Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 34

Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 34
 10. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● lífrænn lífsstíll Garðyrkjubændur í Laugarási, Háskólafélag Suðurlands, Hótel Geysir og fleiri aðilar gangast fyrir námskeiðs- og samveruhelgi að Hótel Geysi 18.-20. júní næstkomandi. Við tókum tvo helstu forsprakka viðburðarins tali, þá Ingólf Guðnason, garðyrkjubónda á Engi, og Þórð G. Halldórsson á Akri. „Við hugsum okkur þetta sem samveru og fræðslu um lífrænan lífsstíl,“ segja þeir félagar. „Við höfum skynjað að fólk er meira og meira að endurskoða sína lífs- hætti, vill heilbrigðari lífsstíl og meiri meðvitund um umhverfið í kringum sig og hvernig við förum með það. Um þessa helgi, 18.-20. júní, verður í boði á Hótel Geysi alveg einstök upplifun og fróðleik- ur um heilsu, hollust og umhverfi að ógleymdum frábærum mat úr lífrænu hráefni. Á dagskránni eru erindi um líf- rænan lífsstíl og lífræna heimil- isgarðrækt sem Gunnþór K. Guð- finnson og Jón Guðmundsson garð- yrkjufræðingar sjá um. Dominique P. Jónsson frá Slow Food-samtökun- um kynnir þá einstöku hugmynda- fræði, Solla í Gló, áður Grænum kosti, talar um hráfæði og Krist- björg E. Kristmundsdóttir fjallar um grasnytjar fyrir líkama og sál. „Umhverfið á Hótel Geysi er ein- staklega kraftmikið og hentar þeim vel sem vilja hlaða batteríin og for- vitnast um hollustu og heilbrigði,“ segja þeir Ingólfur og Þórður. Garðyrkjustöðvarnar Akur og Engi bjóða enn fremur gesti vel- komna til sín á lífrænan sveita- markað í Laugarási í Biskups- tungum með opnun 20. júní næstkomandi. Þar verða til sölu vottaðar lífrænar garðyrkjuafurð- ir frá þeim og fleiri framleiðend- um. Markaðurinn verður opinn frá fimmtudegi til mánudags í viku hverri frá klukkan 13 til 18. Lífrænn lífsstíll í sókn Hollusta og matur úr lífrænu hráefni verður til umfjöllunar á Hótel Geysi 18.-20. júní. Þau stuðla öll að heilbrigðum lífsstíl. Frá vinstri: Sigrún Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason á Engi, því næst Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistari á Hótel Geysi, og Þórður Halldórsson á Akri. Aftan við þá standa Karólína Gunnarsdóttir á Akri og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Er hægt að vera áskrifandi að grænmeti? Greinilega, því Þórð- ur og Karólína, garðyrkjubændur á Akri í Biskupstungum, hafa boðið upp á þessa þjónustu um nokkurt skeið. „Lífrænt á Netinu er valkost- ur fyrir neytendur sem vilja fá lífrænar afurðir beint frá fram- leiðendum. Fólki gefst kostur á að panta vikulega, eða sjaldnar eftir eigin óskum, samkvæmt vöru- lista hverju sinni,“ segir Þórður sem rekur dreifingarfyrirtækið Græna hlekkinn, graenihlekkur- inn.is, ásamt Köllu. Græni hlekkurinn og Olís eru í samstarfi um afhendingu pantana. Um er að ræða Uppgripsverslanir á Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu. „Pöntunartímabil er frá þriðjudegi til hádegis á mánudag og pantan- ir afgreiddar á miðvikudögum og fimmtudögum þar á eftir.“ Skyldi þetta vera vinsælt? „Klár- lega, eftirspurnin eykst stöðugt. Neytandinn kann að meta að fá úrval lífrænna afurða, ekki bara það sem Akur framleiðir, heldur líka lífræna ávexti, mjólkurvörur, kornvörur og fleira. Landsbyggð- in fær vörurnar sendar með vöru- flutningabíl. Við erum greinilega að uppfylla þörf á markaði,“ segir Þórður. Ferskt grænmeti í áskrift ● EIGIÐ PESTÓ Ef þú átt lífrænar basilplöntur frá Engi þá getur þú búið til þitt eigið græna pestó. Munurinn á því og verksmiðjuframleiddu pestói er gríðarlegur. Til eru margar uppskriftir að pestói en uppistaðan er basilplantan. Innihaldið er yfirleitt það sama, lúka eða tvær af basilblöðum, 100-150 g af furu- hnetum, nokkrir hvítlauksgeirar, 50-100 g af rifnum parmesanosti, 1-3 dl extra virgin ólívuolía af hæsta gæðaflokki, salt og pipar að smekk. Þurrefni og græn- meti er maukað í matvinnsluvél og olíu bætt við á hægum hraða. Sumir skipta hluta af basili út á móti steinselju sem Engi framleiðir einnig. ● VILTU RÆKTA LÍF- RÆNT? Í garðyrkjuversl- unum má víða fá lífrænan áburð til að setja í matjurta- garðinn. Best er að huga að áburði frá upphafi, til dæmis að tæta hrossaskít eða annan búfjáráburð saman við mold- ina áður en plantað er út. Hrossaskítur vill þó bera með sér illgresisfræ ef hann hefur staðið úti lengi. Síðan má nota sveppamold og kjúkl- ingaskít (gerilsneyddan) til að uppfylla viðbótaráburðar- þörf plantnanna yfir sumarið. Starfsmenn garðyrkjuversl- ana geta veitt frekari svör. Áhugasömum er einnig bent á að margir bjóða upp á námskeið í matjurtaræktun, þar á meðal lífræna ræktun. ● VESTFIRSKUR SMYRSLAKRAFTUR Smyrslin frá Villimey eru gerð úr völdum villtum jurtum sem vaxa í næringarríkum jarðvegi, fá hreint loft og tært vatn, þannig að bestu eiginleikar og einstök virkni jurtanna nýtist til fullnustu. Uppskriftirnar eru þróaðar af Aðalbjörgu Þor- steinsdóttur. Smyrslin eru 100 prósent náttúruleg, unnin úr íslenskum jurtum sem eru handtíndar á Vestfjörðum þegar virkni þeirra er hvað mest. Smyrslin eru án rot- varna-, ilm- og litarefna og lífrænt vottuð frá Vottunarstofunni Túni. Smyrslin eru seld í mörg- um apótekum, heilsubúðum t.d. hjá Græna hlekknum að Nethyl 2c og á Net- inu. Sjá nánar sölustaði og upp- lýsingar á vefnum villimey.is. ● LÍFRÆN LÉTTVÍN Lífrænum valkostum í léttvínum fjölgar. Þau eru framleidd úr lífrænum þrúgum þar sem að- eins eru notaðar náttúrulegar varnir og áburður eins og í ann- arri lífrænni ræktun. ÁTVR býður upp á 34 tegundir af lífrænum léttvínum frá tæplega 1.600 krónum upp í rúmlega 10.000 krónur. Vínin eru gerð úr ýmsum þrúgum. Chardonnay er algengt í hvít- víni og Cabernet Sauvignon í rauðvíni. Fleiri gerðir eru í boði. Sjá vinbudin.is. Sífellt fleiri panta sér lífrænar afurðir á Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: Háskólafélag Suðurlands ehf. l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sveinn Aðalsteinsson l Heimilisfang: Tryggvagötu 36, 800 Selfossl Vefsíða: www.www.hfsu.is.is l Sími: 525 5461, 698 9644 l Tölvupóstfang: hfsu@hfsu.is, sveinn@primordia.is Lífrænn barnamatur sem kitlar bragðlaukana Engin erfðabreytt innihaldsefni Ræktað án notkunar meindýraeiturs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.