Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 56
40 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Að mati flestra kvikmynda- spekúlanta eru kvikmynda- verin ekki ánægð með byrjun sumarsins. Engin mynd hefur náð einhverjum hæðum í miðasölu og sumir bíða jafnvel bara eftir næsta sumri. Miklar vonir voru bundnar við kvikmyndir á borð við Prince of Persia, Sex and the City 2 og Shrek Forever After. Að ekki sé talað um Clash of the Titans eða Hróa hött en kvikmynd Ridley Scott er senni- lega eina myndin sem hefur fengið virkilega góða dóma. En áhorfend- ur hafa verið fremur áhugalausir. Myndirnar hafa vissulega halað inn nokkrar milljónir – þetta er ekkert stórslys – en ekkert í lík- ingu við þær sumarmyndir sem hafa einokað kvikmyndasali bíó- húsa. Og þegar menn munu gera sumarið upp er líklegt að Holly- wood setji allt á fullt fyrir næsta sumar, gósentíð sína. Perri Nemiroff, blaðamaður hjá Cinematical.com, segir sumarið mikil vonbrigði. Hann spáir því að Toy Story 3 muni kannski ná í skottið á sumarsmella-statusnum, eftirspurnin eftir myndinni hefur byggst upp í tíu ár. Nýir áhorfend- ur, sem hafa horft á fyrri mynd- irnar tvær á DVD, munu borgar sig inn en sömuleiðis eldri hópur- inn. Nemiroff er hins vear efins um kvikmyndir á borð við The A-Team og Knight and Day með Tom Cruise og Cameron Diaz. Þær myndir verða frumsýndar á næstunni hér á Íslandi. „Myndin hefur vissulega verið að fá fín við- brögð á forsýningum en ég held að það nægi ekki,“ skrifar Nemiroff á heimasíðu sinni. Hinar ódýru myndir hafa hins vegar náð alveg ágætis árangri. Þar nægir að nefna Get Him to the Greek með Russell Brand í aðal- hlutverki. Myndin var tiltölulega ódýr í framleiðslu, svona miðað við allt hitt tæknibrelludótið, og hefur skilað ágætis tekjum í kassann eða 17 milljónum dollara. Nemiroff spyr sig hvort þetta sé sumarið án sumarsmella. Því er ekkert óeðlilegt að menn horfi til sumarsins 2011 og velti því fyrir sér hvort stórtíðindi séu í kortunum fyrir það árið. Miðað við listann er ljóst að Hollywood bregst skjótt við; framhaldsmynd- ir eru enn á ný áberandi. Hugs- anlega verða síðustu tvær mynd- irnar í Harry Potter-flokknum einhverjar mestu metsölumynd- ir allra tíma. Fyrri myndin verð- ur raunar jólamynd, frumsýnd 19. nóvember. En sú seinni verður tekin til sýningar 15. júlí. Tinna- mynd Stevens Spielberg verð- ur sömuleiðis frumsýnd sumarið 2011, Captain America og teikni- myndirnar Cars 2 og Kung Fu Panda 2, en fyrri myndirnar möl- uðu gull. Þá er Transformers 3 einnig væntanleg en Michael Bay hefur væntanlega í hyggju að gera mun betur í þetta skipti. Ekki má heldur gleyma framhaldsmyndinni The Hangover 2 en fyrstu timbur- mennirnir áttu ótrúlega spretti í fyrra. Enginn skyldi síðan útiloka fjórðu myndina um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins en síðustu fréttir herma að Megan Fox muni leika hafmeyju í þeirri mynd. Penelope Cruz hefur verið fengin til að hressa aðeins upp á útlitið en hvorki Keiru Knightley né Orlando Bloom hefur verið boðið um borð. Sumarsmellirnir valda vonbrigðum Richard Gere var ekkert sérstak- lega hrifinn af því að leika í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman á sínum tíma. Hann gerði það eingöngu vegna þess að hann var blankur. Þetta kemur fram í viðtali við leikar- ann í skoska blaðinu The Scots- man. Myndin var tilnefnd til sex Óskars verðlauna og fékk tvenn, fyrir bestan leik í aukahlutverki og lagið Up where We Belong. Gere segir að það sem hafi ráðið mestu um að hann tók hlut- verkið að sér var sú staðreynd að hann var blankur. „Sem betur fer gekk myndin vel og ég var því heppinn,“ segir Gere og bætir því við að fólk sem kunni að leika en hafi jafn- framt aðra hæfileika skuli einbeita sér að þeim í stað leiklistarinn- ar. „Aðeins eitt pró- sent leikara fær vinnu,“ segir Gere. Gere hugsaði um aurinn VAR HEPPINN Richard Gere tók að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman vegna pening- anna. Það hefur alltaf verið vinsælt hjá Hollywood að búa til teymi með einum ofursnjöllum og svo nokkr- um sérfræðingum í kringum hann sem eru ákaflega færir, hver á sínu sviði. Kvikmyndin The Losers, sem frumsýnd verður um helgina, er hluti af þessari kvikmynda- gerð. Myndin segir frá sérsveit á vegum Bandaríkjahers. Sérsveit- in er skilin eftir í frumskógum Bólivíu til að deyja. En auðvitað deyja sérsveitarmenn ekki ráða- lausir, sigrast á hættunum sem leynast við hvert fótmál og hyggja á hefndir. Meðal leikara má nefna Zoe Saldana og James Vanderbilt en myndin fær 6,6 af tíu möguleg- um á imdb.com Danskvikmyndir eru smám saman að komast aftur í tísku þótt það sé enn langur vegur í að þær nái bestu myndum Freds Asta- ire og Gene Kelly. Streetdance 3D nýtir sér vinsældir þátta á borð við So You Think You Can Dance og Britain´s Got Talent þar sem taktföst spor eru stig- in. Myndin segir frá hópi götu- dansara sem neyðast til að æfa með meðlimum konunglega ball- ettsins í London í skiptum fyrir æfingahúsnæði. Myndin fær 4,6 á imdb.com. Hasar og dans Í LEIT AÐ HEFND Zoe Saldana leikur eitt aðalhlutverkanna í hasarmyndinni The Losers. Hinn tæplega sjötugi Harrison Ford virð- ist seint ætla að gefast upp fyrir Elli kerl- ingu. Sá orðrómur gengur nú fjöllum hærra að fimmta myndin um þennan ævin- týragjarna fornleifafræðing sem virðist koma sér í ýmsa klípuna á flandri sínu sé í bígerð. Nýsjálenski vefurinn Stuff grein- ir frá því að leikstjórarnir Georg Lucas og Steven Spielberg sitji sveittir við að koma saman handriti að myndinni. Fjórða mynd- in um Indiana Jones gerði ágætis hluti á sínum tíma þótt endirinn hefði verið óþægilega lélegur með geimverubrag. Nýsjálenski vefurinn hefur eftir nafnlausum heimildarmanni sínum að Spiel berg og Lucas renni hýru auga til Bermúda-þríhyrningsins undarlega sem grandað hefur bæði skipum og flugvélum. Þetta óútskýrða sjávarfyrirbæri hefur verið mönnum yrkisefni í gegnum tíðina og hver annar en Indiana Jones væri betur til þess fallinn að leysa leyndardóminn. Ekki er vitað hvort Shia LaBeouf hyggist endurtaka hlutverk sitt sem sonur Indiana en það verður þó að teljast líklegt enda verður að teljast harla ólíklegt að hinn 68 ára gamli Ford geti bjargað heiminum upp á eigin spýtur. Indiana Jones á leiðinni til Bermúda SNÝR AFTUR Harrison Ford, Steven Spielberg og George Lucas eru sagðir áhugasamir um gerð fimmtu Indiana Jones-myndarinnar. > STIKLA FÆR SKELL Stikla úr kvikmyndinni Stone, með þeim Robert De Niro og Edward Nort- on í aðalhlutverkum, fær skell í Emp- ire. Fyrir nokkrum árum hefðu þessi tvö leikaranöfn kveikt elda í hjörtum kvikmyndaáhugamanna en þeir mega báðir muna fífil sinn fegri. „Og Stone gerir ekkert fyrir þá,“ skrif- ar James White hjá Empire. VONBRIGÐI EN BJART FRAM UNDAN Jake Gyllenhaal hafði ekki alveg það aðdráttarafl sem framleiðendur Prince of Persia vonuðust til. Sumarið 2010 er sagt vera sumar án smella en það næsta ætti að verða ansi gott; Hangover 2, Cars 2 og loks síðasti hlutinn í Harry Potter-bálknum sem reikna má með að slái öll met. Johnny Depp snýr síðan aftur í sjóræningjamyndaflokknum en sumarið 2011 mun að öllum líkindum einkennast af framhaldsmyndum. Stórskemmtileg söngvabók fyrir yngstu kynslóðina Ríflega 60 hreyfisöngvar og þulur í fallega myndskreyttri bók sem kemur öllum í gott skap. Í bókinni eru einnig nótur ásamt einföldum gítar- og píanóhljómum. GEISLA- DISKUR FYLGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.