Alþýðublaðið - 21.08.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 21.08.1923, Side 1
 Ekkert. Sjálfsagt höfir aldrei, síðan ís- lendingar fengu lögg j ifarþing, verið jafndauft yfir þeim, er við stjórnmál fást og veruleg ráð hafa í þeim efnum, sern nú undir kosningar. Ástæðan er bersýailega sú, að hinir ráðandi flokkar finna þrátt íyrir harð- brynjaðar samvizkur, að þeirmuni ekki vera vel á vegi staddir á þeim degi, er þeir skulu reikn- ingsskap lúka kjósendum, er falið hafa þeitn umboð sitt. Þeir finna, að þeir hafa grafið í jörð það pund, er þeim var faiið til ávöxtunar, og þegar yfirboðari þeirra, þjóðin, heimtar, að þeir slcili arðinum, þá hafa þeir — eMert. Ekkert — það er niðurstaðan af stjórnmálastarfi þeirra, sem falin hafa verið völdin í landinu síðastá kjörtímabil, ekkert, sem miðar að framförúm og batuandi hag landsmanna, — ekkert í íjárhii zlu ríkisins, ekkert upp í vexti og aíborganir af skuldum, 8vo að erlendir lándrottnar eru farnir að spyrjast fyrir um, hvort nokkuð annað sé til, sem unt sé að taka upp í þær, ekkert til nýrra og nauðsynlegra fram- kvæmda, ekkert að gera handa landsbúum og því ekkert þeim til lífsviðurhaíds. Þó sakaði þetta ekki mjög, ef þessir sömu stjórnmálamenn sæju einhver ráð til þess að bæta fyrir þessar afglapanir sínar, en þótt farið sé í grafgötur og leitað með logándi ljósi, finst einnig þar að eins — ekkert. í blöðum stjórnmálaflokka þeirra, sem staðið hafa að stjórn- um síðustu árá, er aldrei minst á neitt, sem miði að því að reisa við, og þess er ef til vill ekki heldur von; þar mun ekki um j auðugan garð að gresja með úr- j bótáráð. E>au eiga líka nóg með að kenna hver öðrum um á- standið og verjast á víxl. Hefir melra að segja verið stoínað nýtt blað til að verja gerðir tveggja stjórnmálamanna; hefir það nóg að gera með því verki, og er því ekki þaðan von á neinum bótaráðum. Sama máli gegnir um hin biöðin. Eitt þeirra, >Vísir«, gat ekki einu sinni fundið stefnu sína í landsmálum, er einn andstæðinga þess var svo hlálegur að ætla því sjálfu það verkefni. Það væri því ekkert rang- nefni, þótt þessir stjórnmálamenn væru kallaðir einsJcissinnar (nihi- listar), þar sem elchert liggur eftir þá og ekkert liggur fyrir þeim. r ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ $earý ♦ ELEPHANT i CIGARETTES \ SMAS0LUVERÐ 50 AURAR PAKKINN ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD„ í ^LONDON.^ ilu ngs veiöi í Elliðaánnm. í september næst komándi verða leigðar 3 stengur á dag tíl siíungs- veiða fyrir neðan fossa í Eiliðaánum. Veiðileyfið kostar 5 krónur á dág lyrir hverja stöng frá 1.—15. sept., en 3 krónur á dag frá 16.— 30. sept. — Veiðileyfi tást á skrifstoíu borgarstjóra. Borgarstjórinn f Reykjavík, 20. ágúst 1923; Sig. Jónssonci settur. Allir kyndarar í Sjómannafélagi Reykjavikur, sem staddir eru í bænuœ, mæti á fundi i Alþýðuhúsinu miðvikud. 22. ágúst kl. 8. Áríðandi mál verður rætt. 8t jórnln,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.