Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 26
26 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR Alþjóðlegir glæpahringir og hryðjuverkasamtök hafa verið iðnir við að tileinka sér og nýta nýjustu upplýsingatækni. Það getur haft bein áhrif á fyrir- tæki og jafnvel einstaklinga um allan heim. Tölvuglæpir beinast ekki einungis að stórum fyrir- tækjum og stofnunum. Oft er ráð- ist til atlögu þar sem fólk telur sig vera algjörlega óhult. Nærtækt dæmi eru samfélags- vefir á borð við Facebook sem njóta gífurlegra vinsælda. Með aukinni notkun slíkra vefja munu glæpamenn sækja í þá í auknum mæli enda eru einstaklingar oft berskjaldaðri á Netinu en í raun- heimum. Samskipti á þessum vefjum byggjast á trausti. Not- endur eru til dæmis líklegri til að opna óæskilega vefslóða frá „vini“ en að hleypa ókunnugum inn á heimili sitt eða vinnustað. Fjölmörg dæmi eru um að í WEB 2.0 sem t.a.m. Facebook byggir á leynist svokallaðir tróju- hestar, sem notendur hleypa óaf- vitandi inn í tölvur sínar. Þeir eru notaðir til að stela aðgangsupplýs- ingum, til dæmis að heimabönk- um. Hugbúnaður sem dulkóðar gögn er notaður til fjárkúgunar og svo framvegis. Það er raunverulegur fjárhags- legur ávinningur fyrir óprúttna aðila að nota Facebook sem vett- vang fyrir tölvuglæpi og því ekki við öðru að búast en að tíðni slíkra glæpa muni fara vaxandi. Tölvupóstur er einnig gríðar- lega mikið notaður sem vettvang- ur óprúttinna aðila til að komast yfir aðgangsorð einstaklinga og ýmsar upplýsingar sem geta verið viðkvæmar. Tölvuþrjótar eru líka stöðugt að færa út kvíarnar. Þótt hug- búnaður frá Microsoft hafi til þessa trónað efst á listanum yfir þann hugbúnað sem vinsælast er að hakka, bendir allt til þess að hugbúnaður frá Adobe, og þá ekki síst Adobe Reader og Flash, muni fljótlega verma efsta sætið. Svokölluð Botnet eru með þró- uðustu tólum sem tölvuglæpa- menn nota en það er heiti á neti tölva sem nýtt er til að fremja tölvuárásir yfirleitt án þess að eigendur tölvanna geri sér grein fyrir að verið sé að nýta þær í vafasömum tilgangi. Botnetin eru mikið notuð til að senda svo- kölluð SPAM en talið er að mikill meirihluti ruslpósts komi frá slík- um netum. Þau eru einnig notuð til fjárkúgunar. Þess ber að geta að ef tölvur sem eru hluti af Bot- netum eru á neti fyrirtækja eða stofnana er hætta á að fyrirtæk- in eða stofnanirnar lendi á bann- listum alþjóðlegra netkerfa í lengri eða skemmri tíma. Nýlegt íslenskt dæmi um slíkt er Háskóli Íslands. Baráttan við tölvuglæpamenn er flókin og erfið en það er mikil- vægt að auka og efla almenna vit- und á þeim hættum sem leynast á tölvunetum og hvernig best sé að verjast þeim. Líkt og í raunheim- um munu tölvuglæpamenn sífellt finna sér nýjar lendur. Reikna má með því að farsímar verði næsta vígið sem tölvuglæpamenn leggja til atlögu við þar sem þeir eru í síauknum mæli notaðir til að vafra um Netið og skoða tölvu- póst. Það eru mörg atriði sem þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir að verða fyrir barðinu á tölvuglæpamönnum en góð regla er að hugsa sig vandlega um áður en hlaðið er inn á tölvuna hugbún- aði eða smellt er á áhugaverða slóð frá „vini“. Við notum tölv- urnar okkar í námi, vinnu, fyrir heimilið og okkur til gamans og lítum á þær sem hvert annað heimilistæki eða vinnutæki. Það er hins vegar mikilvægt að hafa hugfast að fara gætilega til þess að tölvan opni ekki dyrnar fyrir óprúttna aðila að til dæmis banka- reikningum okkar eða einkalífi. Tölvuglæpir − enginn er óhultur Nokkur umræða hefur verið á síðustu misserum um lyf, kostnað, skort, aukaverkanir svo eitthvað sé nefnt. Það er rétt að það kostar að setja lyf á markað hvort sem það er hér á landi eða í öðrum þróuðum lönd- um. Ástæðan er einfaldlega sú að það gilda mjög strangar kröfur um öryggi lyfja og því þarf færa sér- fræðinga á ýmsum sviðum til að meta lyfið áður en það fer á mark- að. Þegar talað er um að meta umsókn um markaðsleyfi fyrir lyf þá koma mismunandi sérfræðing- ar að matinu. Það þarf að meta öll hráefni sem notuð eru í lyfið, gæði þeirra og hreinleika. Það þarf að meta framleiðslu lyfjaformsins, eiturefnafræði virka efnisins, meta hvort lyfið virki eins og það er sagt virka, aukaverkanir og eit- uráhrif. Lyfjaverksmiðjan þarf að uppfylla gæðastaðla og vera vott- uð. Þá þarf að tryggja að upplýs- ingar um lyfið fyrir heilbrigðis- stéttir og sjúklinga séu réttar. Ísland er þátttakandi í sam- starfi lyfjastofnana á Evrópska efnhagssvæðinu og hér á landi gilda sömu lög um lyfin og á EES. Þegar lögin voru sett þá var hug- myndin sú að auka samstarf land- anna svo ekki væri verið að endur- taka sömu vinnu í öllum löndunum. Tvær leiðir til að sækja um mark- aðsleyfi fyrir lyf á EES eru færar. Önnur er svonefnd miðlæg leið (Central Authorization) en þá eru það sérfræðingar tveggja landa undir hatti lyfjastofnunar Evrópu, EMA, sem meta lyfið. Þegar mið- lægt leyfi er gefið út þá gildir það á öllu EES-svæðinu. Hin leiðin er svonefnd gagn- kvæm viðurkenningarleið. Á þeirri leið er það lyfjafyrirtækið sem velur þau lönd sem það vill mark- aðssetja lyfið sitt í. Það biður eitt landið að taka að sér að meta lyfið, svonefnt umsjónarland. Þegar mati er lokið þá er gefið út markaðsleyfi í þessum löndum sem fyrirtæk- ið valdi. Þau lönd sem taka þátt í þessu ferli sem ekki meta lyfið eru nefnd þátttökulönd. Það kostar að fullmeta umsókn um markaðsleyfi fyrir lyf enda krefst matið mikillar vinnu og aðkomu sérfræðinga á mismunandi sviðum. Það er líka mun ódýrara að vera þátttökuland í ferli. Kostn- aður við að fullmeta lyf er um 1,8 millj. kr. en að vera þátttökuland í ferli kostar 115 þ.kr. samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar. Tekið skal fram að gjaldskrá Lyfjastofn- unar er oftast lægri en gjaldskrá nágrannalanda okkar. Olgeir Olgeirsson, framkvæmda- stjóri Portfarma, ritaði grein í Fréttablaðið 20. maí sl. þar sem hann ásakaði stjórnvöld um að verið væri að búa til mismunandi kerfi fyrir fátæka og þá sem eru efnameiri. Í því efnahagsástandi sem við lifum við í dag er eðlilegt að stjórnvöld leiti allra leiða til að minnka kostnað ríkisins með því að leita að ódýrari valkostum sem í mörgum tilvikum virka jafn vel. Ef ódýri valkosturinn virkar ekki jafn vel er hægt að sækja um lyfja- skírteini. Olgeir segir einnig að „ríkið beinlínis vinni gegn því að lyfjaverð lækki á Íslandi. Dæmi sé hækkun á kostnaði við skráningu nýrra lyfja úr 115 þ.kr. í 1,8 millj. kr“. Olgeir Olgeirsson veit betur. Ríkið hækkaði ekki gjöld í þeim tilgangi að hindra það að koma lyfjum á markað á Íslandi. Gjald- skrá Lyfjastofnunar var breytt í samræmi við þá vinnu sem lögð er í verkið. Fyrirtæki Olgeirs Olgeirssonar ákvað að sækja um svonefnda landsskráningu þ.e. einungis markaðssetja lyfið sitt á Íslandi. Landsskráningargjaldið, 115 þ.kr., var ekki fyrirhugað fyrir umsókn- ir sem þyrftu fullt mat heldur ein- ungis viðbótar lyfjaform eða styrk- leiki við þegar skráð lyf eða sem gjald fyrir þátttökuland. Olgeiri Olgeirssyni er fullkunn- ugt að lyf sem ekki hefur markaðs- leyfi á EES-svæðinu þarfnast fulls mats og það mat kostar. Þá má ekki gleyma því að markaðsleyfi sem gefið er út á Íslandi er grundvöllur fyrir markaðsleyfi í öllum hinum EES-löndunum, þ.e. mun stærra markaðssvæði en Ísland er. Lyfjastofnun er lítil stofnun í samanburði við systurstofnanir á Evrópska efnhagssvæðinu. Þrátt fyrir smæð þá hafði stofnunin metnað í að taka að sér að fullmeta lyf inn á Evrópska efnahagssvæð- ið og taka virkan þátt í samvinnu lyfjastofnana EES. Árið 2006 hóf stofnunin að fullmeta lyf og tekur nú nokkrar umsóknir á ári. Lang- ur biðlisti er í Evrópu af lyfjum sem bíða eftir því að komast í fullt mat og hart er lagt að lyfjastofn- unum EES að taka að sér að full- meta umsóknir inn á markaðinn. Lyfjastofnun hefur því tækifæri til þess að efla stofnunina með því að fjölga störfum fyrir hámennt- aða sérfræðinga og afla dýrmætra gjaldeyristekna fyrir ríkissjóð án kostnaðar fyrir skattgreiðendur. Er dýrt að setja lyf á markað á Íslandi? Tölvuglæpir Ólafur Róbert Rafnsson meðeigandi hjá Capacent á Íslandi Í margfalt meiri lífshættu Í nýútkominni slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009 kemur fram að af þeim sautján sem létu lífið í umferðarslysum árið 2009 voru tólf í bílum. Helm- ingur þeirra var ekki í öryggis- beltum. Af þeim níu sem létust í bifreið utan þéttbýlis voru fimm ekki með öryggisbelti. Aðeins fjórir voru með belti. Í nýlegri könnun sem Capac- ent vann fyrir Umferðarstofu kemur fram að á sex mánaða tímabili (maí ´09 til október ´09) voru aðeins 6% aðspurðra sem höfðu einhvern tíma á tímabil- inu ekið utan þéttbýlis án örygg- isbelta og þar af leiðandi voru 94% aðspurðra undantekningar- laust í belti utan þéttbýlis. Tuttugu sinnum meiri hætta Ef við miðum við 300.000 íbúa sjáum við að samkvæmt þessu til- heyra 18.000 Íslendingar hópnum sem á það til að sleppa beltum í dreifbýli en 282.000 manns til- heyra þeim hópi sem alltaf spenn- ir beltin. Fjórir létust af 282.000 manna hópnum, eða 0,0014%, en fimm af 18.000 manna hópnum eða 0,028%. Sá hlutfallslegi munur sem þarna má sjá leiðir í ljós að þeir sem einhvern tíma taka þá áhættu að nota ekki öryggisbelti utan þéttbýlis eru í 20 sinnum meiri lífshættu en þeir sem undan- tekningarlaust spenna beltin. Það er í mörgum tilfellum erf- itt að greina nákvæmlega hvort það að nota ekki öryggisbelti hafi ráðið úrslitum um það hvort við- komandi lét lífið. Hins vegar er ljóst að þeir sem nota ekki örygg- isbelti eru líklegri til að viðhafa aðra áhættuhegðun í umferðinni – hegðun sem ásamt því að nota ekki beltin getur leitt til alvar- legra slysa. Samkvæmt könnunum Umferð- arstofu er mun algengara að fólk noti öryggisbelti í dreifbýli en þéttbýli. Ástæðan er sú að svo virðist sem margir telji að í þétt- býli sé hættan minni þar sem hraðinn er ekki eins mikill og vegalengdir styttri. Þetta er mik- ill misskilningur þar sem hrað- inn í þéttbýli er í flestum tilfell- um nægjanlega mikill til þess að valda alvarlegum slysum ef öryggisbelti eru ekki notuð. Það er því enginn afsláttur veittur af áhættunni ef ekið er án öryggis- belta innanbæjar. Algengar ranghugmyndir Röksemdirnar fyrir því að nota ekki öryggisbelti hafa í fáum til- fellum eitthvað með skynsemi að gera. Hér eru dæmi um nokkrar algengar ranghugmyndir: • „Ég er að fara svo stutt.“ Það kannast vel flestir ökumenn við þessa hugsun. Staðreyndin er hins vegar sú að flest umferðar- slys eiga sér stað innan við 3 km frá upphafstað ökuferðar. • „Ég fer svo hægt.“ Árið 2005 lenti 24 ára maður í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir bílarnir voru á innan við 50 km/hraða. Maðurinn, sem yfirleitt notar öryggisbelti, sleppti því í þetta skipti – hann var að fara svo stutt. Eftir áreksturinn var hann í lífshættu og í dag er hann 75% öryrki. Í hinum bílnum var hins vegar 20 ára kona sem slasaðist nánast ekkert. Bíllinn hennar var á innan við 50 km hraða og hún var í öryggisbelti. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjöldamörgum sem vitna um nauðsyn þess að nota öryggisbelti. • „Ég vil geta kastað mér út ef bíllinn steypist fram af veginum.“ Þessi röksemd stenst ekki nema ekið sé löturhægt. Ef bíll veltur niður fjallshlíð þá er í langflest- um tilfellum betra að maður sé inni í honum í stað þess að kast- ast út með ógnarkrafti. Þeir kraft- ar valda í flestum tilfellum lim- lestingum, örkumli og dauða auk þess sem hætta er á að viðkom- andi lendi undir bílnum. • „Ég er miklu fljótari að koma mér út úr bílnum ef hann sekkur í sjó.“ Ef bíll steypist t.d. fram af bryggju og út í sjó og þeir sem í honum eru nota ekki öryggisbelti þá eru allar líkur á því að þeir rotist vegna höggsins sem verður við það að ökutækið skellur á haf- fletinum. Meðvitundarlaus mun viðkomandi síðan tapa dýrmæt- um tíma sem hægt væri að nota í að smella beltinu af sér og koma sér út. Þeir einstaklingar sem verja ákvörðun sína um að nota ekki öryggisbelti með fyrrnefndum rökum hafa eflaust ekki kynnt sér rannsóknir á umferðarslys- um. Rannsóknir sem sýna það og sanna að öryggisbeltin skipta sköpum. Umferðaröryggi Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Samkvæmt könnunum Umferðar- stofu er mun algengara að fólk noti öryggisbelti í dreifbýli en þéttbýli. Lyf Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar Þrátt fyrir smæð þá hafði stofnunin metnað í að taka að sér að fullmeta lyf inn á Evrópska efnahagssvæðið og taka virkan þátt í samvinnu lyfja- stofnana EES. Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 49 3 69.900 Verð með vsk. 18 V höggborvél DC988KL Öflug 18 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1450/2000 Átak 52 Nm. 2x2,0 Ah Li-Ion rafhlöður 40 mín. hleðslutæki Taska fylgir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.