Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 38

Fréttablaðið - 10.06.2010, Side 38
 10. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● lífrænn lífstíll Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Háskólafélag Suðurlands er í eigu sunnlenskra sveitarfélaga og stýrir klasa um lífræna ræktun í Laugarási. Sigurður Sigursveinsson, framkvæmda- stjóri félagsins, útskýrir hvað félagið stendur fyrir. „Félagið var stofnað árið 2007 til að auka framboð á háskólamennt- un fyrir Sunnlendinga, til dæmis með því að bjóða upp á fjarnám í samstarfi við háskóla landsins. Jafnframt er tilgangur félagsins að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að bjóða upp á háskólatengda starfsemi í samvinnu við vísinda- stofnanir og fyrirtæki í héraði. Við höfum beitt okkur fyrir átaksverk- efnum á Suðurlandi þar sem mark- miðið er að auka til dæmis sam- starf fyrirtækja, sveitarfélaga og menntastofnana. Við beittum okkur fyrir átaki á svæðinu aust- an Markarfljóts og nú er unnið þar að stofnun svokallaðs Geopark eða Jarðvangs þar sem koma á sérstæð- um jarðminjum á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efna- hagslegri þróun innan garðanna með því meðal annars að þróa jarðfræðitengda ferðamennsku eða geotourism eins og það heitir á enskunni,“ segir Sigurður. „Við erum núna að einbeita okkur að garðyrkjuafurðum á Suðurlandi með ýmsu móti meðal annars með stofnun svokallaðar grænmetis- smiðju og þar koma lífrænar garðyrkjuafurðir sterkar inn.“ Er Háskólafélagið háskóli? „Nei, félagið er ekki formlegur háskóli en við viljum fyrst og fremst stuðla að ígildi háskólastarfs, búa til háskóla- starf án þess að stofna háskóla og nýta jákvæð áhrif háskólastarfs. Það gerum við með ýmsu móti, stuðlum að nýsköpun með því að koma á klasasamstarfi og reynum að tengja þannig starf við það góða akademíska starf sem fer fram víða á Suðurlandi, hjá Háskóla Íslands á Laugarvatni, Landgræðslunni í Gunnarsholti , Rannsóknamiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði á Sel- fossi og fræðasetur HÍ á svæðinu. Þá eigum við mjög gott samstarf við Fræðslunet Suðurlands og At- vinnuþróunarfélag Suðurlands og stefnum að því að efla það enn frek- ar,“ segir Sigurður. Nánari upplýs- ingar er að finna á vef félagsins, www.hfsu.is. Háskólafélag Suðurlands „Við erum núna að einbeita okkur að garðyrkjuafurðum á Suðurlandi með ýmsu móti, meðal annars með stofnun svokallaðar grænmetissmiðju,“ segir Sigurður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í kjölfar hraðrar útbreiðslu „Fast Food“ byltingarinnar spratt upp félagsskapur í Evrópu sem nefn- ist „Slow Food“. Í stuttu máli hratt stöðlun í matvælaframleiðslu og aukin út- breiðsla næringarsnauðs og eins- leits skyndibitafæðis þessari þróun af stað. Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótarhreyfingu sem í dag á meðlimi í rúmlega 100 löndum. Meginmarkmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikil- vægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtak- anna eru: Góður, hreinn og sann- gjarn, og er þar átt við að matur- inn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Í höfuðstöðvum Slow Food á Norður Ítalíu starfa um 100 manns að ýmsum stórverkefnum og út- gáfustarfsemi, auk þess sem al- þjóðlegt net áhugafólks efnir til viðburða í sínum heimalöndum í gegnum deildir eða svokölluð „con- vivium“. Á námskeiðs- og samveruhelg- inni á Hótel Geysi 19. júní næst- komandi mun Dominique Pledél Jónsson, formaður íslensku Slow Food-samtakanna, halda erindi um Slow Food-hugmyndafræðina. Slow Food-hugmyndafræðin Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Gló (áður Grænum kosti), heldur er- indi um hráfæði á námskeiðshelg- inni 19. júní á Hótel Geysi. Hvað er hráfæði? „Hráfæði er aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Hráefnið er ekki hitað upp fyrir 47°C svo að ensím í matvælunum skemmist sem minnst. Hráfæði inniheldur engan mjólkurmat, unninn mat eða sælgæti,“ segir Solla. „Fyrst og fremst er hugað að fjölbreytni í samsetningu og þar er ímyndunar- aflinu gefinn laus taumur,“ heldur hún áfram. „Hundruð þúsunda manna eru lifandi sönn- un þess að umskipti yfir í hráfæði er það besta sem hefur hent það í lífinu. Vitnisburð- ir sýna aftur og aftur að það að borða hráfæði vinnur bug á alls kyns heilsu- vanda- málum og eykur ork- una, eða eins og kona á fimmtugsaldri orðaði það: „Það væri ekki satt að segja að mér liði eins vel og tví- tugri, mér leið aldrei svona vel þegar ég var tvítug.“ Vinnur bug á vandamálum Sólveig Eiríksdóttir flytur erindi um hráfæði á Hótel Geysi 19. júní næstkomandi. Markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar. Lífræn íslensk framleiðsla Lífrænar mjólkurvörur jógúrtGrísk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.