Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 37

Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 37
lífrænn lífsstíll ●FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2010 5 Þórður G. Halldórsson og kona hans, Karólína Gunnarsdóttir, eiga Garðyrkjustöðina Akur í Laugarási í Biskupstungum og rækta þar líf- rænt vottað grænmeti. Þórður segir að þau hafi séð miklar breytingar á viðhorfi fólks á þessum tíma. „Í byrjun seldum við í fáeinar heilsubúðir. Í dag er þessi vara komin í flesta stórmarkaði og verslanir um allt land. Sérstimpill- inn er horfinn og þetta er komið til að vera.“ Á Akri eru ræktaðir tómatar, gúrkur, paprikur með meiru á 2.200 fermetrum en þau hjón hafa varla undan að framleiða fyrir vaxandi markað. Undanfarin ár hafa auk þess verið framleiddar mjólkur- sýrðar afurðir úr lífrænt rækt- uðu hráefni auk annarra full- unninna afurða eins og chilimauk, eplamauk og fleira. „Í dag er þetta ekki leng- ur einhver sér- hópur, nú er það hinn al- menni neyt- andi sem velur lífrænt.“ Öll markaðssetn- ing og dreif- ing er á eigin vegum undir nafninu Græni hlekkurinn. „Trygg- asti markaðurinn er heilsu- og sér- vöruverslanir, einstaka verslanir og veitingahús. Stórmarkaðir hafa æ meira verið að opna sig fyrir líf- rænum afurðum og aukið þar með aðgengi hins almenna neytanda. Einnig erum við með áskriftarsölu, „Grænmeti í áskrift“ í samvinnu við OLÍS og nýtur það fyrirkomulag sí- aukinnar vinsælda. Fyrir þremur árum opnuðum við verslun og bændamarkað í Nethyl í Reykjavík og þar getur fólk fengið það sem er í boði í netversluninni og meira til. Það er greinileg hug- arfarsbreyting hjá fólki. Nú horf- ir fólk meira inn á við en áður og hugsar um sjálfbærni og um- hverfisvernd. Það skilar sér svo áfram í auknum áhuga fyrir lífrænum af- urðum og gæðavörum.“ Garðyrkjustöðin Akur býður gesti velkomna í sumar og þar má kaupa grænmeti og maukið vinsæla. Nánari upp- lýsingar á www. graenihlekkur- inn.is Garðyrkjustöðin Engi var stofn- uð af hjónunum Sigrúnu Reynis- dóttur og Ingólfi Guðnasyni árið 1985 í Laugarási í Biskupstung- um. Stöðin hefur getið sér gott orð fyrir lífrænar kryddjurtir sem má fá í flestum stórmörkuðum en færri vita að á Engi er mjög fjöl- breytt ræktun á ýmsum tegundum – reyndar heill ævintýraheimur! Nú eru framleiddar lífrænt ræktaðar kryddjurtir í um 1.300 fermetrum undir gleri en auk þess í plasthúsum, vermireitum og í garðlöndum yfir sumartímann. Öll framleiðsla á Engi er lífrænt vott- uð af Vottunarstofunni Túni. „Nú er mest áhersla lögð á grænmeti í gróðurhúsum og einn- ig útiræktun grænmetis. Við erum að rækta á milli 40-50 teg- undir, sem verða seldar á lífræna grænmetismarkaðinum á Engi nú í sumar. Þar verða einnig seldar lífrænt vottaðar vörur frá öðrum framleiðendum. Við höfum einnig gert tilraun- ir með nýjar grænmetistegundir, til dæmis asískar tegundir eins og pak-choi og mizuna-salat. Líf- ræni markaðurinn var opinn um helgar síðastliðið sumar og komu mörg þúsund gestir til að skoða hann. Við aukum opnunartímann í sumar og höfum opið frá 20. júní til loka ágústmánaðar, fimmtu- daga til mánudaga í hverri viku frá 13 til 18,“ segir Ingólfur. Gestir geta skoða völundarhús- ið á Engi, sem er gert úr íslensk- um gulvíði, 1.000 fermetrar að flatarmáli, og er þrautin fólgin í að finna leið inn að miðju garðs- ins og út aftur. Í söluskálanum er boðið upp á jurtate og hægt er að skoða epla- og kirsuberjaræktun. Mikill trjá- gróður einkennir stöðina og gefur gott skjól fyrir gesti. Krydd- og ilmjurtagarður er við hlið sölu- skálans og eru tegundirnar merktar. Ævintýraheimur í Engi Ingólfur og Sigrún stofnuðu Garðyrkjustöðina Engi árið 1985. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Garðyrkjustöðin Akur Hótel Geysir tekur árlega á móti miklum fjölda ferða- manna meðal annars í hádegis- verð og aðrar veitingar. Maturinn á Hótel Geysi er kapít- uli út af fyrir sig og þar fer Bjarki Hilmarsson yfirmatreiðslumeistari fyrir vösku liði sem töfrar fram dýr- indis máltíðir. Við spurðum Bjarka nánar um matinn. „Við höfum lagt áherslu á að bjóða spennandi og gómsæta rétti og helst með skírskotun eða byggða á hráefni úr héraðinu. Suðurland er matarkista, allt þetta frábæra græn- meti, kjöt og fiskur, bæði úr sjó og vötnum, þannig að við erum afskap- lega vel sett með aðgang að góðu og spennandi hráefni,“ segir Bjarki. „Við höfum verið að þróa valkosti í lífrænum réttum og reiknum með að bjóða upp á nokkra lífræna rétti á matseðlinum í sumar. Við finn- um klárlega fyrir auknum áhuga á lífrænum afurðum og því erum við mjög ánægð með að geta boðið gestum okkar upp á lífrænan kost.“ Fyrir utan lífræna rétti er fjölbreytt úrval kjöt- og fiskrétta í boði. Á Hótel Geysi eru 24 vistleg og notaleg herbergi með baði sem eru tvö og tvö í smáhýsum á lóð hótels- ins. „Sundlaugin okkar er mjög vin- sæl en hún er með hveravatni sem er ákaflega notalegt að synda eða busla í,“ segir Bjarki. Við laugina er góð búningsaðstaða. Kraftmiðstöð á Suðurlandi „Við erum afskaplega vel sett með aðgang að góðu og spennandi hráefni,“ segir Bjarki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórður- son segir almenning jákvæðan í garð lífrænna afurða. Maður lifandi... er grænn kostur fyrir þig Bændur í bænum Lífrænn ferskvörumarkaður - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t Opið alla virka daga milli 12 - 18 graenihlekkurinn.is - Nethyl 2c líttu þér nær á næstu grösum og netverslun Grænmeti - Ávextir - Mjólkurvörur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.