Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 10. júní 2010 5 Ferðalangar í París kann-ast margir við að bíða tímunum saman í bið-röð eftir því að komast inn á Orsay-safnið, Louvre eða kannski upp í Eiffel-turninn. En áhugasömum má benda á að gráupplagt er að fara í Petit Palais og skoða yfirlitssýningu á ævistarfi Yves Saint Laurent. Nú þegar rétt tvö ár eru liðin frá dauða hans er líf þessa eins áhrifamesta tískuhönnuðar 20. aldar gert upp með ýmsum hætti. Söngvarinn Alain Cham- fort gaf til dæmis út plötu á dögunum, „Une vie Saint Laur- ent“ þar sem textarnir segja frá lífshlaupi hans, en Yves Saint Laurent hefur stundum verið kallaður sá síðasti í röð lista- mannanna í tískunni því þeir sem á eftir hafa komið eru kall- aðir hönnuðir og skapa ekkert sem er í raun og veru nýtt. Ekki er þó allt jafn fallegt sem um manninn Yves Saint Laurent er sagt þótt fáir deili um hæfileika hans sem lista- manns eða hönnuðar. Í fyrra kom út bókin „Beautiful People“ eftir Aliciu Drake sem lýsti brjálæðislegri afbrýði- semi YSL og Karls Lagerfeld. Nýverið kom svo á markaðinn fyrsta raunverulega ævisagan um Saint Laurent sem fyrrver- andi viðskiptafélagi og ástmað- ur hans, Pierre Bergé, neitaði reyndar að taka þátt í að skrifa. Hann segir bókina fulla af vill- um þótt ekki hafi Bergé beint hrakið það sem í bókinni kemur fram. Þessi óopinbera ævisaga eftir Maire-Dominque Lelièvre „Mauvais garçon“ (Slæmur strákur) dregur upp mynd af ótrúlega færum og metnaðar- fullum listamanni sem dreymir um frægð og ríkidæmi og telur sér skylt að ná árangri. Hann þjáist hins vegar af ótta við mistök og engist af sársauka- fullri angist um að tapa sköp- unargáfunni. YSL gaf tískunni allt og var aðeins hamingju- samur á vinnustofu sinni. Þótt hann hafi löngum verið sagður góður starfsfólki sínu þá var það aðeins lifandi framlenging á listamanninum sjálfum. Smám saman ánetjaðist Saint Laurent róandi lyfjum, eiturlyfjum og áfengi sem hafði afar skemm- andi áhrif á hann. Bókin lýsir því einnig hvernig Pierre Bergé gerir sig ómissandi og beitir Saint Laurent eins og vinnudýri í þágu stórveldisins sem þeir byggja. Hins vegar er erfitt að dæma um hver misnotar hvern þar sem ólíklegt verður að telj- ast að Saint Laurent hefði byggt upp fyrirtækið án þess að hafa skipstjóra við stýrið. Eða eins og Marie-Dominique Lelièvre lýsir sambandi þeirra, þá er Saint Laurent dívan sem Bergé setur á svið. Pierre Bergé hefur nú sjálfur skrifað bók, „Bréf til Yves“ þar sem hann birtir einkabréf og segir frá lífi sínu með þessum snillingi. Líklega tilraun hans til að skrifa sína útgáfu af sögunni og vissulega þekkti hann listamanninn betur en nokkur annar. bergb75@free.fr Uppspretta krassandi ævisagna Laugavegi 63 • s: 551 4422 SUMARSTEMNING HJÁ COAST Í DAG 10. JÚNÍ ALLIR SEM VERSLA FÁ GJAFAKORT OG GLÆSILEGA GJÖF * TÍSKUSÝNING OG LÉTTAR VEITINGAR FRÁ KL. 17.00–20.00. HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR! *GILDIR EKKI FYRIR AFSLÁTTARVÖRUR. COAST SMÁRALIND | SÍMI 544 5111 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París CFDA-tískuverðlaunahátíðin fór fram í New York nú á mánudag- inn. Þar mátti sjá allar helstu stórstjörnurnar búnar í sitt besta skart. Sarah Jessica Parker þótti stela senunni en hún mætti á hátíðina í lillableikum stórrósóttum kjól eftir vin sinn Alexander McQeen heitinn. Hárið hafði hún túberað hátt upp af enninu og bar skart sem eftir var tekið. Jessica Biel, Gwyneth Paltrow og súpermódelið Iman þóttu einn- ig glæsilegar á hátíðinni. Það var svo tískuhönnuðurinn Marc Jacobs sem fór heim með verðlaunin besti hönnuðurinn. - rat Sarah þótti bera af Marc Jacobs fór heim með verðlaunin besti hönnuðurinn. Jessica Biel var ein þeirra sem þóttu sérstaklega glæsileg á hátíðinni. Sarah Jessica Parker gefur Carrie Bradshaw úr Sex and the City ekkert eftir þegar kemur að tísku. Dýrasta húðflúr sem gert hefur verið í heiminum er á suður-afríska módelinu Minki van der Westhuizen. Það er ekkert venjulegt húðflúr heldur er það gert með 612 demöntum. www.most-expensive.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.