Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 66

Fréttablaðið - 10.06.2010, Page 66
50 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR golfogveidi@frettabladid.is VE IÐ IM O LA R 57% Þórarinn Sigþórsson tann- læknir var í hollinu sem veiddi 42 laxa við opnun Blöndu um síðustu helgi. Hann hefur verið meðal fremstu stangveiðimanna landsins í áratugi og er alls ekkert að slaka á þótt kom- inn sé á áttræðisaldur. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman,“ segir Þórarinn Sigþórs- son tannlæknir, einn fjögurra veiðimanna í opnunarhollinu í Blöndu sem skilaði 42 löxum á land. Þórarinn, sem er landsþekktur undir nafninu Tóti Tönn, er einn alöflugasti stangveiðimaður landsins. „Ég er búinn að veiða lengur en elstu menn muna og sé enga ástæðu til að hætta á meðan ég ræð við þetta ennþá,“ svarar Þórarinn sem orðinn er 72 ára. Þórarinn hefur lengi verið í opn- unarhollinu í Blöndu. „Breiðan í Blöndu er örugglega með bestu fluguveiðistöðum á landinu, hún er alger gullkista,“ segir Þórar- inn sem kveðst ávallt leggja til við sína félaga að þeir veiði eingöngu á flugu á Breiðunni – þótt þar sé allt agn leyfilegt. Varðandi framhaldið í veiðinni segir Þórarinn það dálítið óráðið. „Ég spila þetta mest eftir hend- inni,“ svarar hann. Þá kveðst hann ekki geta svarað því hvort einhver veiðistaður sé honum svo hugstæð- ur að hann geti ekki hugsað sér að sleppa honum eitt einasta sumar. „Það er alls staðar skemmtilegt að veiða í góðum félagsskap, líka þótt það sé ekki allt blátt af fiski og tómur barningur við bakkann. Það er betra að hafa fyrir hlutun- um,“ segir Þórarinn sem er bjart- sýnn á veiðitímabilið. „Ef við fáum ekki yfir okkur endemis þurrka- sumar þá held ég að þetta verði gott sumar.“ gar@frettabladid.is Tóti Tönn slakar ekki á veiðiklónni ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON Veiðimaðurinn slyngi í vatni upp að mitti í Breiðu sunnan með fimmtán punda lax úr opnun Blöndu. MYND/STEFÁN SIGURÐSSON ■ Mjög viðkvæmur hylur. Verður að laumast þangað sem veiðimaðurinn stend- ur, og hylurinn er veiddur þaðan eða ögn nær bryggjunni. ■ Laxinn liggur fyrir miðjum hyl. Tökustaðir eru um tvo metra fyrir ofan brotið. ■ Áin sér um að bera fluguna að laxinum, „veitt á rekinu“. Gott að taka út lítið af línu í einu og hætta um miðjan hyl. Ekki vaða um allt, heldur veiða af sama stað með sömu lengd af línu. ■ Bestu flugurnar eru Frances, Black&Blue, Sunray shadow gáru- túbur. Ekki stærri en krók nr. 12. ■ Góður „hitch“ staður. ■ Bryggjuhylur er efsti veiðistaður svæðis sem erlendir veiðimenn kalla „Paradís“ vegna náttúrufegurð- ar: fyrir neðan er Bryggjustrengur og síðast Áramótahylur þar sem Tinnu- dalsá sameinast Breiðdalsánni. Við Bryggjuhyl þarf að fara afar varlega BRYGGJUHYLUR Einn þriggja veiðistaða sem veiðimenn kalla paradís. Veiðistaðurinn: Bryggjuhylur í Breiðdalsá Veiðiklúbburinn Strengur hefur tekið Hofsá í Vopnafirði á leigu frá og með árinu 2011. Streng- ur hefur í áratugi haft Selá í Vopnafirði á leigu en fyrirhugað er að skipulagið við Hofsá verði að miklu leyti með sama sniði. Ræktunar- og umbótasjóði fyrir ána verður komið á fót til að endurheimta og bæta búsvæði í ánni. - shá Veiði í Vopnafirði: Strengur tekur Hofsá á leigu punda lax sem veiddist í Blöndu þegar opnað var fyrir neðsta svæði árinnar um síðustu helgi er enn sem komið er stærsti lax veiðisumarsins sem nú fer í hönd. stórlaxa sem veiddust í íslenskum ám í fyrra var sleppt samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun sem segir stór- laxa orðna mjög fáa og nánast horfna úr sumum ám. 18 Páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur, segir að sölu veiðileyfa nú megi líkja við stöðuna í sumarbyrjun 2008. „Það hafa verið nokkrar gostruflanir þannig að fyrirspurnir sem við erum vön erlendis frá í apríl og maí komu aldrei. En útlitið er samt bjart. Besti tíminn er alls staðar uppseldur,“ segir Páll. Gosið fældi útlendinga frá Landeigendur við Laxá í Aðaldal tilkynntu í fyrradag um laxa- ferðir neðan Æðarfossa í Laxá. Þetta kemur fram á svfr.is. Sam- kvæmt bændum á Laxamýri er lax genginn á hefðbundna vor- staði í neðanverðri ánni. Þetta er í stíl við tíðindi úr fleiri norð- lenskum ám. - gar Árnar lifna ein af annarri: Laxinn mættur í Aðaldalinn „Stórlaxi hefur hnignað mikið og er einung- is brot af því sem áður var. Ástæður þessa eru óþekktar en talið er að skil- yrði í hafinu á uppeldisslóð- um stórlaxins hafi versnað,“ segir Sigurð- ur Guðjóns- son, forstjóri Veiðimálastofnunar, í ákalli til veiðimanna um að hlífa stórlaxi. Áframhaldandi veiði muni eyða stórlaxinum. - gar Ákall frá Veiðimálastofnun: Veiðimenn hlífi öllum stórlaxi Fyrsta lax sumarsins veiddi Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Laxinn, sem var falleg 90 sentimetra löng hrygna, tók Bjarni úr Myrkhyl í opnun Norðurár á laugardaginn. Bjarni veiddi fiskinn á fluguna Avatar sem Óskar Páll Sveinsson tónskáld hannaði í vetur. Flugan Avatar tók fyrsta laxinn SÚDDI SEGIR Sigurður Staples, staðarleiðsögumaður Breiðdalsár, þekkir Breiðdalsá eins og handarbak- ið á sér. FL U G A N M YN D /VEIÐ IFLU G U R .IS AVATAR SIGURÐUR GUÐJÓNSSON Hópur ungra veiðimanna hefur stofnsett fluguveiðiskóla fyrir börn og unglinga. Skólinn hefur aðsetur í gamla Elliðavatns- bænum og námskeið hefjast í sumar og verða haldin í júní og júlí. Kennd verða fluguköst, fluguhnýtingar, öryggi í veiði, búnaður í veiði, atferli fisksins, meðhöndlun og eldun afla sem og fleira. Námskeiðin eru fyrir unglinga á aldrinum 10-17 ára. Upplýsingar á veidiheimur.is Fluguveiðiskóli fyrir ungmenni Stangveiðin 2010 Svona byrjar laxveiðin í ár 1. júní 5. júní 14. júní 15. júní 18. júní 20. júní 21. júní 22. júní 24. júní 25. júní 28. júní 30. júní Júní Ferjukotseyrar Blanda I Norðurá Tannastaðatangi Laugardalsá Stóra-Laxá Blanda II - IV Elliðaár Hítará I Hallá Hvannadalsá Langá Langadalsá Brynjudalsá Rangá ytri Tungufljót, tilraunasvæði Víðidalsá Laxá í Kjós Laxá í Dölum Fáskrúð í Dölum Laxá á Ásum Krossá NÚ BER VEL Í VEIÐI Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.