Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 62

Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 62
46 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gúst- avssonar í marki íslenska landsliðs- ins gegn Dönum í gær máttu strák- arnir okkar sætta sig við tap, 28-29, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leik- menn að íslenska liðið getur spil- að glimrandi góðan handbolta jafn- vel þótt þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sárlega saknað í sókninni. Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraða- upphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum. Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með for- ystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu. En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikan- um á því að stinga af með óöguð- um sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiks- ins. Þar með tryggði hann danska sigurinn. Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorg- legt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflug- ur á línunni og skilaði svo sannar- lega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur. Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinn- ar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir. Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku. eirikur@frettabladid.is 1 DAGUR Í HM Þjóðverjar hafa komist oftast allra í undanúrslitin á HM eða ellefu sinnum, einu skipti oftar en Brasilíumenn. Báðar þjóð- ir hafa spilað sjö úrslitaleiki en meðan Brasilíumenn hafa unnið titilinn fimm sinnum þá hafa Þjóðverjar unnið hann þrisvar eða einu skipti sjaldnar en Ítalir. Þjóðverjar hafa komist í undanúrslitin undanfarnar tvær keppnir (2002 og 2006) og alls átta sinnum í síðustu ellefu heimsmeistarakeppnum. Frá 1966 hafa Þjóðverjar ekki komist í hóp þeirra fjögurra bestu á HM 1978 (2. umferð), 1994 (8 liða úrslit) og 1998 (8 liða úrslit). FÓTBOLTI Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knatt- spyr nu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér. Fernando Torres va r s t ær st a áhyggjuefni Spánar en hann virðist ætla að ná sér í tæka tíð. Ásamt honum á Andrés Iniesta við meiðsli að stríða en líklega geta báðir spilað í fyrsta leik riðla- keppninnar. Brasilíumenn eiga ekki í nein- um vandræðum, þeir leika ekki fyrr en 15. júní og markmaður- inn Julio Cesar verður klár í slag- inn þá. Sömu sögu er að segja af Argentínu. Enska landsliðið varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand meidd- ist þegar hann var kominn til Suður-Afríku. Þá má ekki gleyma því að David Beckham er meidd- ur og væri í hópnum ef svo væri ekki. Gareth Barry er enn spurn- ingarmerki, meiðsli hans setja stórt strik í reikninginn þar sem enginn annar virðist geta spilað með Frank Lampard á miðjunni. Portúgal mun sakna Nani o g J o s é Bosingwa, Nani var arkitekt sóknarleiks þeirra ásamt Cristiano Ronaldo. Þá er það áfall fyrir Frakka að Lassana Diarra verður ekki með, hann var frábær sem varnars- innaður miðjumaður í undankeppninni. Þá er Arjen Robben tæpur hjá Hollandi og aðal- markaskorari Dana, Nicklas Bendtner, er tæpur. Andrea Pirlo er einnig lykilmaður hjá heimsmeisturum Ítöl- um. Hann er mjög tæpur fyrir allt mótið en er samt í hópnum. Svo mikils er hann met- inn. Hugsanlegt er að hann geti spilað í síð- asta leik riðlakeppn- innar. Fyrirliði Þjóðverja, Michael Ballack, verður ekki með. Þá vant- ar einnig Rene Adler sem hefði byrjað í markinu, Heiko Wester- mann sem hefði byrjað í vörninni og Simon Rofles sem hefði líklega byrjað á miðjunni með Ballack. Afríkuliðin eru heldur ekki heppin. Hjá Ghana vantar Michael Essien, besta mann liðsins og fyrirliða. Didier Drogba er enn meiddur og óvíst er um þátttöku hans. John Obi Mikel verður ekki með Nígeríu, enn einn leik- maður Chelsea sem forfallast. Þá eru ýmsir fleiri menn tæpir fyrir fyrstu umferðina. Opnun- arleikurinn á morgun verð- ur leikur heimamanna og Mexíkó. - hþh Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Suður-Afríku á morgun: Meiðsli lykilmanna setja mark sitt á HM MICHAEL BALLACKMICHAEL ESSIEN ENN ÁN SIGURS Logi þungt hugsi í tapleiknum gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fram tekur á móti KR á Laugardalsvelli í kvöld í frestuð- um leik í Pepsi-deild karla. „Við þurfum að halda þeim dampi sem við náum þegar við höfum undir- tökin í leikjum. Við höfum gert það í nánast öllum leikjum, nema gegn Selfossi,“ sagði Logi Ólafs- son, þjálfari KR, við Fréttablaðið. „Við þurfum að nýta færin betur og þétta vörnina. Við þurf- um meiri einbeitingu á lykil- augnablikum, það er frekar það sem þarf að laga en taktíkin. Ég er ekki sammála því að það sé vandamálið,“ sagði Logi, en KR er enn án sigurs í deildinni. Liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum í fyrstu fimm leikjum sínum. Fram getur komist í efsta sæti deildarinnar með sigri í kvöld. Liðið er nú með ellefu stig. - hþh Fram tekur á móti KR í kvöld: Þurfum meiri einbeitingu 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN próteindrykkur Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnars- son 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmunds- son 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1). Fiskuð víti: Róbert 4. Utan vallar: 2 mínútur. Lukkan með þeim dönsku Ísland tapaði síðari vináttulandsleiknum fyrir Dönum í gær, 28-29, eftir að hafa misst niður góða forystu og möguleika á að stinga Danina af í upphafi síðari hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í markinu en það dugði ekki til. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM VONBRIGÐI Alexander Petersson lætur gremju sína í ljós yfir úrslitunum gegn Dönum. Leikurinn tapaðist með einu marki. „Það hefði verið skemmtilegra að gera jafntefli í þessum leik og samkvæmt sögunni átti þessi leikur að enda þannig,“ sagði Sverre Jakobsson eftir tap Íslands gegn Dönum 28-29 í Laugardalshöllinni í gærkvöld. „Svona virðast leikirnir við Dani alltaf þróast. Vörnin var fín í þessum leikjum en við töpum seinni leikn- um á því að fá of mörg mörk á okkur úr hraðaupp- hlaupum. Við lentum í þessu sama vandamáli á EM í fyrstu leikjunum en náðum svo að verjast hraðaupp- hlaupunum betur eftir því sem leið á mótið. Þegar við náðum að stilla upp vörninni þá var hún mjög góð og mun betri en í fyrri leiknum.“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari notaði leikina við Dani til að prófa sig áfram með ný varnartilbrigði sem Sverre telur kærkomið. „Það var ágætt að prófa 5+1 vörnina og bæta henni í vopnabúrið. Vörnin er okkar aðall og jafnvel hefði verið fínt að fá einn leik í viðbót gegn Dönum til að fínpússa vörnina. Það er líka ágætt að fara í frí,“ segir Sverre og hlær. Það er stór helgi fram undan hjá Sverre sem mun giftast unnustu sinni næstkomandi laugardag. Hann fer því ekki með íslenska lands- liðinu til Brasilíu um næstu helgi en viðurkennir að sigur á Dönum hefði verið fín brúðkaupsgjöf frá strákunum. „Ég hélt að við myndum vinna þennan leik en það vantaði örlít- ið upp á í okkar leik. Það hefði verið fín brúðkaupsgjöf að vinna Dani á heimavelli og fara inn í sumarfrí með sigur á bakinu.“ Sverre gerði á dögunum nýjan samning við þýska liðið Grosswallstadt sem náði Evrópusæti á afstaðinni leiktíð. Hann telur sig eiga í það minnst þrjú góð ár eftir meðal þeirra bestu. „Ég á nóg eftir, tek tvö eða þrjú ár í viðbót í Þýska- landi og held áfram að spila með landsliðinu. Það er alltaf jafn gaman að spila með landsliðinu og frábært að koma heim og spila fyrir framan okkar fólk.“ SVERRE JAKOBSSON: GIFTIR SIG Á LAUGARDAGINN EN VILDI EINN LEIK TIL VIÐBÓTAR GEGN DÖNUM Sigur hefði verið fín brúðkaupsgjöf HANDBOLTI „Við spiluðum mjög vel í 50 mínútur en gerðum okkur seka um mistök í vörn og sókn á tíu mínútna kafla og það gerði útslagið í þessum leik,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari eftir 28-29 tap Íslands gegn Dönum í gærkvöldi. „Það er grátlegt að við skulum ekki hafa nýtt þau tækifæri á að komast í fjögurra marka forystu. Þá hefðum við farið langt með að vinna þennan leik,“ segir Guð- mundur sem telur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leikjunum við Dani. „Það er margt jákvætt í okkar leik og það vantaði mikilvæga leikmenn í okkar lið. Þrátt fyrir það er liðið að spila vel og mark- varslan var frábær í seinni leikn- um. Það krefst mikillar vinnu og einbeitingar að halda sér á meðal bestu þjóða í heimi,“ sagði lands- liðsþjálfarinn „Ég hefði þurft að verja tvo bolta í viðbót og þá hefðum við unnið þennan leik. Ég held að strákarnir hafi átt inni hjá mér að ég myndi verja vel því ég var ekki góður í fyrri leiknum,“ segir Björgvin sem var í fantaformi í gær og varði 25 skot. „Vörnin var mjög góð og ég fékk fullt af auðveldum boltum til að verja. Við eigum hins vegar að gera betur í þeim hraðaupp- hlaupum sem við fáum á okkur. Við getum tekið margt jákvætt úr þessum leikjum.“ - jjk Guðmundur Guðmundsson: Spiluðum vel í 50 mínútur SKIPANIR Guðmundur segir sínum mönnum til í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.