Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 37
lífrænn lífsstíll ●FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2010 5 Þórður G. Halldórsson og kona hans, Karólína Gunnarsdóttir, eiga Garðyrkjustöðina Akur í Laugarási í Biskupstungum og rækta þar líf- rænt vottað grænmeti. Þórður segir að þau hafi séð miklar breytingar á viðhorfi fólks á þessum tíma. „Í byrjun seldum við í fáeinar heilsubúðir. Í dag er þessi vara komin í flesta stórmarkaði og verslanir um allt land. Sérstimpill- inn er horfinn og þetta er komið til að vera.“ Á Akri eru ræktaðir tómatar, gúrkur, paprikur með meiru á 2.200 fermetrum en þau hjón hafa varla undan að framleiða fyrir vaxandi markað. Undanfarin ár hafa auk þess verið framleiddar mjólkur- sýrðar afurðir úr lífrænt rækt- uðu hráefni auk annarra full- unninna afurða eins og chilimauk, eplamauk og fleira. „Í dag er þetta ekki leng- ur einhver sér- hópur, nú er það hinn al- menni neyt- andi sem velur lífrænt.“ Öll markaðssetn- ing og dreif- ing er á eigin vegum undir nafninu Græni hlekkurinn. „Trygg- asti markaðurinn er heilsu- og sér- vöruverslanir, einstaka verslanir og veitingahús. Stórmarkaðir hafa æ meira verið að opna sig fyrir líf- rænum afurðum og aukið þar með aðgengi hins almenna neytanda. Einnig erum við með áskriftarsölu, „Grænmeti í áskrift“ í samvinnu við OLÍS og nýtur það fyrirkomulag sí- aukinnar vinsælda. Fyrir þremur árum opnuðum við verslun og bændamarkað í Nethyl í Reykjavík og þar getur fólk fengið það sem er í boði í netversluninni og meira til. Það er greinileg hug- arfarsbreyting hjá fólki. Nú horf- ir fólk meira inn á við en áður og hugsar um sjálfbærni og um- hverfisvernd. Það skilar sér svo áfram í auknum áhuga fyrir lífrænum af- urðum og gæðavörum.“ Garðyrkjustöðin Akur býður gesti velkomna í sumar og þar má kaupa grænmeti og maukið vinsæla. Nánari upp- lýsingar á www. graenihlekkur- inn.is Garðyrkjustöðin Engi var stofn- uð af hjónunum Sigrúnu Reynis- dóttur og Ingólfi Guðnasyni árið 1985 í Laugarási í Biskupstung- um. Stöðin hefur getið sér gott orð fyrir lífrænar kryddjurtir sem má fá í flestum stórmörkuðum en færri vita að á Engi er mjög fjöl- breytt ræktun á ýmsum tegundum – reyndar heill ævintýraheimur! Nú eru framleiddar lífrænt ræktaðar kryddjurtir í um 1.300 fermetrum undir gleri en auk þess í plasthúsum, vermireitum og í garðlöndum yfir sumartímann. Öll framleiðsla á Engi er lífrænt vott- uð af Vottunarstofunni Túni. „Nú er mest áhersla lögð á grænmeti í gróðurhúsum og einn- ig útiræktun grænmetis. Við erum að rækta á milli 40-50 teg- undir, sem verða seldar á lífræna grænmetismarkaðinum á Engi nú í sumar. Þar verða einnig seldar lífrænt vottaðar vörur frá öðrum framleiðendum. Við höfum einnig gert tilraun- ir með nýjar grænmetistegundir, til dæmis asískar tegundir eins og pak-choi og mizuna-salat. Líf- ræni markaðurinn var opinn um helgar síðastliðið sumar og komu mörg þúsund gestir til að skoða hann. Við aukum opnunartímann í sumar og höfum opið frá 20. júní til loka ágústmánaðar, fimmtu- daga til mánudaga í hverri viku frá 13 til 18,“ segir Ingólfur. Gestir geta skoða völundarhús- ið á Engi, sem er gert úr íslensk- um gulvíði, 1.000 fermetrar að flatarmáli, og er þrautin fólgin í að finna leið inn að miðju garðs- ins og út aftur. Í söluskálanum er boðið upp á jurtate og hægt er að skoða epla- og kirsuberjaræktun. Mikill trjá- gróður einkennir stöðina og gefur gott skjól fyrir gesti. Krydd- og ilmjurtagarður er við hlið sölu- skálans og eru tegundirnar merktar. Ævintýraheimur í Engi Ingólfur og Sigrún stofnuðu Garðyrkjustöðina Engi árið 1985. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Garðyrkjustöðin Akur Hótel Geysir tekur árlega á móti miklum fjölda ferða- manna meðal annars í hádegis- verð og aðrar veitingar. Maturinn á Hótel Geysi er kapít- uli út af fyrir sig og þar fer Bjarki Hilmarsson yfirmatreiðslumeistari fyrir vösku liði sem töfrar fram dýr- indis máltíðir. Við spurðum Bjarka nánar um matinn. „Við höfum lagt áherslu á að bjóða spennandi og gómsæta rétti og helst með skírskotun eða byggða á hráefni úr héraðinu. Suðurland er matarkista, allt þetta frábæra græn- meti, kjöt og fiskur, bæði úr sjó og vötnum, þannig að við erum afskap- lega vel sett með aðgang að góðu og spennandi hráefni,“ segir Bjarki. „Við höfum verið að þróa valkosti í lífrænum réttum og reiknum með að bjóða upp á nokkra lífræna rétti á matseðlinum í sumar. Við finn- um klárlega fyrir auknum áhuga á lífrænum afurðum og því erum við mjög ánægð með að geta boðið gestum okkar upp á lífrænan kost.“ Fyrir utan lífræna rétti er fjölbreytt úrval kjöt- og fiskrétta í boði. Á Hótel Geysi eru 24 vistleg og notaleg herbergi með baði sem eru tvö og tvö í smáhýsum á lóð hótels- ins. „Sundlaugin okkar er mjög vin- sæl en hún er með hveravatni sem er ákaflega notalegt að synda eða busla í,“ segir Bjarki. Við laugina er góð búningsaðstaða. Kraftmiðstöð á Suðurlandi „Við erum afskaplega vel sett með aðgang að góðu og spennandi hráefni,“ segir Bjarki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórður- son segir almenning jákvæðan í garð lífrænna afurða. Maður lifandi... er grænn kostur fyrir þig Bændur í bænum Lífrænn ferskvörumarkaður - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t Opið alla virka daga milli 12 - 18 graenihlekkurinn.is - Nethyl 2c líttu þér nær á næstu grösum og netverslun Grænmeti - Ávextir - Mjólkurvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.