Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 50
34 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur Afsteypa af höggmyndinni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson var sett upp í Þjóðmenningarsafni Kanada árið 2000 en frumgerðin, sem er frá 1938, var sýnd á heimssýningunni í New York árið 1939. Í fyrirlestri sínum fjallar Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur um högg- myndina; hvernig hún skipar miðlægt hlut- verk í sköpun og miðlun menningararfs og sjálfsmyndar. > Ekki missa af Síðustu tónleikum Rumons Gamba með Sinfóníunni í kvöld. Hugljúft strengjaverk Elgars er upptaktur að nýju verki fyrir sópran og hljómsveit eftir Áskel Másson, þar sem Diddú fer á kostum í glaðværri vorstemningu við sonnettur Gunnars Gunnarssonar. Rumon hefur stjórnað öllum sinfóníum Sjostakovitsj á fjög- urra ára tímabili og nú hljómar sú tíunda aftur í magnþrung- inni túlkun hans. Þegar sumarið skellur á færist víða líf í leikstarfsemi sem annars fer lítið fyrir: Helga Steffensen fer þá í gang með brúðubílinn sinn um leikvelli borgarinnar Reykja- víkur. Í Borgarnesi er opið hús í Englendingavík þar sem Berndt Ogrodnik hefur sest að í fornum húsum Jóns frá Akri. Og nú ætlar enn einn af hinum fámenna hópi íslenskra brúðumeistara að freista erlendra gesta með brúðusýningu fyrir unga og aldna gesti: Nú hefur fæðst nýtt leikhús í borginni, Söguleikhúsið. Á fimmtudagskvöldum verður slegið upp veislu fyrir erlenda ferðamenn (reyndar mega allir mæta sem vilja) í Sjóminjasafninu, Víkinni. Á boðstól- um verður heimsókn í safnið, sjávarréttamáltíð (með flottasta útsýninu yfir höfnina) og leiksýning á ensku. Þetta verður í gangi í júní, júlí og ágúst og verður fyrsta sýningin „Egla í nýjum spegli“ í kvöld. Kvöldmatur er frá kl. 19 og leiksýningin hefst klukkan 20.30. Hægt er að panta í síma safnsins 517-9400. Hallveig Thorlacius stendur fyrir sýningarhaldinu og er brúðumeistarinn, smíðar og saumar brúðurnar og gefur þeim líf. Sýningin er ein af mörgum sem Hallveig hefur á takteinum en hún hefur farið víða með þær um lönd á sínum langa ferli frá því þær Helga hófu sýningarhald í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11 fyrir áratugum. Egla á ensku í brúðuleik LEIKLIST Hallveig leikur sér með Egils sögu. MYND SÖGULEIKHÚSIÐ Í kvöld hefst tónlistar- hátíðin Suður mætir norðri í Norræna húsinu í Reykja- vík. Þar munu framúrskar- andi norrænir einleikarar koma fram með fjölbreytta og merkilega dagskrá á þremur tónleikum. Félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Nordisk solis- tråd. Hátíðin er haldin í til- efni af 70 ára afmæli Félags íslenskra tónlistarmanna og ársfundar Nordisk solistråd á Íslandi. Í kvöld leika einleikarar frá Íslandi, Færeyjum og Noregi. Þær Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja söng- lög eftir Jórunni Viðar; Færeying- arnir Agnar Lamhauge og Jóhann- es Andreasen leika verk eftir Bach, Holmboe og Gubaidulina fyrir kontrabassa og píanó; og að lokum flytja Norðmennirnir Ole Böhn og Geir Henning Braaten sónötur eftir Janacek og Grieg fyrir fiðlu og píanó. Af þessum fríða hóp er rétt að benda á Ole Böhn en hann er afar virtur einleikari á fiðlu og eftirsóttur kennari. Hann er með prófessorsstöðu í Konservatoríinu í Sidney í Ástralíu en hefur einn- ig komið fram sem einleikari með hljómsveitum um allan heim, t.d. frumflutti hann fiðlukonsertinn Elliot Carter með Sinfóníuhljóm- sveitinni í San Fransisco árið 1990 en konsertinn er tileinkaður honum. Tónleikar kvöldsins hefjast kl. 20. Annað kvöld kl. 20 koma fram einleikarar frá Íslandi, Finnlandi og Danmörku. Dúó Stemma ríður á vaðið með „Fimm lögum frá Gaut- löndum“ eftir Snorra Sigfús Birg- isson sem samdi lögin sérstaklega fyrir dúóið. Þá leika Finnarnir Pasi Eerikäinen og Emil Holmström són- ötur eftir Debussy og Bartók fyrir fiðlu og píanó. Að lokum leikur ein- stakur danskur kvartett, MiXte ásamt söngkonunni Susanne Elm- ark, blandaða efnisskrá með verk- um eftir Burgeois, Seiber, Serocki, Gade, Bruun, Nørholm, Gershwin og Piazzolla. MiXte er óvenjulegur kvartett að því leyti að þar mætast klarin- ett, básúna, selló og píanó í flutn- ingi kammertónlistar en kvartett- inn er rómaður fyrir skemmtilega sviðsframkomu og vel mótaðar efn- isskrár. Susanne Elmark starfar með kvartettinum af og til en hún hefur haslað sér völl í óperuheim- inum í hlutverkum fyrir kólóratúr sópran auk þess að koma fram sem einsöngvari með hljómsveitum á alþjóðlegum vettvangi. MiXte og Susanne Elmark koma einnig fram í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20 á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Tónleikarnir „Tangó tekur völd- in“ verða svo laugardaginn 12. júní kl. 16. Þeir eru afrakstur tangó- smiðju og námskeiðs undir stjórn Oliviers Manoury bandóneonleik- ara sem er Íslendingum að góðu kunnur. Með honum leika nokkr- ir af færustu hljóðfæraleikurum landsins, þau Auður Hafsteinsdótt- ir fiðluleikari, Helga Þórarinsdótt- ir víóluleikari, Hávarður Tryggva- son kontrabassaleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Einn- ig fá þau til liðs við sig frábæra tónlistarmenn, þá Pasi Eerikäin- en fiðluleikara frá Finnlandi, John Ehde sellóleikara frá Danmörku og Jonas Dominique kontrabassa- leikara frá Svíþjóð, sem allir eru sérfræðingar í flutningi tangótón- listar í sínu heimalandi. Að tónleik- um loknum skundar hópurinn upp í Borgarfjörð þar sem hann treður upp á vegum borgfirsku hátíðarinn- ar IsNord kl. 21 á Hvanneyri í mat- sal Landbúnaðarháskólans. Þaðan heldur hann norður um heiðar og leikur í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit sunnudaginn 13. júní kl. 15. pbb@frettabladid.is Suður og norður mætast TÓNLIST Olivier Manoury er meðal fjölmargra gesta sem koma fram á hátíðinni Suður mætir norðri í Norræna húsinu á laugardag, en hann fer síðan upp í Borgar- fjörð síðar um daginn og spilar á Hvanneyri og þaðan norður um heiðar og leikur í Laugarborg á sunnudag. MYND SIGURJÓNSSAFN Tónsmíð Huga Guðmundssonar, Händelusive, var valin í sérstak- an heiðursflokk á Alþjóðlega tón- skáldaþinginu sem haldið var í Gul- benkian-listamiðstöðinni í Lissabon dagana 31. maí til 4. júní sl. Í kjöl- farið verður verkinu útvarpað víða um heim á næstu mánuðum, en 67 tónverk, valin af ríkisútvarpstöðv- um 33 landa í fjórum heimsálfum, voru kynnt á þinginu í ár. Hugi Guðmundsson er fæddur árið 1977. Eftir tónsmíðanám í Reykjavík lauk hann meistaragráðu frá Konunglega tónlistarháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 2005 og meistaragráðu í raf- og tölvutónlist frá Sonology-stofnunni í Den Haag í Hollandi árið 2007. Hugi hefur hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Íslensku tónlist- arverðlaunin árið 2008 fyrir verkið APOCRYPHA. Verkið Händelusive var samið fyrir kammerhópinn Nordic Affect í tilefni af tónleikum Ríkisútvarpsins á Händel-degi Sambands evrópskra útvarpsstöðva í apríl í fyrra. Tónskáldaþingið var fyrst haldið árið 1954. Þá tóku fjórar útvarps- stöðvar þátt í þinginu en í ár voru þátttökulöndin hátt í fjörutíu. Tón- skáldaþingið er fyrst og fremst vettvangur til kynningar á nýjum verkum og ungum tónskáldum sem talin eru eiga erindi á alþjóðavísu, en þingið er einnig keppni, þar sem þátttakendur velja áhugaverðustu verkin með sérstakri stigagjöf. Þingið er skipulagt af Alþjóðatón- listarráðinu (International Music Council) með stuðningi UNESCO, vísinda-, menntunar- og menning- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Tónskáldaþingið er einn öflugasti vettvangur til kynningar á íslenskri samtímatónlist en á þinginu hittast fulltrúar fjölmargra útvarpsstöðva frá öllum heimshornum, kynna tón- verk frá sínu heimalandi og skiptast á upptökum af nýjum tónverkum. -pbb Verk Huga í víðtæka dreifingu TÓNLIST Verk Huga Guðmundssonar, Händelusive, fer víða á þessu ári. MYND FRÉTTABLAÐIÐ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Makalaus - kilja Tobba Marinós Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir Morgnar í Jenín - kilja Susan Abulhawa Handbókin um heimsmeistara- keppnina - Keir Radnedge Ræktum sjálf Gitte Kjeldsen METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 02.06.10 - 08.06.10 Friðlaus - kilja Lee Child Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Vísnafýsn - ljóðabók Þórarinn Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.