Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 66
50 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR golfogveidi@frettabladid.is VE IÐ IM O LA R 57% Þórarinn Sigþórsson tann- læknir var í hollinu sem veiddi 42 laxa við opnun Blöndu um síðustu helgi. Hann hefur verið meðal fremstu stangveiðimanna landsins í áratugi og er alls ekkert að slaka á þótt kom- inn sé á áttræðisaldur. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman,“ segir Þórarinn Sigþórs- son tannlæknir, einn fjögurra veiðimanna í opnunarhollinu í Blöndu sem skilaði 42 löxum á land. Þórarinn, sem er landsþekktur undir nafninu Tóti Tönn, er einn alöflugasti stangveiðimaður landsins. „Ég er búinn að veiða lengur en elstu menn muna og sé enga ástæðu til að hætta á meðan ég ræð við þetta ennþá,“ svarar Þórarinn sem orðinn er 72 ára. Þórarinn hefur lengi verið í opn- unarhollinu í Blöndu. „Breiðan í Blöndu er örugglega með bestu fluguveiðistöðum á landinu, hún er alger gullkista,“ segir Þórar- inn sem kveðst ávallt leggja til við sína félaga að þeir veiði eingöngu á flugu á Breiðunni – þótt þar sé allt agn leyfilegt. Varðandi framhaldið í veiðinni segir Þórarinn það dálítið óráðið. „Ég spila þetta mest eftir hend- inni,“ svarar hann. Þá kveðst hann ekki geta svarað því hvort einhver veiðistaður sé honum svo hugstæð- ur að hann geti ekki hugsað sér að sleppa honum eitt einasta sumar. „Það er alls staðar skemmtilegt að veiða í góðum félagsskap, líka þótt það sé ekki allt blátt af fiski og tómur barningur við bakkann. Það er betra að hafa fyrir hlutun- um,“ segir Þórarinn sem er bjart- sýnn á veiðitímabilið. „Ef við fáum ekki yfir okkur endemis þurrka- sumar þá held ég að þetta verði gott sumar.“ gar@frettabladid.is Tóti Tönn slakar ekki á veiðiklónni ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON Veiðimaðurinn slyngi í vatni upp að mitti í Breiðu sunnan með fimmtán punda lax úr opnun Blöndu. MYND/STEFÁN SIGURÐSSON ■ Mjög viðkvæmur hylur. Verður að laumast þangað sem veiðimaðurinn stend- ur, og hylurinn er veiddur þaðan eða ögn nær bryggjunni. ■ Laxinn liggur fyrir miðjum hyl. Tökustaðir eru um tvo metra fyrir ofan brotið. ■ Áin sér um að bera fluguna að laxinum, „veitt á rekinu“. Gott að taka út lítið af línu í einu og hætta um miðjan hyl. Ekki vaða um allt, heldur veiða af sama stað með sömu lengd af línu. ■ Bestu flugurnar eru Frances, Black&Blue, Sunray shadow gáru- túbur. Ekki stærri en krók nr. 12. ■ Góður „hitch“ staður. ■ Bryggjuhylur er efsti veiðistaður svæðis sem erlendir veiðimenn kalla „Paradís“ vegna náttúrufegurð- ar: fyrir neðan er Bryggjustrengur og síðast Áramótahylur þar sem Tinnu- dalsá sameinast Breiðdalsánni. Við Bryggjuhyl þarf að fara afar varlega BRYGGJUHYLUR Einn þriggja veiðistaða sem veiðimenn kalla paradís. Veiðistaðurinn: Bryggjuhylur í Breiðdalsá Veiðiklúbburinn Strengur hefur tekið Hofsá í Vopnafirði á leigu frá og með árinu 2011. Streng- ur hefur í áratugi haft Selá í Vopnafirði á leigu en fyrirhugað er að skipulagið við Hofsá verði að miklu leyti með sama sniði. Ræktunar- og umbótasjóði fyrir ána verður komið á fót til að endurheimta og bæta búsvæði í ánni. - shá Veiði í Vopnafirði: Strengur tekur Hofsá á leigu punda lax sem veiddist í Blöndu þegar opnað var fyrir neðsta svæði árinnar um síðustu helgi er enn sem komið er stærsti lax veiðisumarsins sem nú fer í hönd. stórlaxa sem veiddust í íslenskum ám í fyrra var sleppt samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun sem segir stór- laxa orðna mjög fáa og nánast horfna úr sumum ám. 18 Páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur, segir að sölu veiðileyfa nú megi líkja við stöðuna í sumarbyrjun 2008. „Það hafa verið nokkrar gostruflanir þannig að fyrirspurnir sem við erum vön erlendis frá í apríl og maí komu aldrei. En útlitið er samt bjart. Besti tíminn er alls staðar uppseldur,“ segir Páll. Gosið fældi útlendinga frá Landeigendur við Laxá í Aðaldal tilkynntu í fyrradag um laxa- ferðir neðan Æðarfossa í Laxá. Þetta kemur fram á svfr.is. Sam- kvæmt bændum á Laxamýri er lax genginn á hefðbundna vor- staði í neðanverðri ánni. Þetta er í stíl við tíðindi úr fleiri norð- lenskum ám. - gar Árnar lifna ein af annarri: Laxinn mættur í Aðaldalinn „Stórlaxi hefur hnignað mikið og er einung- is brot af því sem áður var. Ástæður þessa eru óþekktar en talið er að skil- yrði í hafinu á uppeldisslóð- um stórlaxins hafi versnað,“ segir Sigurð- ur Guðjóns- son, forstjóri Veiðimálastofnunar, í ákalli til veiðimanna um að hlífa stórlaxi. Áframhaldandi veiði muni eyða stórlaxinum. - gar Ákall frá Veiðimálastofnun: Veiðimenn hlífi öllum stórlaxi Fyrsta lax sumarsins veiddi Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Laxinn, sem var falleg 90 sentimetra löng hrygna, tók Bjarni úr Myrkhyl í opnun Norðurár á laugardaginn. Bjarni veiddi fiskinn á fluguna Avatar sem Óskar Páll Sveinsson tónskáld hannaði í vetur. Flugan Avatar tók fyrsta laxinn SÚDDI SEGIR Sigurður Staples, staðarleiðsögumaður Breiðdalsár, þekkir Breiðdalsá eins og handarbak- ið á sér. FL U G A N M YN D /VEIÐ IFLU G U R .IS AVATAR SIGURÐUR GUÐJÓNSSON Hópur ungra veiðimanna hefur stofnsett fluguveiðiskóla fyrir börn og unglinga. Skólinn hefur aðsetur í gamla Elliðavatns- bænum og námskeið hefjast í sumar og verða haldin í júní og júlí. Kennd verða fluguköst, fluguhnýtingar, öryggi í veiði, búnaður í veiði, atferli fisksins, meðhöndlun og eldun afla sem og fleira. Námskeiðin eru fyrir unglinga á aldrinum 10-17 ára. Upplýsingar á veidiheimur.is Fluguveiðiskóli fyrir ungmenni Stangveiðin 2010 Svona byrjar laxveiðin í ár 1. júní 5. júní 14. júní 15. júní 18. júní 20. júní 21. júní 22. júní 24. júní 25. júní 28. júní 30. júní Júní Ferjukotseyrar Blanda I Norðurá Tannastaðatangi Laugardalsá Stóra-Laxá Blanda II - IV Elliðaár Hítará I Hallá Hvannadalsá Langá Langadalsá Brynjudalsá Rangá ytri Tungufljót, tilraunasvæði Víðidalsá Laxá í Kjós Laxá í Dölum Fáskrúð í Dölum Laxá á Ásum Krossá NÚ BER VEL Í VEIÐI Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.