Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 54
38 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson 2000 2002 2006 2010 > Í SPILARANUM For a Minor Reflection - Höldum í átt að óreiðu Wolf Parade - Expo 86 The Black Keys - Brothers Jack Johnson - To the Sea FOR A MINOR REFLECTION WOLF PARADE Ein af flottari plötum ársins til þessa er Before Today með Los Ang- eles-sveitinni Ariel Pink’s Haunted Graffiti. Ariel Pink er listamanns- nafn Ariels Marcus Rosenberg. Hann er fæddur 1978 og hefur verið að búa til tónlist í ein fimmtán ár. Árið 2003 sendi hann CD-r disk með nokkrum lögum til meðlima Animal Collective og í framhaldinu gerðu þeir samning við hann um útgáfu á vegum plötufyrirtækisins þeirra Paw Tracks. Fyrsta platan, The Doldrums, kom út árið eftir og fleiri fylgdu í kjölfarið. Tónlistin var framúrstefnulegur lo-fi hræri- grautur. Allt frá árinu 1995 tók Ariel mikið magn af lögum upp á átta rása Yamaha-kassettutæki í svefnherberg- inu sínu. Dag eftir dag „datt hann um það þegar hann fór fram úr á morgn- ana“. Hann gerði á milli 200 og 300 spólur á fyrstu árunum sem inni- halda yfir 500 lög. Hluti þess efnis hefur komið út á plötum. Upphaflega kom Ariel fram einn á tónleikum með aðstoð kassettutækis, en síðar fékk hann nokkra tónlistarmenn til liðs við sig. Árið 2008 stofnaði hann hljóm- sveitina sem nú gengur undir nafninu Haunted Graffiti. Í nóvember í fyrra gerði Ariel samn- ing við breska plötufyrirtækið 4AD og í mars kom fyrsta afurð þess samstarfs, smáskífan Round and Round. Á mánudaginn kom svo stóra platan Before Today. Hún telst vera níunda plata Ariels Pink og sú fyrsta sem er tekin upp í hljóðveri. Before Today er fjölbreytt og skemmtileg poppplata með glás af vís- unum í poppsöguna. Hún staðfestir að Ariel er fyrirtaks lagasmiður. Before Today er aðgengilegri heldur en fyrri plöturnar og hljómurinn er betri. Hún hefur fengið frábæra dóma og ætti að koma þessum afkastamikla listamanni upp á yfirborðið. Upp á yfirborðið ARIEL PINK ein af plötum ársins. Myndin á smáskífunni Round and Round hér að ofan vakti líka mikla athygli. > Plata vikunnar The National - High Violet ★★★★★ „High Violet er stórkostleg plata sem mun auka hróður The National enn frekar.“ - afb Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir aðeins nokkra mánuði í að stóru útgáfu- fyrirtækin í tónlistariðnaðinum hrynji eins og spilaborg. Í viðtali í nýrri kennslubók fyrir menntaskóla heldur hann því fram að iðnaðurinn sé að niðurlotum kom- inn. „Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði Yorke. „Það eru mánuðir frek- ar en ár þangað til kerfið í kringum tónlistariðnaðinn hrynur eins og það leggur sig.“ Hann hvetur unga tónlistarmenn sem vilja ná langt til að semja ekki við stór útgáfufyrirtæki og bætir við að ekki verði mikil eftirsjá að þeim. „Ekki hoppa um borð í sökkvandi skip, því trúið mér, það er að sökkva.” Að sögn Yorke er félagi hans úr Radiohead, Ed O´Brien, að reyna að bæta hag nýliða í tónlistarbransanum þannig að þeir fái loksins borgað eitthvað af viti fyrir verk sín. Það gengur aftur á móti mjög erfiðlega. Aðrir sem segja frá reynslu sinni í kennslubókinni eru Ms Dynamite og sjónvarpsmaðurinn Jon Snow. Bókinni er ætlað að hjálpa 15 til 16 ára krökkum að verða meðvit- aðir um stjórnmál. Radiohead vakti mikla athygli þegar hljómsveitin gaf aðdáend- um sínum kost á að sækja síðustu plötu sína, In Rainbow, ókeypis á Netinu í gegnum heimasíðu sína. Þá hafði sveitin nýlokið sex platna og tólf ára samningi við útgáfu- fyrirtækið EMI og ákvað að gefa nýju plötuna út sjálf. EMI er núna í erfiðri stöðu og skuldirnar að sliga fyrirtækið. Tónlistariðnaðurinn að hrynja THOM YORKE Söngvari Radiohead segir að tónlistarbransinn eigi eftir að hrynja eins og spilaborg. * PLÖTUSALA Í BANDARÍKJUNUM Í MILLJÓNUM EINTAKA 8,2 4,2 1,7 Bandaríska söngkonan Christina Aguilera reyn- ir að hressa rækilega upp á ímyndina á sinni fjórðu hljóðversplötu, Bionic, sem er nýkomin út. Síðasta plata Christinu Aguil- era, Back To Basic, fékk ágætis dóma hjá gagnrýnendum og er til að mynda hæst allra platna henn- ar í einkunn á síðunni Metacritic. com. Þar söng hún sálar-, djass- og blúslög í anda þeirra tón- listarmanna sem höfðu áhrif á hana í æsku. Platan seldist þó ekki nægilega vel, sérstaklega í heimalandinu og í Kanada þar sem einungis 1,7 milljónir ein- taka fóru yfir búðarborðið. Það er lítið á mælikvarða Aguilera því fyrsta plata hennar seldist í tæplega 8,2 milljónum eintaka. Fallið er því hátt á rétt innan við tíu árum. Þó verður að taka með í reikninginn almennt dvín- andi plötusölu undanfarinna ára sökum ólöglegs niðurhals. Á Bionic vendur Aguilera kvæði sínu í kross og syngur taktföst, nútímaleg lög þar sem hún nýtur aðstoðar vinsælla tónlistarmanna og lagahöfunda á borð við M.I.A, Le Tigre, Peaches og Switch. Linda Perry úr 4 Non Blondes, sem var upptökustjóri Back To Basic, og samdi lögin með Aguilera, fær aðeins að spreyta sig í einu lagi. Myndbandið við fyrsta smá- skífulagið Not Myself Tonight sýnir að söngkonan vill ekki vera neinn eftirbátur Lady Gaga sem hefur gnæft yfir poppdívu-mark- aðnum undanfarin ár. Allt er gert út á ögrandi kynþokkann með smá skvettu af kvalalosta, svona rétt til að sýna að Aguilera getur þetta alveg líka. Breytingin sem hefur aftur á móti orðið frá plötu númer tvö, Stripped, er sú að klámáhersl- an með hálfnakinni söngkonunni dillandi sér uppi á sviði er ekki jafnmikil, enda fékk hún skömm í hattinn fyrir hegðun sína hjá siða- postulum vestanhafs. Sjálf segist hún ekki vera að apa eftir Gaga. „Ég ætla að vera í þessu í langan tíma og eftir að hafa verið í áratug í bransanum hef ég ekkert að sanna lengur,“ segir hún. „Við alla þá sem vilja vera neikvæðir vil ég segja að ég er greinilega nógu merkileg til að þeim sé ekki sama um mig.“ Með nýju plötunni vill Aguil- era túlka kvenleika sinn í öllum sínum myndum; sem móðir, eiginkona, söngkona og leikkona, en fyrsta mynd hennar, söngva- myndin Burlesque, kemur út síðar á árinu. „Með Bionic vil ég sýna fram á þá ofurmannlegu eiginleika sem nútímakonur þurfa að búa yfir,“ segir hún og bætir við: „Ég hef þroskast, breyst og lært mjög mikið. Ég hef aldrei haft jafnmikið sjálfstraust og búið yfir eins miklu öryggi og eins miklum kynþokka og í dag.“ freyr@frettabladid.is Hin mörgu andlit Aguilera ■ Aaliyah sendi frá sér lagið Try Again í júní árið 2000. Lagið heyrðist í kvikmyndinni Romeo Must Die, en Aaliyah lék aðalhlutverkið í henni ásamt Jet Li. ■ Hún lést ári síðar í flugslysi við Bahama-eyjar. ■ Lagið fór á toppinn í Bandaríkj- unum, en fór einnig ofarlega á lista í Evrópu. ■ Try Again var samið af Satitc Major og engum öðrum en Tim Mosley. Hann er í dag þekktari sem smellaframleið- andinn Timbaland. ■ Lagið er í 93. sæti á lista tímaritsins NME yfir bestu smáskífulög allra tíma. Roll- ing Stone setur það í 86. sæti yfir bestu lög tíunda áratugarins. ■ Árið 2003 tók þýska þungarokks- hljómsveitin Knorkator lagið upp á sína arma og gaf það út á plötuþ ■ Aaliyah var búin að leika í kvikmynd- inni Queen of the Damned áður en hún lést. Þegar myndin var frumsýnd fór hún beint á toppinn í Bandaríkjunum. ■ Til stóð að hún léki í fjölmörgum myndum. Ein af þeim var Honey, en Jessica Alba fékk hlutverk Aaliyuh í myndinni. TÍMAVÉLIN AALIYAH FER Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM Lést ári eftir að hún sló í gegn SUÐURLANDSBRAUT 12 . BRAGAGATA 38a . LAUGAVEGUR 81 S T O F N A Ð 1 9 8 6 • PI Z Z U R N A R O K K A R ER U BA KAÐAR VIÐ LOGA A F ÍS L E N S K U B IR KI • ELDBAKAÐAR BRAUÐSTANGIR MEÐ OSTI OG SÓSU 895.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.