Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 31

Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 31
FIMMTUDAGUR 10. júní 2010 3 MATARMIKIL PÍTA FERÐALANGSINS Fylling í eina pítu 5 skinkusneiðar, upprúllaðar 2-3 væn blöð af lamb- hagasalati 1/2 tómatur, niðurskor- inn 1 msk. sinnep 1 msk. smurostur Smyrjið píturnar að innan með smurosti og sinnepi. Setjið kálið inn í og tómatinn og stingið svo upprúlluðum skinkusneið- unum á milli kálblaðanna. PÍTA MEÐ ÓLÍFUM OG KRABBAKJÖTI Fylling í eina pítu 1/2 bolli krabbakjöt safi úr 1/2 sítrónu 2-3 blöð af lambhagasalati 1/4 bolli svartar ólífur, smátt skornar 1 msk. ólífuolía sjávarsalt Leggið krabbakjötið í skál og hellið sítrónusafanum og ólífuolíunni yfir. Látið liggja í skálinni í hálftíma. Setjið örlítið sjávarsalt yfir. Setjið kál inn í pítuna, svartar ólífur og loks krabbakjötið. PÍTA MEÐ AVÓKADÓ OG HAKKBUFFI Fylling í eina pítu 150 g nautahakk 1 egg 1/4 laukur, smátt skorinn 1/4 avókadó, skorið í sneiðar 1/4 lítil dós gular baunir 1/4 tómatur, mjög smátt skorinn 1 msk. ferskar kryddjurtir að eigin vali 1 tsk. olía til steikingar salt og pipar eftir smekk Blandið hakki, eggi og lauk saman og mótið í lítil buff. Piprið, saltið og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur. Blandið saman gulum baunum, tómat og kóríander og hellið blöndunni í pítubrauðið. Setjið loks avókadó í sneiðum og hakkbuffið inn í. SUMARTILBOÐ TAKTU MEÐ EÐA BORÐAÐU Á STAÐNUM Pöntunarsími: 578 3838 www.hradlestin.is Tilbúin pítubrauð, sem keypt eru í næstu matvöru- verslun, geymast vel og því handhægt að eiga alltaf pítubrauð uppi í skáp, sem er þá jafnt hægt að fylla með afgöngum eða nýrri matreiðslu. Eftirtaldar upp- skriftir að pítufyllingum eiga það allar sameiginlegt að vera mjög einfaldar en eru um leið ólíkar. Þeir sem vilja gera allt sjálfir geta auðveldlega bakað pítu- brauð. juliam@frettabladid.is Pítur í sum- arbúningi Pítur getur verið gaman að prófa sig áfram með – fylla þær með góðu salati, kjúklingi og fiski, í alls kyns marineringum, eða koma einföldu samlokuáleggi fyrir í brauðinu. Ekki síst eru þær tilvaldar í sumarferðalögin. Píta með skinku, sinnepi og káli. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrir svanga er gott að fylla pítu með vænu hakkbuffi og avókadói. Sjávarréttir koma vel út í pítubrauði. Þessi er fyllt með ólívum og krabbakjöti. PÍTUBRAUÐ 8 stykki 25 g pressuger 1,8 dl volgt vatn 1 msk. olía 1/2 tsk. salt 5 dl hveiti 3 msk. hrein jógúrt Leysið gerið upp í vatninu. Blandið öllu saman í skál og hnoðið vel. Látið deig- ið lyfta sér í 30 mínútur og skiptið því loks í átta jafnstóra hluta. Búið til bollur, fletjið þær út og bakið við 200° celcíus í 10 mínútur. SUMARPÍTUR í þremur útfærslum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.