Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI14. júní 2010 — 137. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 14 veðrið í dag FASTEIGNIR.IS14. JÚNÍ 201024. TBL. Valhöll fasteignasala er með á skrá tveggja hæða raðhús í austurhluta Setberghverfis í Hafnarfirði. H úsið er staðsett við Vörðuberg 16 í Hafnar-firði, samtals 169 fermetrar ásamt 25 fer-metra bílskúr. Anddyri er flísalagt á gólfi og hita undir. Til hliðar við það er gestasnyrting með flísum á gólfi. Eldhús er búið sérsmíðaðri innréttingu, vönduðum tækum og granít borðplötu. Efri skápainn-rétting flæðir inn að borðstofu og stofu, en parket er á gólfum. Útgengt er á skjólgóðan og stóran suðurpall með áhaldageymslu, lýsingu og kassa fyrir blóma-potta. Lítil tjörn með sjávargrjóti umhverfis hefur verið útbúin við enda pallsins. Parketlagður stigi liggur upp á efri hæð, en gólf á efri hæð er sömuleiðis parketlagt. Svefnherbergi eru þrjú á efri hæð, þar á meðal hjónaherbergi sem hefur sérinngang að snyrtingu. Frá tveimur svefn- herbergjum er aðgangur að geymslulofti. Snyrt- ing er flísalögð, með hornbaðkari, innréttingu og góðri lýsingu. Á hæðinni er flísalagt þvottahús og sjónvarpshol, þaðan sem útgengt er á stórar suðursvalir. Þetta er eign sem nostrað hefur verið við og vel viðhaldið í hvívetna. Ásett söluverð eignarinnar er 39,9 millj. Eigendur eru tilbúnir að skoða mögu- leika á að taka minni eign upp í. Nánari upplýs- ingar veitir Jón Rafn eða Sigþór hjá Valhöll fast- eignasölu. Raðhús, sólpallur og tjörn með sjávargrjóti Húsinu fylgir skjólgóður og stór suðurpallur. MYND/ÚR EINKASAFNI Ingólfur Gissurarson lgf. Valhöll fasteignasala • Síðumúla 27 • Sími:588-4477. INDRIÐASTAÐIR - SKORRADALURVandað 64 fm heilsárshús ofarlega í landi Indriða- staða Skorradal með útsýni yfi r vatnið. Eignin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum ásamt stóru svefnlofti. Eldhús borðstofa og stofa eru í opnu rými með stórum útsýnisgluggum. Rúmgóð snyrting með sturtu og útgengt á pall þar sem er heitur pottur á skjólsælum stað. Heitt og kalt vatn í húsi. V. 19,5 millj. SUMARHÚS TIL SÖLU Mikil Sala.Vantar allar stærðir af sumarhúsum á skrá. Höfum m.a. kaupendur að vönduðu heilsárshúsi í Grímsnesi með a.m.k. þremur svefnherb. Einnig vantar 70-100 fm heilsárshús á eignarlandi í a.m.k. klst fjarlægð frá Rvk. Sumarhúsið þitt selst hjá okkur – Frí skoðun og verðmat LÆKJARHVAMMUR V. LAUGARVATN Notalegur 73 fm bústaður með útigeymslu á rúmlega 1,1 ha eignarlandi í grennd við Laugarvatn. Stofa m. fallegri kamínu. Svefnherbergi er rúmgott og stórt svefnloft hefur verið skipt í tvö rými. Eignin hefur að mestu verið endurklædd með harðviði að utan. Stór pallur umhverfi s hús. Kalt vatn og rafmagn í húsi. Klárt til inntöku heits vatns. V. 18,5 millj. ASPARSKÓGAR – Í LANDI SVARFHÓLS Nýtt og glæsilegt 86 fm heilsárhús á steyptri gólfplötu.Stór stofa með borðstofu og eldhúsi til hliðar, fallegir franskir gluggar á þrjá vegu. Vönduð innrétting í eldhúsi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og snyrting með sturtu og skápainnréttingu. Heitur pottur á verönd. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni tengt Eignin er á leigulóð. V. 19,9 millj. Sigþór Bragason s: 899-9787 Lögg.fast.Sali. Jón Rafn Valdimarsson s: 695-5520Lögg.fast.Sali. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís H rmannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTSAUMAÐIR PÚÐAR geta verið til mikillar prýði. Ekki er verra ef þeir eru saumaðir af einhverjum sem manni þykir vænt um. - Gefðu íslenska hönnun Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask.Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Dúnmjúkar brúðargjafir 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 STURTUSTANGASETT TVÆR STILLINGAR TILBOÐ VIKUNNAR 4900.- Tilboðsverð Fjölskylduhátíð 10. – 16. júní »Frábær tilboð! »Tívolítæki »Hoppukastalar »Andlitsmálun »Blöðrur Sumarið er yndislegt! www.isafold.is - Sími 595 0300 Vinnur fyrir aldraða Pétur Magnússon er nýr formaður Öldrunarráðs Íslands. tímamót 18 HEILBRIGÐISMÁL „Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt,“ segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Krabbamein í ristli og enda- þarmi er þriðja algengasta krabba- mein hér á landi. „Á Landspítalanum gerum við um og yfir 100 aðgerðir á ári. Ef við lækkum nýgengið um helming yrði um hreina byltingu að ræða, því helmingur þeirra sem grein- ist á hverju ári er með ólæknan- legan sjúkdóm í dag og deyr innan fimm ára.“ Árið 2005 var stofnaður fjölþjóð- legur félagsskapur sem kallar sig NordICC um að rannsaka gildi ristilspeglunarskimunar til þess að finna krabbamein í ristli og enda- þarmi. Takmarkið er að lækka nýgengi og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er hafin í Póllandi og Hollandi. Henni verð- ur hleypt af stokkunum í Noregi á næstunni. Niðurstöður frá fyrr- nefndu löndunum lofa afar góðu. Af þeim tvö þúsund sem rann- sakaðir hafa verið hefðu hundrað fengið krabbamein án skimunar, ef miðað er við þekktar tölulegar staðreyndir um sjúkdóminn. Tryggvi Björn hvetur til þess að Íslendingar taki þátt í rannsókn NordICC. „Mikilvægið við þessa rannsókn er að sýna fram á að það sé raunverulega hægt að lækka tíðni þessa illvíga krabbameins, eins og margt bendir til. Það er nauðsynlegt að sýnt verði fram á hvort skimunin sé nægilega örugg til að ráðleggja hana sem aðferð til lækninga.“ Vitnar Tryggvi Björn þar til annarra rannsókna sem nýttar eru í forvarnaskyni, eins og leit að brjóstakrabbameini hjá konum, þar sem stór hluti mann- fjöldans fer til læknis til staðbund- innar krabbameinsleitar. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund Íslendingar taki þátt í rannsókninni en NordICC stefn- ir að því að um 20 þúsund manns verði rannsakaðir í allt. Framlag Íslands myndi kosta um 60 millj- ónir króna. Tryggvi Björn hefur sjálfur safnað tíu milljónum í gegnum ýmsa sjúkra- og lífeyris- sjóði. Árlegur kostnaður heilbrigðis- kerfisins af meðferð vegna ristilkrabbameins er yfir millj- arður króna. - shá Áhrifarík meðferð við ristilkrabba í augsýn Rannsóknir benda til að hægt sé að draga mjög úr nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi. Fjölþjóðleg rannsókn er hafin. Bylting ef hægt verður að lækka nýgengið um helming, segir skurðlæknir sem vill fjármagna þátttöku Íslands. ■ Í ristilslímhúðinni myndast separ hjá 30-40 prósentum einstaklinga. Hjá 80 prósentum þeirra sem fá krabbamein í ristil eða endaþarm verða krabbameinin til í þessum sepum. ■ Það er mjög sérstakt að hægt sé að fjarlægja góðkynja forstig að krabba- meini og þannig koma í veg fyrir að krabbameinið myndist. Ef krabbameinið hefur myndast og finnst nógu snemma er hægt að lækna það með því að fjarlægja sepann í ristilspeglun með einföldum hætti eða æxlið með skurðaðgerð. Staðreyndir um sjúkdóminn og meðferð STREKKINGUR SV-LANDS Í dag verða sunnan 10-15 m/s SV- og V-lands, annars hægari. Bjartviðri NA-lands en fer að rigna upp úr hádegi V-lands í fyrstu. Hiti 10-20 stig, hlýjast NA-lands. veður 4 12 12 13 17 17 20 UNGIR VÍKINGAR Sólstöðuhátíð víkinga fer þessa dagana fram í Hafnarfirði á vegum Fjörukráarinnar. Á Sólstöðuhátíðinni er menning víkinga- aldar í hávegum höfð og allt frá handverki til blóðugra bardaga til sýnis. Víkingar koma í mörgum stærðum og þessir ungu drengir sýndu svo ekki verður um villst að víkingablóð rennur enn í æðum Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÉLAGSMÁL Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út álit um að Hæsti- réttur hafi fellt rangan dóm árið 2004. Málið snerist um launa- kröfur sem skildar voru eftir þegar nýtt fyrirtæki tók yfir eignir eldra fyrirtækis. Verði ekki brugðist við álitinu má búast við að málið fari fyrir EFTA- dómstólinn. - kóp /sjá síðu 4 Eftirlitsstofnun EFTA: Rangur dómur Hæstaréttar Enginn getur átt það Guðmundur Andri Thorsson skrifar um verðmæti og nýtingu vatns. í dag 15 Þýskaland á flugi á HM Þýskaland er lið mótsins til þessa á HM eftir 4-0 sigur á Ástralíu. íþróttir 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.