Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 32
Textílhönnuðurinn Hildur Hafstein hefur sett á mark- að vina- eða orkubönd undir nafninu Kora en þau eiga rætur sínar að rekja til andlega orkuheimsins og eru innblásin af búddískri trúarbragðafræði með skír- skotun í málbönd, bænabönd og hippamenningu. Hvert armband er einstakt en Hildur notar orkusteina, endurunnið gamalt skart , skrautsteina, við og silfur í armböndin. Hún segir þau búa yfir mismun- andi orku og að þau séu öll uppbyggjandi fyrir líkama og sál. „Enn sem komið er er ég með dömu- og barnalínu en sé jafnvel fyrir mér heila fylgihlutalínu þegar fram líða stundir.“ Hildur segir armböndin tilvalin í tækifærisgjafir en þau koma í gjafapoka með upplýsingum um orkuna sem þau búa yfir. Hún segir barnaböndin tilvalin í skírnargjafir og tekur gjarn- an við sérpöntunum og setur mánaðarstein barnsins í armbandið. „Eins tek ég við gömlu skarti frá við- skiptavinum mínum og vinn upp úr því.“ Hildur hefur nýverið lokið prismanámi á vegum Bifrastar og Listaháskóla Íslands þar sem áhersla er lögð á skapandi fræði, heimspeki og listfræði. „Ég hef lengi haft áhuga á andlegum málefnum, trúarbragða- fræði og sjálfshjálp sem tendraðist enn á ný í náminu og endurspeglast í armböndunum.“ Enn sem komið er fást armböndin í vefversluninni www.uma.is og í 38 þrepum en hluti söluandvirðis rennur til uppbyggingar heimilis og skóla fyrir munaðarlaus börn í Togo. vera@frettabladid.is Armbönd sem gefa orku Miklar vangaveltur liggja að baki armböndum Hildar Hafstein sem eru búin orkusteinum og sögð upp- byggjandi fyrir líkama og sál. Hún gerir dömu- og barnabönd en sér jafnvel fyrir sér heila fylgihlutalínu. Hildur Hafstein hefur sett á markað vina- eða orkubönd. Dömuarmband úr Onyx með rauðum kóral. Onyx eykur meðal annars sveigjanleika og stöðugleika. Kórallinn veitir meðal annars vernd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VINSÆLUSTU LITIR SUMARSINS eru hvítur, rauðbleikur, neon-grænn, piparmintulitaður, purpurarauður, fjólublár, ljósblár, öskugrár, grár, brúnn og tóbaksbrúnn. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.