Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 64
48 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Meche- len og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils,“ sagði Bjarni en Mechelen hafn- aði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu,“ bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri mögu- leikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora ein- hver mörk þá verð- ur eflaust fylgst vel með manni,“ sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roesel- are og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekkn- um þar,“ sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópu- keppnina nú og það verður mark- mið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár.“ Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008. -esá Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Mechelen: Mikilvægast að ég fái áfram að spila BJARNI ÞÓR Hér í leik með KSV Roeselare. MYND/HEIMASÍÐA ROESELARE HANDBOLTI Aron Pálmarsson var í gær valinn besti nýliðinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann vann þýska titilinn með félaginu sem og Meistaradeildina. Það voru lesendur þýska hand- boltablaðsins „Handball-Woche“ og áhorfendur „Sport1“ sem kusu og fékk Aron 2.317 atkvæði í kosningunni. Í öðru sæti var Kristian Nippes, leikmaður Dormagen, með 2.282 atkvæði, Jacob Heinl hjá Flensburg var þriðji og í fjórða sæti var Oscar Carlen hjá Flensburg. Aron skoraði 45 mörk í 31 deildarleik með Kiel í vetur og 23 mörk í 12 leikjum í leikjum í Meistaradeildinni en hann spilar oftast í stöðu leikstjórnanda. Aron skoraði mest 7 mörk í einum leik en það gerði hann bæði á móti Barcelona í Meistaradeild- inni og á móti Düsseldorf í þýsku deildinni. - óój Aron Pálmarsson: Besti nýliðinn í Þýskalandi BESTUR Aron var fremstur meðal nýliða í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Berglind Íris Hansdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fredrikstad Ball- klubb sem leikur í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fredrikstad komst upp í úrvals- deildina í vor í gegnum umspil en forráðamenn félagsins sögðust á heimasíðu þess vera afar ánægðir með að hafa fengið Berglindi til liðs við sig. - esá Berglind Íris Hansdóttir: Fer til Noregs SKOTHELDUR HM 442 Alla leikdaga HM kl. 21 munu þau Logi Bergmann og Ragna Lóa standa vaktina og stjórna sérstökum HM 442 þætti. Þar bjóða þau uppá hratt og skemmtilegt uppgjör á öllum leikjum dagsins með aðstoð íþróttafréttamanna Stöð 2 Sports, sérvaldra sparkspekinga og ástríðufullra fótboltaáhugamanna. Öll mörkin, umdeildu atvikin, fallegu tilþrifin og þau fyndnu og fáránlegu líka, samankomin í einum smekkfullum og skotheldum þætti. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 MEÐ LOGA BERGMANN OG RÖGNU LÓU UPPHITUN Í BEINNI KL. 21:00 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.