Alþýðublaðið - 21.08.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1923, Blaðsíða 2
 AlMðubrauðgerðin selur hln óviðlafnanlegu hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærgtu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotiandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. 9 Fangelsi eða betrnnarheimili. (Frh.) III.. Bæði skilorðsbundnu hegning- ardómanir og barnadómarnir eru spor í rétta átt. En samt ekki nóg. langélsin í núverandi mynd — eins og þau eru víðast hvar — eiga að hverfa úr sogunni. í þeirra stað eiga ríkin að setja á stofn betrunarlieimili, þár sem farið sé með alla afbrotamenn eins og sjúklinga eða börn, sem sérstaks uppeldis þarfnast. Uppeldisáhrif og lækningatilraunir komi í stað hegningar. Flestir, sem drýgja glæpi, hata eitt af þrennu eða í sameiningu fengið ilt eða ónógt uppeldi, lent í slæmum félags- skap eða eru haldnir at sálræn- um sjúkdómum, og má sem dæmi nefna stelsýiii. Þeir þurfa því fremur stuðnings við, til þess áð þeir verði svo fljótt sem auðið er betri og sannari menn en þeir voru, þegar þeir unnu óhæhi- verkin, heldur en refsingar einn- ar saman. Stjórnendur betrunarheimil- anna eða húsbændur á þeim eiga að vera: uppeidisfræðingur, sem kynst hefir svo sem framast er kostur á salarlífi glæpamanna og rannsóknum, 3em gerðar hafa verið á því sviði, og annaðhvort annar eða sami maður, er einkum hefir gert glæpamannalœlmingar að æfistarfi sínu, — uppeidis- fræðingur og læknir, sem hvor um sig hefit að auki kynt sér að talsverðum mun starfsgrein hins, eða einn maður, sem sam- einar þetta tvent í einni persónu, svo að vel sé. Það er ekki smá- mennum hent að takast þáu störf á hendur. Til þeirra þarf mjög að velja menn. Þrir þurfa lyrst og fremst að vera víð- sýnir ágætismenn og viljasterkir áhritamenn. Þeir verða að hafa áhuga á að verða afbrotamönn- unum leiðarljós, er lýsi þeim á braut siðfágunar og samstarfs. Leggja verður einnig áherz’u á, að starfsfólkið á heiœilum þessum sé alt úryalsfólk, sem skilur það verk; sem þar er verið að vinna. Þess þarf jafn- vel að krefjast, að það sé sér- staklega undir starfið búið og hafi fengið a. m. k. nokkurra mánuða reynslutíma og sýnt, að það hafi bæði vilja og hæfileika til að hafa góð áhrif á þá, sem það umgengst, og hunni að sjá hróður sinn og systur í ólnhoga• hörnum mannfélagsins, — áður en það sé talið fullgilt aðstoðar- fólk á betrunarheimiii. Á betrunarheimilnnum sé fyrst og fremst lögð áherzla á að styrkja vilja þeirra, sem »veikir eru á svellinu<, og vekja sjálfs- virðinguna af dvala, og að opna augu þeirra, »sem í myrkur hafa rataðr, (yrir því, sem gott er og tagurt í tilverunni. Betrunarheimilin eiga að verá sannar uppeldisstofnanir, er sam- eini áhrif heimilis og skóla í beztu merkingum orðanna. Sú aðferð við þetta vesalings van- þroska fólk verður áreiðanlegá happadrýgst. Fyrst þarf upp- eldisfræðingurinn, — heimilisfað- irinn, að kynna sér svo sem framast eru tök á sálarlíf hvers ein&taklings, er hann hefir undir höndum, og síðan leggja þá þekkingu til grundvallar upp- eldistilraunum sínum á honum. Osburn og Linsdey dómari geta um margt orðið betrunar- heimilafeðrunum til fyrirmyndár. — Traust á sigri þess góða í sál- unum má sízt af öllu skorta. (Frh.) Ouðm. B. Olafsson úr Grindavík. Kosningarréttnr á að vera almennnr, jafn og beinn og fyrir alla, jafnt konnr sem karla, sem eru 21 árs að aldri. Hjálparstðð hjúkrunarfélags- Ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. - Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 @. - Verkamaðurinn, blað jafnaðar- manna á Akureyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Blytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinnumál. Kemur ót einu sinni í viku. Kostar að eins kr. 5,00 um árið. Gerist áskrif- endur á aígreiðslu Alþýðublaðsins. Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þið fariði ,,„Af jðrðu ertu keminu““ (Athugasemdi) Við grein eftir »Amicus<, sem birtist hér í blaðinu ( gær með þessari yfirskrift, hefi ég það einkum að athuga, sem nú skal greina. Ég þekki ekki svo mikið til fræða guðspekinga, aðéggetieða vilji neitt um þá stefnu dæma. Hins vegar eru það ekki guð- spekinemar einir, sem sann!ærðir eru um, að aðalhluti mannsins fari ekki í gröfina, — eins og skilja mætti af orðum greinar- innar að höfundur hennar búist við. Fáir munu þeir vor á meðai, sera á annað borð trúa fram-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.