Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 30

Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 30
B æ j a r h r a u n i 4 • H a f n a r f i r ð i • S : 5 5 5 - 4 8 8 5 AL-AMIR RESTAURANT TILBOÐ 1 hvítlauksmarineraður humar, salatblanda, hvítlauksristaðir tómatar, shiraz salat og lárperumauk Þurfum við að segja meira?!? Veitingastaðurinn Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði hefur verið opnaður eftir langan dvala. Faktorshúsið verður opið frá klukkan 11.30 á morgnana til 23.00 á kvöldin. Þar er hægt að fá sér súpu dagsins sem er elduð frá grunni eða velja sér smárétti af matseðli. Einnig eru ísréttir, kaffi og meðlæti í boði. Eftir klukkan 18 tekur við kvöldverðarmatseðill sem inniheldur meðal annars vest- firskan fisk. „Hér eru þrír kokkar til skipt- is og einn þeirra franskur. Elda- mennskan ber keim af því. Við erum með hangikjöt, plokkfisk og fleira íslenskt góðmeti en líka íslenskt hráefni eldað með frönsk- um hætti,“ segir vertinn Arndís Dögg Jónsdóttir og er bjartsýn á reksturinn. Faktorshúsið er með elstu bygg- ingum á landinu, það var reist árið 1788 af Björgvinjarkaupmönnum. - gun Íslenskt og franskt Hangikjöt er framreitt með hefðbundn- um hætti í Faktorshúsinu í Hæstakaup- stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLDUNDUR Í matjurtagörðum má nú sjá full- sprottinn rabarbara sem bíður þess að vera nýttur til matar- gerðar. Rabarbari er af súruætt, eins og hundasúra og túnsúra, og stöngullinn rauðleitur, stökkur og getur orðið jafn gildur og barns- handleggur. Blaðið upp af stilkn- um er mikið um sig og minnir á grófgerða blöðku. Stilkur rabarbarans er vin- sæll til sultugerðar, í rabarbara- bökur, rabarbaragrauta og súpur og einnig til saft- og víngerðar. Neðsti hlutinn er hvítur og oft soðinn niður, en sá hluti rabar- barans nefnist rabarbarapera vegna sköpulags síns sem minnir á flysjaða peru. Í stilk rabarbarans er talsvert magn oxalsýru sem gerir hann súran, en í miklum styrk getur oxalsýra haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og því ætti ekki að neyta hans í of miklum mæli, auk þess sem mikil neysla rabar- bara getur einnig eytt glerungi tanna. Því er um að gera að njóta hans í hófi og gera sér glaðan dag úr dásemdum hans í matargerð. Ný rabarbarasulta Nú er rétti tíminn til að taka upp rabarbarann í garðinum og útbúa dýrindis rabarbarasultu og gómsætar rabarbarakökur eða eftirrétti. Rabarbari er hollt og gott sælgæti sem gaman er að gera tilraunir með. NORDICPHOTOS/GETTY Margar íslenskar jurtir má nota í te eða aðra matreiðslu og hæg heimatökin að tína knippi í bolla. Ljónslappa er gott að nota í te en hann er talinn hafa, styrkjandi og græðandi áhrif. Ljónslappate er gjarnan drukkið við hálsbólgu og hæsi og eins er jurtin sögð hafa róandi áhrif á meltinguna. Ljónslappann skal tína í blóma eða rétt eftir blómgun, í júní og júlí. Hann er að finna um allt land á melum og í skriðum. Best er að tína jurtir í þurrki fyrrihluta dags og tína ekki í vegköntum þar sem vegaryk og útblástur bíla geta mengað plöntuna. Ljónslappann skal skera rétt fyrir ofan rót og þurrka strax. - rat Ljónslappi í tebollann Ljónslappa má fara að tína í júní og júlí. Rabarbarasulta er ljúffeng sem meðlæti með kjöti, dásamleg ofan á ristað brauð með smjöri og lostæti í kökum, eins og hjónabandssælu, og ofan á vöfflur með rjóma. 1 kg rabarbari, hreinsaður og skorinn í litla bita 800 g sykur Setjið rabarbara í pott með sykri og kveikið undir. Hitið rólega og látið malla við vægan hita þar til rabarbarinn er allur kominn í mauk og maukið farið að þykkna. Hrærið reglulega í pottinum, einkum þegar líður á suðutímann. Setjið sultuna í heitar, dauð- hreinsaðar krukkur og lokið vel. RABARBARASULTA GRÆNMETI OG ÁVEXTIR geta dregið úr líkunum á ýmsum langvinnum sjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af gerð tvö og offitu. Segja mætti að neysla ávaxta og grænmetis vinni óbeint gegn krabbameini.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.