26. grein stjórn- arskrárinnar. Þar eru margar greinar um efnið undir samheit- inu Hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar stjórnarskrárinnar?, sérfræðingar svara Ragnheiði Kristjánsdóttur. Þeir sem svara spurningunni eru: Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eiríkur Tóm- asson, Ragnhildur Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Eiríkur Bergmann og Svanur Kristjáns- son, Helgi Bernódusson og Þor- steinn Pálsson. Eins og sjá má af þessum lista eru þetta hinir mæt- ustu höfundar og hvetur undir- ritaður áhugamenn um efnið að kynna sér ritið. Grein Helga Bernódusson- ar skrifstofustjóra Alþingis er sérstaklega athyglisverð. Hann rekur það hvernig 26. greinin varð til, hvernig hún var skrifuð á árinu 1940 og hvernig umræðan um greinina var á Alþingi. Helgi Bernódusson ber saman 26. grein lýðveldisstjórnarskrárinnar og sambærilega grein stjórnarskrár- innar í konungsríkinu Íslandi. Konungur Í gömlu stjórnarskránni voru efn- isatriði greinarinnar þessi: 1. Staðfesting konungs þurfti til þess að nokkur samþykkt Alþing- is fengi lagagildi. 2. Konungur annaðist birtingu laga og framkvæmd. 3. Þar sagði: „Nú hefir konung- ur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefir samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og er þá frumvarpið niður fallið“. Það er þá öðluðust lögin aldrei gildi. En Alþingi gat fjall- að um þau á nýjan leik. Forseti Í nýju(! 66 ár) greininni eins og hún er nú 26. grein stjórnarskrár- innar eru þessi efnisatriði: 1. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfest- ingar. Óbreytt frá gömlu stjórn- arskránni. 2. Þetta skal gera eigi síðar en tveimur vikum eftir að laga- frumvarp var samþykkt. Þetta er nýtt. 3. Kveðið er á um að staðfest- ingin veiti því lagagildi. Þetta er nýtt og eykur vægi staðfestingar- innar. 4. Þá segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar ...“ Þetta er nýtt. Það var ekki gert ráð fyrir synjun konungs einungis þeim möguleika að hann staðfesti ekki; ráðherra lagði fyrir hann til staðfestingar. 5. Enn segir: „ ... og fær það þó engu að síður lagagildi“. Þó for- seti skrifi ekki undir fær málið lagagildi – þangað til það er fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með hvaða rökum var þetta ákvæði sett inn? Af hverju, til hvers? 6. Og svo: „ ... en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykkt- ar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Þetta er nýtt. 7. Lögin falla úr gildi, þegar samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Þetta er líka nýtt og leiðir af fyrri málsgreinum. Mörgum spurningum ósvarað Bjarni Benediktsson skrifaði upp- kast að greininni 1940 og sá texti breyttist ekki í grundvallaratrið- um við meðferð málsins á Alþingi. Bjarni sagði ekki fært að veita forsetanum algert synjunarvald. Nýja greinin væri því málsskot til þjóðarinnar. Það nægir auðvit- að sem skýring. En það er aðeins nægjanleg skýring á ákvæðinu um þjóðaratkvæðið. En ósvarað er eft- irfarandi spurningum: 1. Af hverju tvær vikur? Það er út af fyrir sig ekki stórmál, en nú mætti þetta vera styttri tími, vika? 2. Af hverju var hnykkt á vægi staðfestingarinnar? 3. Af hverju er hér talað um synjun en í gömlu greininni aðeins um að að konungur staðfesti eða staðfesti ekki. Synjun er óneitan- lega mikið sterkari afstaða en sú að staðfesta ekki. 4. En auk þess er þessi synjun óvenjuleg, sennilega einstæð: Hálf synjun, málsskot? 5. Af hverju er valdið tekið af Alþingi og flutt í þjóðaratkvæðið ef forseti vill? Því miður hafa ekki fundist svör við þessum spurningum. Mér kom Bjarni Benediktsson alltaf fyrir sjónir sem stjórnmálamaður sem hafði rök fyrir máli sínu. Vafalaust hefur hann haft rök fyrir þessum veigamiklu breytingum á grein- inni og kannski koma þau fram. En merkilegt má heita að í umfjöll- un Alþingis um stjórnarskrána er þessi rök ekki að finna nema að mjög takmörkuðu leyti og aðalhöf- undur textans í 26. greininni tók aldrei til máls meðan umræðan í þinginu um þetta höfundarverk hans stóð yfir. Þingræði og þjóðaratkvæðagreiðsla Þá ber að benda á að þegar lýð- veldisstjórnarskráin var til með- ferðar þá var nokkur samstaða um að breyta stjórnarskránni sem minnst; meginbreytingar áttu að bíða betri tíma. En breytingin sem hér hefur verið rakin á 26. grein- inni er mikið viðameiri eins og Helgi Bernódusson rekur og hér hefur verið vitnað til. Fróðlegt væri að sjá ítarlegri skrif um þessi mál ekki síst þar sem menn velta því nú fyrir sér, skilst mér, að halda stjórnlaga- þing. Líklega verður stjórnar- skránni breytt innan 5 ára eða svo. Þá verður þessu ákvæði breytt í aðra hvora áttina – til að styrkja þingræðið eða til að veikja það. Millivegur er varla fær. Mín skoð- un er reyndar sú að valdið til þess að ákveða þjóðaratkvæði eigi ekki að vera hjá forseta. Það er gamal- dags og einvaldslegt. Sumir telja að valdið ætti að vera hjá tiltekn- um vel staðfestum minnihluta þjóðarinnar – 30%? – eða hjá til- teknum hluta Alþingis – minnst 30 þingmenn? Mér finnst hvort tveggja koma til greina. Hér búum við auk þess við þá stjórnskipan að unnt er að leysa þingið upp og efna til alþingiskosninga hvenær sem er. Það er því styttra til þjóðarinn- ar en sums staðar annars staðar þar sem þingið er óuppleysanlegt nema í lok ákveðins kjörtímabils. Svo mikið er víst að í næstu breytingu á stjórnarskránni verð- ur þetta aðalatriðið: Samspil þing- ræðis og þjóðaratkvæðagreiðslna. Það er óþarfi að blanda þjóðhöfð- ingjanum í það samspil. Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðis Um forgang í leikskóla Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslit- um borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmála- menn hafi misst tengslin við kjós- endur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenn- ingu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum syst- kinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leik- skóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinafor- gang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breyt- ingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra for- eldra fram yfir sjálfsögð rétt- indi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinafor- gang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýslu- réttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að við- hafa bæri jafnrétti í öllu leik- skólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkur- borgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um syst- kinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. For- eldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangur- inn gengi gegn reglum borgarinn- ar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitölu- röð vegna systkinis sem útskrif- ast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingj- arnir né höfðu þröng sjónar mið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ... skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðar- ljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli for- gangsraðað á biðlista eftir leik- skólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónar- mið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við for- gangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðj- ast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrá- vik eða aðrar félagslegar aðstæð- ur sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verð- ur varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leit- ast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafn- ræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleik- ann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hug- myndir séu ræddar. Það verð- ur hins vegar að gerast í sam- ræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi. Leikskólamál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður leikskólaráðs Lýðræði Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins Mín skoðun er reyndar sú að valdið til þess að ákveða þjóðaratkvæði eigi ekki að vera hjá forseta. Fullt af fl o um vörum á glæsidögum dagana 10. 11. og 12. júní Komdu og gerðu góð kaup. Bohemia Kristall ehf. ÚRA OG SKARTGRIPAVERSLUNIN HEIDE – bær í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.