Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 50

Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 50
34 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur Afsteypa af höggmyndinni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson var sett upp í Þjóðmenningarsafni Kanada árið 2000 en frumgerðin, sem er frá 1938, var sýnd á heimssýningunni í New York árið 1939. Í fyrirlestri sínum fjallar Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur um högg- myndina; hvernig hún skipar miðlægt hlut- verk í sköpun og miðlun menningararfs og sjálfsmyndar. > Ekki missa af Síðustu tónleikum Rumons Gamba með Sinfóníunni í kvöld. Hugljúft strengjaverk Elgars er upptaktur að nýju verki fyrir sópran og hljómsveit eftir Áskel Másson, þar sem Diddú fer á kostum í glaðværri vorstemningu við sonnettur Gunnars Gunnarssonar. Rumon hefur stjórnað öllum sinfóníum Sjostakovitsj á fjög- urra ára tímabili og nú hljómar sú tíunda aftur í magnþrung- inni túlkun hans. Þegar sumarið skellur á færist víða líf í leikstarfsemi sem annars fer lítið fyrir: Helga Steffensen fer þá í gang með brúðubílinn sinn um leikvelli borgarinnar Reykja- víkur. Í Borgarnesi er opið hús í Englendingavík þar sem Berndt Ogrodnik hefur sest að í fornum húsum Jóns frá Akri. Og nú ætlar enn einn af hinum fámenna hópi íslenskra brúðumeistara að freista erlendra gesta með brúðusýningu fyrir unga og aldna gesti: Nú hefur fæðst nýtt leikhús í borginni, Söguleikhúsið. Á fimmtudagskvöldum verður slegið upp veislu fyrir erlenda ferðamenn (reyndar mega allir mæta sem vilja) í Sjóminjasafninu, Víkinni. Á boðstól- um verður heimsókn í safnið, sjávarréttamáltíð (með flottasta útsýninu yfir höfnina) og leiksýning á ensku. Þetta verður í gangi í júní, júlí og ágúst og verður fyrsta sýningin „Egla í nýjum spegli“ í kvöld. Kvöldmatur er frá kl. 19 og leiksýningin hefst klukkan 20.30. Hægt er að panta í síma safnsins 517-9400. Hallveig Thorlacius stendur fyrir sýningarhaldinu og er brúðumeistarinn, smíðar og saumar brúðurnar og gefur þeim líf. Sýningin er ein af mörgum sem Hallveig hefur á takteinum en hún hefur farið víða með þær um lönd á sínum langa ferli frá því þær Helga hófu sýningarhald í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11 fyrir áratugum. Egla á ensku í brúðuleik LEIKLIST Hallveig leikur sér með Egils sögu. MYND SÖGULEIKHÚSIÐ Í kvöld hefst tónlistar- hátíðin Suður mætir norðri í Norræna húsinu í Reykja- vík. Þar munu framúrskar- andi norrænir einleikarar koma fram með fjölbreytta og merkilega dagskrá á þremur tónleikum. Félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Nordisk solis- tråd. Hátíðin er haldin í til- efni af 70 ára afmæli Félags íslenskra tónlistarmanna og ársfundar Nordisk solistråd á Íslandi. Í kvöld leika einleikarar frá Íslandi, Færeyjum og Noregi. Þær Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja söng- lög eftir Jórunni Viðar; Færeying- arnir Agnar Lamhauge og Jóhann- es Andreasen leika verk eftir Bach, Holmboe og Gubaidulina fyrir kontrabassa og píanó; og að lokum flytja Norðmennirnir Ole Böhn og Geir Henning Braaten sónötur eftir Janacek og Grieg fyrir fiðlu og píanó. Af þessum fríða hóp er rétt að benda á Ole Böhn en hann er afar virtur einleikari á fiðlu og eftirsóttur kennari. Hann er með prófessorsstöðu í Konservatoríinu í Sidney í Ástralíu en hefur einn- ig komið fram sem einleikari með hljómsveitum um allan heim, t.d. frumflutti hann fiðlukonsertinn Elliot Carter með Sinfóníuhljóm- sveitinni í San Fransisco árið 1990 en konsertinn er tileinkaður honum. Tónleikar kvöldsins hefjast kl. 20. Annað kvöld kl. 20 koma fram einleikarar frá Íslandi, Finnlandi og Danmörku. Dúó Stemma ríður á vaðið með „Fimm lögum frá Gaut- löndum“ eftir Snorra Sigfús Birg- isson sem samdi lögin sérstaklega fyrir dúóið. Þá leika Finnarnir Pasi Eerikäinen og Emil Holmström són- ötur eftir Debussy og Bartók fyrir fiðlu og píanó. Að lokum leikur ein- stakur danskur kvartett, MiXte ásamt söngkonunni Susanne Elm- ark, blandaða efnisskrá með verk- um eftir Burgeois, Seiber, Serocki, Gade, Bruun, Nørholm, Gershwin og Piazzolla. MiXte er óvenjulegur kvartett að því leyti að þar mætast klarin- ett, básúna, selló og píanó í flutn- ingi kammertónlistar en kvartett- inn er rómaður fyrir skemmtilega sviðsframkomu og vel mótaðar efn- isskrár. Susanne Elmark starfar með kvartettinum af og til en hún hefur haslað sér völl í óperuheim- inum í hlutverkum fyrir kólóratúr sópran auk þess að koma fram sem einsöngvari með hljómsveitum á alþjóðlegum vettvangi. MiXte og Susanne Elmark koma einnig fram í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20 á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Tónleikarnir „Tangó tekur völd- in“ verða svo laugardaginn 12. júní kl. 16. Þeir eru afrakstur tangó- smiðju og námskeiðs undir stjórn Oliviers Manoury bandóneonleik- ara sem er Íslendingum að góðu kunnur. Með honum leika nokkr- ir af færustu hljóðfæraleikurum landsins, þau Auður Hafsteinsdótt- ir fiðluleikari, Helga Þórarinsdótt- ir víóluleikari, Hávarður Tryggva- son kontrabassaleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Einn- ig fá þau til liðs við sig frábæra tónlistarmenn, þá Pasi Eerikäin- en fiðluleikara frá Finnlandi, John Ehde sellóleikara frá Danmörku og Jonas Dominique kontrabassa- leikara frá Svíþjóð, sem allir eru sérfræðingar í flutningi tangótón- listar í sínu heimalandi. Að tónleik- um loknum skundar hópurinn upp í Borgarfjörð þar sem hann treður upp á vegum borgfirsku hátíðarinn- ar IsNord kl. 21 á Hvanneyri í mat- sal Landbúnaðarháskólans. Þaðan heldur hann norður um heiðar og leikur í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit sunnudaginn 13. júní kl. 15. pbb@frettabladid.is Suður og norður mætast TÓNLIST Olivier Manoury er meðal fjölmargra gesta sem koma fram á hátíðinni Suður mætir norðri í Norræna húsinu á laugardag, en hann fer síðan upp í Borgar- fjörð síðar um daginn og spilar á Hvanneyri og þaðan norður um heiðar og leikur í Laugarborg á sunnudag. MYND SIGURJÓNSSAFN Tónsmíð Huga Guðmundssonar, Händelusive, var valin í sérstak- an heiðursflokk á Alþjóðlega tón- skáldaþinginu sem haldið var í Gul- benkian-listamiðstöðinni í Lissabon dagana 31. maí til 4. júní sl. Í kjöl- farið verður verkinu útvarpað víða um heim á næstu mánuðum, en 67 tónverk, valin af ríkisútvarpstöðv- um 33 landa í fjórum heimsálfum, voru kynnt á þinginu í ár. Hugi Guðmundsson er fæddur árið 1977. Eftir tónsmíðanám í Reykjavík lauk hann meistaragráðu frá Konunglega tónlistarháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 2005 og meistaragráðu í raf- og tölvutónlist frá Sonology-stofnunni í Den Haag í Hollandi árið 2007. Hugi hefur hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Íslensku tónlist- arverðlaunin árið 2008 fyrir verkið APOCRYPHA. Verkið Händelusive var samið fyrir kammerhópinn Nordic Affect í tilefni af tónleikum Ríkisútvarpsins á Händel-degi Sambands evrópskra útvarpsstöðva í apríl í fyrra. Tónskáldaþingið var fyrst haldið árið 1954. Þá tóku fjórar útvarps- stöðvar þátt í þinginu en í ár voru þátttökulöndin hátt í fjörutíu. Tón- skáldaþingið er fyrst og fremst vettvangur til kynningar á nýjum verkum og ungum tónskáldum sem talin eru eiga erindi á alþjóðavísu, en þingið er einnig keppni, þar sem þátttakendur velja áhugaverðustu verkin með sérstakri stigagjöf. Þingið er skipulagt af Alþjóðatón- listarráðinu (International Music Council) með stuðningi UNESCO, vísinda-, menntunar- og menning- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Tónskáldaþingið er einn öflugasti vettvangur til kynningar á íslenskri samtímatónlist en á þinginu hittast fulltrúar fjölmargra útvarpsstöðva frá öllum heimshornum, kynna tón- verk frá sínu heimalandi og skiptast á upptökum af nýjum tónverkum. -pbb Verk Huga í víðtæka dreifingu TÓNLIST Verk Huga Guðmundssonar, Händelusive, fer víða á þessu ári. MYND FRÉTTABLAÐIÐ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Makalaus - kilja Tobba Marinós Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir Morgnar í Jenín - kilja Susan Abulhawa Handbókin um heimsmeistara- keppnina - Keir Radnedge Ræktum sjálf Gitte Kjeldsen METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 02.06.10 - 08.06.10 Friðlaus - kilja Lee Child Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Vísnafýsn - ljóðabók Þórarinn Eldjárn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.