Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 58
42 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Kannski er ég svona valdsmanns- legur. Ég leik oft menn með sterka og ákveðna nærveru,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem sló í gegn sem Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, í áramótaskaupinu. Hann leikur forseta í söngleiknum Draugurinn á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í janúar, þó ekki Ólaf Ragnar Grímsson heldur skáldaðan forseta. Jóhannes á möguleika á að fullkomna valdsmannsþrennuna með því að leika nýjan borgarstjóra, Jón Gnarr, en honum líst ekkert á það. „Ég sé mig ekki gera það, hann er það sterk fígúra sjálf- ur. Ég held að ég sé það ólíkur honum að það gangi ekki upp. En ég hvet Jón eindregið til að íhuga það að taka að sér hlutverk í skaupinu sem hann sjálfur. Ég sting hér með upp á því,“ segir hann í léttum dúr. Jóhannes er þessa dagana á lands- byggðartúr með einleikinn Hellisbúann eftir að sýningum lauk í Reykjavík. Um helgina verður hann í Búðardal og á Ísa- firði og helgina á eftir stígur hann á svið á Eskifirði og Egilsstöðum. Fyrsta sýn- ingin var á Akranesi fyrir skömmu. „Það gekk með eindæmum vel og öll aðstaða þar var mjög góð. Ég vona að húsnæðið á hinum stöðunum standi undir þeim vænt- ingum sem Bíóhöllin á Akranesi er búin að skapa.“ - fb Vill að Jón leiki sjálfan sig JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON Jóhannes býst ekki við því að leika borgarstjórann Jón Gnarr í áramótaskaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bassaleikarinn Borgþór Jónsson, einn af stofnend- um Agent Fresco, er hættur í hljómsveitinni. Óvíst er hver tekur við af honum en sveitin er með nokkra bassaleikara í sigtinu. „Í marsmánuði tókum við sameiginlega ákvörðun um að Boggi myndi ekki spila á bassa lengur með okkur. En við erum ennþá mjög góðir vinir,“ segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. „Þetta var ekkert drama. Við tókum bara fund og ákváðum að áður en við myndum gefa út disk væri fáránlegt að túra og spila mikið á meðan hann væri ekki 100 prósent til í þetta.“ Að sögn Arnórs er hljómsveitin orðin öðruvísi en sú sem vann Músíktilraunir fyrir tveimur árum. Sveitin hefur sett sér stór markmið og til að fylgja þeim eftir þurfi allir að vera á sömu bylgjulengd. Fyrstu tónleikar Agent Fresco í fjóra mánuði verða á vorhátíð knattspyrnufélagsins KF Mjaðm- ar á föstudag. Þá spilar á bassann Vignir úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni, sem er góður vinur Fresco-strákanna úr FÍH. Annar bassaleikari sem þeir hafa augastað á er Helgi Eyjólfsson úr Fjalla- bræðrum. „Þetta er erfið ákvörðun. Þetta er eins og samband. Við getum ekki valið bassaleikara bara út af því að hann er góður. Við þurfum að höndla að vera saman á tónleikaferðum og það þarf að vera góð tenging á milli strákanna,“ segir Arnór Dan. Agent Fresco hefur upptökur á nýrri plötu í ágúst og er hún væntanleg í búðir í október eða nóvember. „Þetta verður svaka konseptplata, full af pælingum,“ segir hann spenntur. -fb Fresco leitar að bassaleikara AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco þegar Borgþór Jóns- son spilaði á bassann. Leikkonan Lindsay Lohan gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hún fundin sek um að hafa brotið skilorðið. Lohan var gert að ganga um með ökklaband sem mælir áfengismagn í blóðinu. Er þetta gert til þess að halda leik- konunni á beinu brautinni án þess að senda hana í meðferð. Tveimur dögum eftir að Lohan fékk ökkla- bandið sótti hún MTV-verðlauna- hátíðina og á hún þá að hafa feng- ið sér áfengan drykk og þar með brotið skilorð sitt. Ökklabandið mælir áfengismagn í blóði þess sem ber það á þrjátíu mínútna fresti og að sögn framleið- anda hefur tækið aldrei klikkað hingað til. „Við getum auðveldlega greint milli þess hvort einstakl- ingurinn hafi verið að drekka eða hvort áfengi hafi einfaldlega sull- ast á tækið. Í þessu tilfelli var ekki um slys að ræða,“ sagði talsmaður framleiðanda ökklabandanna. Lohan sjálf vill þó meina að hún hafi verið bláedrú allt kvöldið. „Þetta var ekki ökklabandið sem blikkaði, heldur var það armband með blikkljósum sem vinur minn hafði gefið mér,“ skrifaði leikkon- an á Twitter-síðu sína stuttu áður en hún mætti í dómsal. Lindsay gæti endað í fangelsi FALLIN? Leikkonan Lindsay Lohan gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hafi hún neytt áfengis á MTV-verðlaunahátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY > GÓÐ VEISLA Jennifer Lopez og eiginmaður hennar, Marc Anthony, héldu stærðarinnar veislu fyrir vini og vandamenn til að fagna brúðkaupsafmæli sínu. Að sögn heimildarmanns bað Lopez plötusnúð- inn, sem hún hafði ráðið í veisluna, um að leika lag eftir hana sjálfa fyrir gest- ina. Það hefði ekki þótt athyglisvert nema fyrir þær sakir að hún fékk plötusnúðinn til að spila þetta sama lag sex sinnum í röð. Sumarið er tíminn ... Mikið úrval af fjölskyldutjöldum 3000 mm vatnsheldni Áfastur botn, pöddufrítt tjald BARNAPOKI 100 CM Kr. 5.995 FULLORÐINSPOKI Kr. 11.995 lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // e-mail: alparnir@alparnir.is // www.alparnir.is UNGLINGAPOKI 165CM Kr. 8.995 KRAKKAPOKI 130 CM Kr. 6.995 Gamanþáttaröðin Hæ gosi verður frumsýnd á Skjá einum í haust. Leikstjóri er hinn 23 ára Arnór Pálmi Arnarson sem er nýútskrif- aður úr Kvikmyndaskóla Íslands. Með aðalhlutverkin í Hæ gosa fara bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir. „Þetta fjallar um hversdagslegt líf tveggja bræðra. Þeir eru að glíma við alls konar hluti eins og að eldast og breyttan áhuga kvenna á þeim,“ segir Arnór Pálmi. Leikstjórinn Þórhallur Sigurðs- son túlkar pabba þeirra, sem er áberandi í þáttaröðinni. Hann fer á dvalarheimili aldraðra eftir að mamma þeirra deyr og eiga þeir bræður erfitt með að sætta sig við það. María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir leika eiginkon- ur bræðranna og vini þeirra leika Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson. Að sögn Arnórs er húmorinn í Hæ gosa hversdagsleg- ur en undirliggjandi er hann ögr- andi og svartur í anda Klovn-þátt- anna dönsku. Upptökur hefjast í júlí á Akureyri. Arnór og félagi hans úr Kvik- myndaskólanum, Heiðar Mar Björnsson, fengu hugmyndina að þáttunum. Eftir að Arnór hafði tekið upp prufuþátt ræddi hann við framleiðandann Baldvin Zop- honíasson og ákváðu þeir að ráð- ast í gerð sex þátta í samvinnu við Kvikmyndafélag Íslands og Skjá einn. „Maður er bara mjög þakklát- ur að fólk hafi trú á manni,“ segir hann um forsvarsmenn Skjás eins. „Þau eru að treysta mikið á mig og maður verður að sýna að maður sé tilbúinn í þetta. Ég er líka með frá- bært fólk með mér, bæði leikara og tökulið, þannig að ég ætti ekki að geta gert þetta illa.“ Ef allt gengur að óskum vonast hann til að taka upp tvær þátta- raðir af Hæ gosa til viðbótar. Sú síðasta yrði tekin upp að hluta til í Afríku. freyr@frettabladid.is Hversdagsleg gamanþáttaröð NÝÚTSKRIFAÐUR Arnór Pálmi leikstýrir þáttaröðinni Hæ gosi sem verður sýnd á Skjá einum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.