Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 70
54 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT: 2. tónlistarstíll, 6. samtök, 8. fjór, 9. skáhalli, 11. komast, 12. angan, 14. kölski, 16. tveir eins, 17. traust, 18. skammstöfun, 20. gangþófi, 21. tilræði. LÓÐRÉTT: 1. sjó, 3. úr hófi, 4. læri- meistari, 5. knæpa, 7. kviknakinn, 10. kerald, 13. sigað, 15. ekkert, 16. yfirbragð, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. rokk, 6. aa, 8. fer, 9. flá, 11. ná, 12. ilman, 14. satan, 16. bb, 17. trú, 18. rek, 20. il, 21. árás. LÓÐRÉTT: 1. hafi, 3. of, 4. kennari, 5. krá, 7. allsber, 10. áma, 13. att, 15. núll, 16. brá, 19. ká. Leikkonan Anita Briem er orðuð við hlutverk í kvikmyndinni Escape to Donegal á vefsíðunni IMDB.com. Myndin ku vera vís- indaskáldskapur og persónan sem Aníta er orðuð við nefnist Faith. Leikstjórinn Jonathan Blit- stein hefur komið víða við bak við tjöldin í kvikmyndabransan- um og leikstýrt nokkrum smærri myndum. Breski leikarinn Alan Cumming fer með aðalhlutverk- ið í Escape to Donegal, en fleiri leikarar hafa ekki verið orðaðir við myndina í bili. Meðframleið- andi myndarinnar heitir Jeffrey Wetzel og hefur gert góða hluti í Hollywood undanfarið. Hann var aðstoðarleikstjóri mynda á borð við The Hangover, The Book of Eli, I Am Legend og Superman Returns. Handritið skrifar Chris Minori. Hann er að hasla sér völl í Hollywood og fer með lítið hlutverk í myndinni Burlesque með þeim Kristen Bell, Stanley Tucci, Christinu Aguilera og fyrrnefnd- um Allan Cumming í hlutverkum. Anita Briem fer með hlutverk í tveim- ur myndum sem verða frumsýndar á árinu: hrollvekjunni Dylan Dog: Dead of Night og gamanmyndinni Ever- ything Will Happen Before You Die. Síð- asta mynd Anitu, Journey to the Center of Earth, var vel sótt og halaði inn meira en 100 milljónir dollara í Banda- ríkjunum. - afb Anita orðuð við nýja mynd ORÐUÐ VIÐ NÝJA MYND Anita Briem er orðuð við hlutverk í nýrri mynd í stjörnuborg- inni Holly- wood. „Ég þekki til þess sem leikhópurinn hefur gert. Það er mjög spennandi og það er gaman að sjá að þeir tékki á kallinum með þetta,“ segir leikskáldið Jón Atli Jónasson. Jón Atli hefur samþykkt beiðni danska leikhópsins Vesper um að semja leikverk um hrunið á Íslandi fyrir danskt leikhús. Óvíst er hvenær verkið verður frumsýnt, enda segir Jón málið á frumstigi. „Þetta verður á þeim nótum sem við höfum verið að vinna í Mindgroup,“ segir Jón Atli. Mindgroup eru Evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinnur að tilraunakenndu leikhúsi og settu meðal annars upp Þú ert hér og Góða Íslendinga í Borgarleikhúsinu á síðasta ári. „Maður er alltaf að skila innsta kjarna þess sem er að gerast á hverjum tíma,“ segir hann. „Þó að framsetning- in sé skáldskapur, þá er efniviðurinn alltaf raunveruleikinn á hverjum tíma.“ Jón Atli vísar í sögu sem sló- venski heimspekingurinn Slavoj Žižek hefur sagt: „Nasistaforingi kemur í stúdíóið hans Picasso í París, sér málverkið hans Guerni- ca og spyr: „Gerðir þú þetta?“ Og Picasso lítur á hann og segir: „Nei, þú gerðir þetta.“ Það nær ágæt- lega utan um pælinguna,“ segir hann. Danmörk er Jóni Atla hugleikin þessa dagana, en hann er á leiðinni til landsins 16. júní þar sem hann verður heiðrað- ur ásamt sjö öðrum leikskáld- um á hátíð nýrrar evrópskar leikritunar. Hátíðin fer fram í Husets teater í Kaupmanna- höfn og Jón verður með leik- lestur á Djúpinu. „Svo eru umræður, meðal annars um pólitískt leikhús,“ segir hann. „Og leikskáldin kynna sig og vinnuna sína - hvað þau eru að fást við.“ - afb Semur leikverk um hrunið fyrir Dani DANMÖRK KALLAR Jón Atli semur leikverk um íslenska hrunið fyrir danska leikhópinn Vesper. „Það er svona helst eitthvað með Bob Dylan, Arcade Fire og Vampire Weekend. Svo hlustar maður auðvitað bara á útvarpið.“ Sigurður Kári Árnason, fulltrúi Stúdenta- ráðs HÍ í stjórn LÍN. „Þetta fer ágætlega saman og gengur mjög vel. Ég er líka með góðan vinnuveitanda sem er til í að koma til móts við mann,“ segir Guðfinnur Sveinsson. Mýtan um lattelepjandi listatref- ilinn á ekki við í tilfelli Guðfinns, en hann starfar í herrafataversl- uninni Boss búðin í Kringlunni á daginn þar sem hann klæðir menn upp í glæsileg jakkaföt. Á kvöld- in leikur hann á gítar með hljóm- sveitinni For a Minor Reflection sem sendir frá sér plötuna Höld- um í átt að óreiðu í dag. Platan er númer tvö í röðinni, en árið 2007 gaf hljómsveitin út plötuna Reistu þig við, sólin er komin á loft. Guðfinnur segist ekki vera skot- spónn hljómsveitarfélaga sinna þrátt fyrir að selja föt sem ríma ekki við tónlistarstefnu For a Minor Reflection, en til glöggv- unar hefur tónlistargúrúið Dr. Gunni lýst tónlistinni sem Sigur Rós án söngs. „Þeir eru aðallega í því að fá jakkaföt hjá mér,“ segir Guðfinnur. „Þeir eiga ekki jakka- föt og ég þarf stundum að lána þeim þegar það eru útskriftir og svona.“ Guðfinnur segir tónlist For a Minor Reflection hafa þróast nokkuð á nýju plötunni. Lögin eru ekki eins löng og áður ásamt því að skýrara bil sé á milli hörðu og mýkri kafla tónlistarinnar. „Við vorum í rosalega týpísku póst- rokki með löngum uppbygging- um,“ segir hann. „Það er gott og blessað en það er skemmtilegt að fara út fyrir kassann.“ Hljómsveitin gefur plötuna út sjálf, en sú ákvörðun var tekin vegna þess að strákarnir nenntu ekki að eltast við plötufyrirtækin. „Við vonuðum fyrst að okkur yrði boðið gull og grænir skógar, en svo hættum við að pæla í því og það er eiginlega skemmtilegra að gefa út sjálfir,“ segir Guðfinnur. „Það er erfiðara, en það er skemmtilegra að vera sinn eigin herra.“ Platan kemur út í Evrópu í haust og þá hyggst hljómsveitin vera ötul við tónleikahald erlendis, eins og hún hefur verið síðustu ár. „Við ætlum að túra eins mikið og við getum í haust,“ segir Guðfinnur. „Við munum aðallega einblína á Evrópu en við ætlum líka að fara eitthvað til Bandaríkjanna.“ atlifannar@frettabladid.is GUÐFINNUR SVEINSSON: LÁNAR STRÁKUNUM JAKKAFÖT FYRIR ÚTSKRIFTIR Selur jakkaföt á daginn og spilar rokktónlist á kvöldin FLOTTUR Í TAUINU Guðfinnur í vinnufötunum ásamt félögum sínum í hljómsveitinni For a Minor Reflection. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tónlistarbransi landsins er sívax- andi, en ungir tónlistarmenn vinna einnig að almennri fjölgun lands- manna. Bjarni Lárus Hall, söngv- ari Jeff Who?, á von á barni ásamt Viktoríu kærustu sinni, en hún skartar myndarlegri bumbu þessa dagana. Þá á Lilja Kristín, hin frábæra söngkona Bloodgroup, von á barni með Má, kærasta sínum. Þessar gleðifréttir eru margþættar því þær gefa til kynna að það verði ekki skortur á hæfileikafólki á land- inu í framtíðinni. Breska dagblaðið Daily Star bað á dögunum fót- boltakappann Eið Smára Guðjohn- sen afsökunar og dró frétt um meinta nasistakveðju hans til baka. Eiður hefur því fallið frá því að lögsækja blaðið. Af gefnu tilefni má taka fram að mál Eiðs gegn ritstjórum og blaðamanni DV verður tekið fyrir í héraðsdómi 19. ágúst. Málið snýst um fréttir DV af stórfelldum lántökum Eiðs hjá íslensku bönk- unum, en í stefnunni kemur fram að fjölmiðlum sé óheimilt að fjalla, um einkamálefni Eiðs, án samþykk- is og vitundar hans … Leikhópurinn Brite Theater stendur nú í fjáröflun fyrir sýninguna Jafnvægi og Þernurnar, sem verður frumsýnd 25. júní næst- komandi. Hópurinn sendi út fjöldapóst á dögunum þar sem ýmislegt heim- ilislegt var boðið til sölu, allt frá lakkrís til hreinsiefna. Leikhús- frömuðurinn Viðar Eggertsson sýndi gott fordæmi og var fljótur að bregðast við. Á meðal þess sem hann pantaði voru tveir pokar af ilmandi kleinum. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Kl ap pa rs tíg ur Laugavegur Hverfi sgata 29 Rakarastofan Hárgreiðslustofan Klapparstíg Klapparstíg Klapparstíg 29 • Sími 551 3010 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR HUMAR HUMAR 2000 KR.KG. EIGUM TIL MARKÍL Í BEITU FYRIR VEIÐIMENNINA VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 10. 1. Hnúfubakar. 2. Iceland Foods. 3. Daily Star.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.