Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 28
 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Mér finnst alltaf gaman að eiga afmæli, ég er svo barna- leg,“ segir skáldið og rithöfundurinn Gerður Kristný Guð- jónsdóttir, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag. Stórafmælinu fagnar hún með dömuboði síðdegis fyrir um það bil fjörutíu vinkonur sínar og býður upp á tapas og ljúfar veigar. „Þegar ég var krakki gat ég sjaldnast haldið upp á afmælið mitt því þá voru vinkonur mínar alltaf farn- ar upp í sveit, til útlanda eða í sumarbúðir. Nú sýnist mér aftur á móti sem mætingin ætli að verða býsna góð svo ég hlakka mikið til,“ segir skáldið. Sumarið, og raunar bróðurpart ársins, nýtir Gerður til að vinna að söngleik sem hún er að semja upp úr hinum vinsælu barnabókum sínum, Ballinu á Bessastöðum og Prinsessunni á Bessastöðum. Söngleikurinn nefnist Draugurinn á Bessa- stöðum og verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í janúar í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Baggalúturinn Bragi Valdi- mar Skúlason semur tónlistina. „Þessa dagana er ég því að semja söngtexta upp í kýr, landnámshænu og svo auðvitað forseta Íslands sem tekur líka lagið í sýningunni. Ég samdi mikið af vísum þegar ég var í menntaskóla og það er gaman að endurnýja kynnin af þeirri kúnst. Það er feikigaman að hafa verið sjanghæjuð inn í leikhúsið og fá að kynnast því á þennan hátt,“ segir Gerður. Sumarið verður viðburðaríkt því í lok júlí fer hún til Visby á Gotlandi og dvelur þar í þrjár vikur við að ljúka við ljóða- bókina Blóðhófni sem kemur út í haust. Fyrstu tveimur vik- unum eyðir hún við skriftir í rithöfunda- og þýðingamiðstöð, en svo koma eiginmaður hennar og tveir synir í heimsókn. „Ég var í Visby fyrir þremur árum og þá skall á Miðalda- vika, þegar fólk klæðir sig upp í búninga og ríður um götur með fána og vopn. Þá eru dansaðir miðaldadansar, keppt í burtreiðum, snædd heilsteikt svín og fleira. Þetta er hrein- lega það fyndnasta sem ég hef séð. Þá hugsaði ég með mér að ég þyrfti að sýna strákunum þessa brjáluðu eyju og nú er sem sagt komið að því,“ segir Gerður. kjartan@frettabladid.is gerður Kristný: er fertug Dömuboð í dag afmæli gerður hlakkar mikið til boðsins. fréttablaðið/valli 90 ára afmæli Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli Í tilefni af 90 ára afmæli mínu væri mér það sönn ánægja að sjá vini og vandamenn í félagssal SH, Ásvallalaug, Ásvöllum 2, Hafnarfi rði, föstu daginn 11. júní á milli kl. 17.00 til 19.00. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og ástkær vinur, Páll Gestsson skipstjóri frá Siglufirði, Tjarnabóli 6, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum 7. júní. Anton Valur Pálsson Rakel Guðný Pálsdóttir Gunnlaugur Ingimundarson Svanbjörg Pálsdóttir Mia Bergström Sjöfn Pálsdóttir Þórhallur Sigurðsson Kristjana Pálsdóttir Andrés Bjarnason Gestur Pálsson Linda Guðlaugsdóttir Árni Valur Antonsson Marleen van Geest Björg Finnbogadóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær sonur okkar, Óskar Sigurður Þorsteinsson, Brekkum III, Mýrdal, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 7. júní 2010, Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Einarsson Guðlaug Matthildur Guðlaugsdóttir Systir mín, Margrét Halldórsdóttir frá Skeggjastöðum, Flóa, Kleppsvegi 30, lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. júní. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Helgi Halldórsson Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, systur, mágkonu og frænku, Kristínar Maríu Bagguley, Rafnkelsstaðavegi 8, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Reidar Óskarsson, ættingjar og vinir. Okkar ástkæri Stefán Þorkell Karlsson, Nýbýlavegi 78, Kópavogi, lést á heimili sínu 2. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00. Þóra Vilhjálmsdóttir Stefán Bjartur Stefánsson Bryndís Guðmundsdóttir Helga Sonja Hafdísardóttir Ragnar Garðarsson Ingibjörg Ósk Elíasdóttir Þórður Már Sigurðsson Davíð Stefánsson Alma Ösp Árnadóttir Stefanía Katrín Sól Stefánsdóttir Júlíus Þór Halldórsson Vilhjálmur Þór Þóruson Jóna Karlsdóttir Stefanía Karlsdóttir Jóhannes G. Pétursson Guðbjörg Edda Karlsdóttir Gunnar Sigurðsson Sólveig Gyða Guðmundsdóttir Gunnar Ólafsson Stefanía Júlíusdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson og barnabörn. 100 ára afmæli Páls Kristins Maríussonar Fæddur 10. júní 1910 Dáinn 3. september 1989 Ástkær dóttir okkar, systir og barna- barn, Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir, sem lést fimmtudaginn 3. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. júní klukkan 15. Jóhannes Kr. Kristjánsson Brynja Gísladóttir Elma Helgadóttir Halldór Hilmir Helgason Helga Egla Björnsdóttir Gunnar Pálsson Alexander Gunnarsson Arnór F. Gunnarsson Björn Aron Jóhannesson Bríet Arna Jóhannesdóttir Gísli Kristján Jóhannesson Þórunn Kr. Bjarnadóttir Ingimundur Guðmundsson Eydís Ólafsdóttir Bergur Thorberg Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Jón Eiríksson Vorsabæ verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 12. júní kl. 11.00. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. Emelía Kristbjörnsdóttir Valgerður Jónsdóttir Eiríkur Jónsson Hulda Nóadóttir Björn Jónsson Stefanía Sigurðardóttir Ingveldur Jónsdóttir Guðmundur Ásmundsson afa- og langafabörn Okkar innilegustu þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Liss Mudie Ólafsson, áður til heimilis að Suðurtúni 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Ólafur Einarsson Guðbjörg Halldórsdóttir Maríanna Einarsdóttir Þorsteinn Marteinsson Guðrún Einarsdóttir Einar Páll Svavarsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þorleifur Þorláksson Langhúsum, Fljótum, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði 5. júní 2010. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á minning- arsjóð Rakelar Pálmadóttur nr. 0310-13-703015 kt. 561179-0189. Sigurbjörn Þorleifsson Bryndís Alfreðsdóttir Guðný Ó. Þorleifsdóttir Elías Æ. Þorvaldsson Jóhanna Þorleifsdóttir Hallgrímur S. Vilhelmsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Liss Mudie Ólafsson, áður til heimilis að Suðurtúni 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Ólafur Einarsson Guðbjörg Halldórsdóttir Maríanna Einarsdóttir Þorsteinn Marteinsson Guðrún Einarsdóttir Einar Páll Svavarsson barnabörn og langömmubörn. judy garland (1922-1969) fædd- ist þennan dag: „Á bak við sérhvert ský er annað ský.“ Bandaríska leik- og söngkon- an Judy Garland er best þekkt fyrir lagið Over the Rainbow og leik sinn í kvikmyndinni Galdra- karlinum í Oz frá árinu 1939. Hún lést í London af of stórum skammti eiturlyfja aðeins 47 ára gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.